Fréttablaðið - 18.05.2008, Page 30
ATVINNA
18. maí 2008 SUNNUDAGUR124
Menntasvið
Vestast í Vesturbænum …
Laus störf í Grandaskóla skólaárið 2008 - 2009
• Umsjónarkennarar í 5. -6. bekk
• Tveir umsjónarkennarar í teymiskennslu á yngra stigi
- kjörið tækifæri fyrir fólk sem vill vinna saman í
skemmtilegu starfsumhverfi.
• Stuðningsfulltrúar, meginverkefni er vinna með
nemendum undir verkstjórn kennara.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störf við skólann.
Nánari upplýsingar gefa Börkur skólastjóri borkur@grandaskoli.is og Inga
aðstoðarskólastjóri inga@grandaskoli.is , sími 411-7120
Grandaskóli stendur við sjávarsíðuna í vesturbæ Reykjavíkur. Nemendur eru um
290 talsins í 1. - 7. bekk og við skólann starfa um 50 starfsmenn. Mikill stöðugleiki
hefur verið í starfsmannahaldi skólans og í hópnum ríkir fagmennska, metnaður
og góður andi. Skólinn er vel búinn tækjum og hafa allir kennarar skólans fartölvu
til afnota.
Sterk hefð er fyrir list- og verkgreinakennslu í skólanum og hlaut skólinn
Hvatningarverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur vorið 2007 fyrir tónlistaruppeldi.
Áhersla er lögð á skapandi skólastarf og sveigjanlega starfshætti m.a. til að koma
til móts við einstaklingsmun nemenda.
Í yngri deild skólans, 1. - 4. bekk, er áhersla á teymiskennslu. Tveir umsjónarken-
narar vinna með hvern árgang, ýmist sem heild eða í mismunandi hópum.
Í eldri deild skólans, 5. - 7. bekk, er hefðbundin bekkjarskipting en áhersla lögð á
samvinnu árganga og sveigjanlega starfshætti.
Nánari upplýsingar um skólastarfið er að finna á heimasíðu skólans
www.grandaskoli.is
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá
borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heima síðu Reykjavíkurborgar: www.
reykja vik.is/storf Hjá síma veri Reykja vík ur borg ar, 4 11 11 11, færð þú all ar upp lýs ing-
ar um þjón ustu og starf semi borg ar inn ar og sam band við þá starfs menn sem þú
þarft að ná í.