Fréttablaðið - 18.05.2008, Side 59
ATVINNA
SUNNUDAGUR 18. maí 2008 291
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
G
S
4
24
20
0
5/
08
VERKEFNASTJÓRI
HJÁ TÆKNIÞJÓNUSTU ICELANDAIR
Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR
Starf þetta krefst háskólamenntunar á sviði verkfræði eða sambærilegrar
menntunar. Að hafa lokið námskeiðum í tímastjórnun eða verkefnastjórnun
telst kostur. Reynsla af sambærilegu starfi eða af starfi sem snýr að
tækniþjónustu flugvéla er æskileg. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi gott
vald á töluðu og rituðu ensku máli.
EIGINLEIKAR
Verkefnastjóri þarf að geta unnið sjálfstætt og leitt verkefni innan fyrirtæk-
isins. Hann þarf að skipuleggja sína vinnu sem og vinnu annarra og þarf því
að búa yfir góðum skipulagningarhæfileikum. Verkefnastjóri þarf að vera lipur
í samskiptum þar sem að starf hans mun oft krefjast þess að hann sæki sér
upplýsingar og hjálp víða innan sem og utan fyrirtækisins, auk þess sem
hann er andlit fyrirtækisins út á við gagnvart viðskiptavinum.
HELSTU VERKEFNI
Stýring verkefna sem snúa að viðhaldi flugvéla sem og móttöku
og skilum á flugvélum
Ábyrgð á því að tækniþjónusta við viðskiptavini sé í lagi
Stýring umbótaverkefna
Samskipti við viðskiptavini
Greining upplýsinga úr tæknigögnum flugvéla
Önnur verkefni eins og þörf krefur hverju sinni
NÁNARI UPPLÝSINGAR
HAFLIÐI JÓN SIGURÐSSON I HAFLIDI@ITS.IS I SÍMI 840 7091
Tækniþjónusta Icelandair
(Icelandair Technical Services) er
eitt af fjórum sviðum Icelandair og er
staðsett í tæknistöð félagsins á
Keflavíkurflugvelli.
Tækniþjónustan er ábyrg fyrir öllu
viðhaldi á flugflota Icelandair.
TECHNICAL SERVICES
Aðstoð í mötuneyti
Utanríkisráðuneytið óskar eftir starfsmanni til
aðstoðar í mötuneyti. Um er að ræða aðstoð við
bryta í daglegum störfum mötuneytisins, við-
komandi þarf einnig að geta leyst brytann af og
annast matreiðslu. Starfi ð felur einnig í sér vinnu
við ýmsa atburði á vegum ráðuneytisins, utan
almenns vinnutíma.
Leitað er að konum og körlum sem uppfylla
eftirtalin skilyrði:
• Reynslu af matreiðslu og/eða menntun á
sviði matvælaiðnaðar
• Komi vel fyrir og séu snyrtileg
• Samskiptalipurð
Umsóknarfrestur er til 1. júní 2008.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafi ð störf sem
fyrst. Umsóknir skulu berast á netfangið
umsokn@mfa.is, eða til utanríkisráðuneytisins,
Rauðarárstíg 25, 150 Reyk-javík, merktar starfs-
umsókn og heiti starfs. Laun er greidd samkvæmt
kjarasamningi fjármálaráðherra og félags starfs-
manna stjórnarráðsins.
Starfsmannastjóri og bryti veita nánari upplýsingur
um starfi ð. Litið verður svo á að umsóknir gildi í
sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin.
Rio Tinto Alcan ISAL. Century Aluminum Norðurál. Alcoa Fjarðaál. Rusal’s KUBAL, Svíþjóð.
HRV Engineering leitar að framtíðarstarfsfólki
HRV Engineering óskar eftir að ráða framtíðarstarfsfólk til að vinna að stórum og krefjandi
verkefnum á sviði áliðnaðar.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Guðmundur
Valsson, upplýsingatæknistjóri og leiðtogi fagsviðs
verkefnastýringar, í síma 575 4752, eða með
fyrirspurn á netfangið gudval@hrv.is.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst
en byrjunartími er samningsatriði.
Umsóknarfrestur er til og með 26. maí 2008 og skulu
umsóknir berast til Steinunnar Ketilsdóttur,
mannauðsstjóra HRV, á netfangið steinunnk@hrv.is.
HRV Engineering er framsækið þjónustufyrirtæki við áliðnaðinn sem hefur sérhæft sig í uppbyggingu álvera
frá því um miðjan síðasta áratug fyrir Century Aluminum, Rio Tinto Alcan, Alcoa og Rusal. HRV vinnur eftir
alþjóðlegum verkefnastjórnunaraðferðum við undirbúning, hönnun og stjórnun framkvæmda við stækkun,
uppbyggingu eða breytingu álvera og fjárfestingarverkefnum sem þeim tengjast - bæði innanlands og erlendis.
Hjá HRV er horft til framtíðar og útrásin rétt að hefjast því eftirspurn eftir áli eykst með ári hverju.
www.hrv.is
Sérfræðingar í áætlanagerð
og áhættustýringu
(Scheduling, Estimating, Cost Engineering,
Risk Management)
Leitað er eftir reynslumiklu og/eða vel menntuðu fólki
til að takast á við krefjandi verkefni í tengslum við
framkvæmdaáætlanir, kostnaðaráætlanir, kostnaðar-
eftirliti og/eða áhættustýringu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Verkfræði eða sambærileg menntun
• Þekking á verkefnastjórnun
• Frumkvæði
• Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
• Góð enskukunnátta
• Góð mannleg samskipti
Starfsfólk í skjalastýringu
Starfið felst í skjalavinnslu og skjalaútgáfa fyrir verk-
fræðideild og innkaupadeild, ásamt annarri skjala-
vinnslu fyrirtækisins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Skrifstofunám eða menntun á sviði tækniteiknunar
er æskileg
• Reynsla af skjalastýringu
• Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
• Góð enskukunnátta
• Reynsla af vinnu við stór framkvæmdaverk er kostur
• Góð mannleg samskipti
Sérfræðingur í upplýsingatækni
Starfið felst í að innleiða og þjónusta upplýsingakerfi
fyrirtækisins ásamt þróun á skýrslum úr gagnagrunni
kerfanna.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Verkfræðingur/tæknifræðingur/tölvunarfræðingur
eða iðnfræðingur
• Þjónustulipurð
• Frumkvæði
• Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
• Góð enskukunnátta
• Reynsla af þróun vefkerfa er kostur
• Reynsla af innleiðingu upplýsingakerfa er kostur
• Reynsla af skýrslugerð úr gagnagrunnum er kostur
• Þekking á skýrslugerð úr gagnagrunnum (SQL) er
kostur
• Þekking á verkefnastjórnun er kostur
• Góð mannleg samskipti