Fréttablaðið - 18.05.2008, Síða 72

Fréttablaðið - 18.05.2008, Síða 72
MENNING 42 A lbert Maysles er 82 ára gamall en hann lét það ekki aftra sér og ferð- aðist alla leið til Patreksfjarðar til þess að hitta íslenskt kvikmyndagerðar- fólk. Þekktustu myndir Alberts Maysles voru einnig sýndar á hátíð- inni, Gray Gardens frá 1975, Gimme Shelter frá 1970, og Sales- man frá 1968. Allar þessar myndir eru unnar með David Maysles bróð- ir hans en þeir unnu saman þar til David lést árið 1987. David var hljóðmaður og Albert myndatöku- maður. Bræðurnir voru um tíma helstu merkisberar þess sem er kallað „cinéma vérité“ í kvik- myndaheiminum. Það að fanga sannleikann. Raunveruleikinn skiptir Maysles mestu máli og hann segir sögur af því sem raunveru- lega gerist. Hann notast aldrei við handrit, engin sviðsetning á sér stað, engri tónlist eða sögumanni er bætt inn í verkið og með því kemst hann eins nálægt sannleikanum og mögulegt er. Að sama skapi eru söguhetjur myndanna oftar en ekki óþekkt fólk, þó að bræðurnir hafi líka gert myndir um frægt fólk á borð við Marlon Brando, Truman Capote, Bítlana og Rolling Stone. „Líf venju- legs fólk kallar ekki bara á athygli okkar heldur krefst hennar,“ legg- ur Maysles áherslu á. Sannleikanum miðlað „Ég hafði alltaf mikinn áhuga á að taka myndir sem krakki,“ svarar Maysles þegar hann er spurður hvað varð til þess að hann fór út í þennan bransa. „En síðan varð ég sálfræðingur og fór að vinna á geð- sjúkrahúsum. Þegar ég var 28 ára keypti ég 16mm tökuvél og fór til Rússlands í mótorhjólaferðalag og gerði rannsóknarverkefni á geð- deild þar. Þar tók upp fyrstu mynd- ina sem hét Psychiatry in Russia árið 1955.“ Varstu alltaf með hugmynda- fræðina á hreinu frá því að þú byrj- aðir eða hefur hún þróast með tím- anum? „Hún er nokkurn vegin sú sama og þegar ég byrjaði en var ekki alveg fullmótuð í byrjun vegna þess að ég hafði engan kvikmynda- bakgrunn og hafði ekkert lært um kvikmyndagerð. En ég trúði því, að með því einu að taka upp það sem var að gerast fyrir framan okkur gæti ég sýnt fram á okkar sam- mannlegu þætti. Sérstaklega þar sem ég var í Rússlandi meðan kalda stríðið var í gangi. Fólkið í Banda- ríkunum hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast í landinu. Stjórn- málamenn afbaka alltaf sannleik- ann. Það sem er sérstakt við heim- ildarmyndagerð er það að reynslu annarra er miðluð beint þannig að áhorfandinn fær að sjá það sem er að gerast fyrir framan myndavél- ina. Þannig verður það ekki bara upplýst um hvað er að gerast ann- ars staðar, heldur upplifir líka hversu viðkvæmt ástandið getur verið og tilfinningar fólks. Áhorf- andinn upplifir aðstæður öðruvísi þegar myndavélin sýnir þeim milli- liðalaust hvað er að gerast,“ útskýr- ir Maysles. „Ég er til dæmis sannfærður um að stríðið í Írak hefði ekki gerst hefði fólk vitað hvað var raunveru- lega í gangi. Almenningur í Banda- ríkjunum hefur aldrei séð venju- lega írakska fjölskyldu og hefur engar tilfinningu fyrir henni. Ef það hefði séð myndir sem væru gerðar af venjulegu fólki í landinu og því sem er raunverulega að ger- ast þá myndi stríðið ekki hafa orðið að veruleika. Þess vegna er þetta kvikmyndaform svo mikilvægt. Það er hægt að koma í veg fyrir margt með því að upplýsa fólk. Fjölmiðlar í dag hafa hagsmuna að gæta. Fréttir af Írak segja þér ekki sannleikann, ef við fengjum að sjá hann þá myndi það ekki viðgangast að drepa milljónir manna.” Fluga á vegg Hvernig tekst þér að láta fólk ekki taka eftir þér þegar þú ert að fylgj- ast með því með myndavél í sínu nánasta umhverfi? „Þetta er bara spurning um að fá fólk til treysta þér. Það gerist vana- lega strax. Fólk sér eitthvað í aug- unum á þér og treystir þér og held- ur bara áfram að gera það sem það var að gera og skiptir sér ekki af myndavélinni lengur.“ Það hefur oft verið talað um að þetta sé eins og að vera fluga á vegg. Hvað finnst þér um það? „Ég er ekki sammála því að þetta sé eins og fluga á vegg vegna þess að kvikmyndatökumaðurinn þarf alltaf að vera að fylgjast með öllu því sem er í gangi og vera vakandi fyrir því að fanga rétta augnablikið og rétta sjónarhornið. Það er til- finning hans sem gerir myndirnar. Þess vegna er ekki nóg að stilla bara upp myndavél, ég nota til dæmis aldrei þrífót. Þú verður að hafa tilfinningu fyrir efninu og fanga það. Þegar það tekst verða til frábærar myndir. Ég hef til dæmis gert myndir um börn þar sem ég tek upp samtöl þeirra og fyrir mér er það besta gerð af heimildar- myndum.” Þú vinnur ekki eftir handriti, en hefurðu hugmynd um hvernig myndin mun þróast áður en þú byrjar á henni og hvernig hún mun enda? „Þetta er bara spurning um að ná raunveruleikanum. Þegar við tókum upp Salesman þá vissum við að í hvert skipti sem bíblíusölu- mennirnir bönkuðu á hurð þá yrði einhver dramatísk sena en við viss- um aldrei nákvæmlega hvað myndi gerast eða hvernig senurnar yrðu. Eins í Gimme Shelter þá vissum við ekki hvaða katastrófa myndi gerast þegar Rolling Stones steig á svið og það breytti myndinni auðvitað heilmikið. Ef fólk horfir á mynd um Woodstock þá fær það allt aðra hug- mynd um hvað var í gangi á þess- um tíma.“ Michael Moore-kynslóðin Margir heimildarmyndagerðar- menn í dag sýna sjálfa sig í mynd- inni og myndin fjallar um það sem þeir upplifa, hvað finnst þér um það? „Mér finnst það taka athyglina frá raunverulega viðfangsefninu og stríðir á móti minni stefnu um að leyfa hlutunum að gerast án afskipta myndatökumannsins. Taka ekki í taumana eða setja tónlist undir til að hafa áhrif. Upplifunin á að vera bein og án áhrifa. Mér finnst mín tegund af heimildar- myndagerð miklu virðingarverð- ari. Menn eins og Michael Moore eru ekki að gera heimildamyndir, þeir gera áróðursmyndir, þar sem þeir eru búnir að mynda sér skoðun og myndin fjallar um að sannfæra fólk um að þeirra skoðun er sú rétta.“ Það er líka sú gagnrýni sem heimildarmyndir fá oft í dag. Að þær segi ekki sannleikann heldur sýni sannleikann eins og þeim hent- ar og fólk jafnvel treystir ekki því sem er sagt í myndunum? „Það er rétt. Þannig eru bestu heimildargerðarmennirnir þeir sem þú veist að eru að segja sann- leikann. Þeim er treyst. Það er mjög mikilvægt. Það eru margar góðar heimildarmyndir gerðar í dag en ég er ekki hrifinn af þeirri stefnu sem hefur þróast með mönnum eins og Michael Moore.“ Yfir 50 ára ferill Hver er helsti munurinn á að gera myndir í dag eða þegar þú byrjað- ir? „Munurinn er aðallega fólginn í dreifingunni og tækninni. Það var erfiðara að fá heimildarmyndir sýndar áður. Núna höfum við meira að segja internetið og YouTube þannig að aðgengi fólks að þessum myndum hefur aukist. Núna er líka til óháð kvikmyndagerð. Áður voru bara sjónvarpsstöðvarnar ABC, CBS og NBC og þær framleiddu sínar eigin myndir þannig að eina leiðin til að sýna myndirnar var að koma þeim í bíó. Vandamálið var hins vegar og er enn að flestar heimildarmyndir eru ekki í fullri lengd og rata sjaldan í bíó. Sales- man var fyrsta heimildarmyndin í fullri lengd sem var sýnd í bíó.“ Oft er rætt um hvort heimildar- myndir eigi heima í bíó eða bara sjónvarpi en heimildarmyndir í bíó eru alltaf að verða vinsælli. Hvað finnst þér um það? „Þetta er alltaf stærsta áskorun- in en auðvitað vilja allir kvik- myndagerðarmenn að myndirnar þeirra séu sýndar í bíó. Þegar ég byrjaði var ekki hægt að búa til heimildarmyndir fyrir bíó. Það var alltof dýrt að skjóta á 35mm filmu en stundum var hægt að setja hana yfir á 35mm ef bíóin leyfðu. Núna er hægt að fá nógu góð gæði út úr stafrænni tækni. Og það er helsta byltingin sem hefur orðið á form- inu, tækniframfarirnar hafa hjálp- að okkur mest. Áður þurfum við alltaf að vera að skipta um filmu á 10 mínútna fresti. Það er miklu auðveldara að gera myndir í dag.“ Reynslunni miðlað áfram Albert Maysles býr núna í Harlem og rekur The Maysles Institute. „Ég geri mikið af því að kenna ungum kvikmyndagerðarmönn- um. Þar sem ég bý í Harlem kenn- um við krökkum og rekum lítið bíó þar sem við sýnum alls konar myndir, flestar heimildarmyndir. Mér finnst gaman að kenna og uppgötva nýtt hæfileikaríkt kvik- myndagerðarfólk og stundum hjálpa ég þessu fólki áfram að gera sínar myndir. Maysles vinnur mikið með syni sínum, Philip Maysles, sem var með honum í för til Patreksfjarðar þar sem þeir héldu áfram að taka upp fyrir nýja heimildarmynd um Albert sjálfan. En það er einhvers konar sjálfsævisögumynd. Annars eru þrjár til fjórar myndir í vinnslu hjá honum þó hann sé kominn á níræðisaldur. Ætlarðu aldrei að setjast í helgan stein? „Nei, ég er með of marga drauma um of margar myndir sem ég á eftir að gera þannig að ég mun halda áfram að vinna eins lengi og ég get. Ég er til dæmis með nýja heimildarmynd í gangi þar sem ég tek lest í mismunandi heimshlut- um og mynda fólk í lestunum og heyri sögurnar þeirra.“ En það er einmitt í stíl við hugmyndafræði hans að líf venjulegs fólk krefjist athygli okkar og að þannig getum við lært hvert af öðru og gert heiminn að betri stað. RAUNVERULEIKINN SKIPTIR MESTU MÁLI Albert Maysles heimildarmyndagerðarmaður var heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar á Patreks- fi rði. Skjaldborg er hátið íslenskra heimildarmynda og var haldin í annað sinn um hvítasunnuna. Þar gafst gott tækifæri til að eiga spjall við Maysles um gildi heimildarmynda og hans hugmyndafræði og hugsun á bak við gerð slíkra mynda. HANNA BJÖRK VALSDÓTTIR KVIKMYNDIR Albert Maysles á Pareksfirði. 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.