Fréttablaðið - 18.05.2008, Síða 84
24 18. maí 2008 SUNNUDAGUR
Það var af nógu að taka á „resort“-sýningu
Oscars de la Renta í New York. Síðkjólar fyrir hlý
kvöld, klæðilegir dagkjólar og buxnadress voru
á meðal þess sem hönnuðurinn sendi niður
tískupallinn. Kvöldkjólarnir, á borð við þann
bláa, vöktu sérstaka athygli, enda glæsilegir
með eindæmum.
SÍÐKJÓLAR OG BUXNADRESS
HJÁ DE LA RENTA
folk@frettabladid.is
Litagleðin heldur áfram í „resort“-sýningum
tískuhönnuðanna í New York. Sýningarpallur-
inn hjá Oscar De La Renta, sem skreyttur var
hvítum trjám í myntugrænni umgjörð, fylltist
kjólum í sumarlegum litum, auk þess sem
eitt og eitt buxnadress rataði eftir pallinum.
Síðkjólarnir gerðu sérstaklega mikla lukku
hjá áhorfendum eins og Önnu Wintour sem
lét sig vitanlega ekki vanta á viðburðinn.
Síðkjólar de la Renta heilla
Það var góður andi sem
sveif yfir vötnum þegar
fatahönnuðurinn, Birta
Björnsdóttir, opnaði
verslun sína Júniform á
nýjum stað í Ingólfs-
stræti 8. Birta hefur
saumað og hannað föt
frá því hún var smá-
stelpa en báðir foreldrar
hennar kunna á sauma-
vélar og gott betur en
hún er dóttir Björns
Emilssonar hjá Sjón-
varpinu og Eyglóar Eyj-
ólfsdóttur. Allar mestu
skvísur bæjarins voru
mættar til að líta sumar-
fötin augum en röndóttir
kjólar, víðar stuttar
mussur og flottir jakkar
voru mest áberandi í
versluninni.
Tískustemning í miðbænum
GLAÐAR Þórhalla S Jónsdóttir
og Guðrún Kolbeinsdóttir
létu sig ekki vanta á opnun
Júniform. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HÖNNUÐURINN SJÁLFUR
Birta Björnsdóttir klæðist kjól
úr eigin smiðju.
Í HÁTÍÐARSKAPI Eygló
Eyjólfsdóttir móðir Birtu er
hér ásamt unnusta dóttur
sinnar, Jóni Páli Halldórssyni,
húðflúrmeistara.
> MIKKA MÚS LUKKA
Madonna segir að nýjasta
breiðskífa hennar hefði ekki
orðið eins góða og hún er
hefði Pharell Williams upp-
tökustjóri ekki verið með ýmsa
lukkugripi við upptökurnar. Á
fréttavefnum Female first segir
söngkonan Pharell meðal ann-
ars hafa klæðst Mikka mús
inniskóm sem hann getur ekki
verið án og veiti honum lukku.
Hún segir þá hafa skipt sköp-
um við gerð breiðskífunnar.
,,Það verða ýmsar nýjungar í boði
hjá okkur í Leynileikhúsinu í
sumar,“ segir Agnar Jón Egilsson,
framkvæmdastjóri Leynileikhúss-
ins. Námskeiðin eru fyrir krakka
allt frá 7-20 ára, en fyrir þá sem
eru eldri en 11 ára verða sérhæfð-
ari námskeið í boði. ,,Við verðum
áfram með hefðbundin spunanám-
skeið, en við ætlum líka að bjóða
upp á söngleikjanámskeið sem
Selma Björnsdóttir mun kenna,
trúðanámskeið, kennslu í leikrita-
skrifum, leikhúsförðun og gerð
leikgerva,“ segir Agnar.
,,Við búumst við að fá krakka og
unglinga með alvöruáhuga á leik-
list því þetta eru skemmtileg, en
jafnframt mjög krefjandi nám-
skeið,“ útskýrir Agnar og bætir
við að það sé aldrei að vita nema
tekið verði eftir hæfileikaríkum
einstaklingum. ,,Við sendum
nýlega nokkra unga leikara í kvik-
myndaprufur og svo hafa krakkar
frá okkur bæði tekið þátt í sýning-
um í Þjóðleikhúsinu og leikið í
sjónvarpsauglýsingum,“ segir
Agnar að lokum.
Öll kennslan munu fara fram í
Austurbæ en upplýsingar um
námskeiðin er finna á heimasíð-
unni leynileikhusid.is
Trúðanámskeið, leik-
ritaskrif og spuni
ÝMSAR NÝJUNGAR
Nóg er um að vera í Leynileikhúsinu.
Bandaríska strákasveitin New
Kids on the Block steig á svið í
fyrsta sinn í fimmtán ár á tónleik-
um í Rockefeller Plaza í New
York. Var tónleikunum sjónvarp-
að á stöðinni NBC.
Hundruð aðdáenda fylgdust
með þeim syngja sín bestu lög,
þar á meðal Right Stutt og Hang-
in´ Tough. Einnig sungu strákarn-
ir nýjasta smáskífulag sitt,
Summer time. „Aðdáendur okkar
eru það sem málið snýst um og
okkur líður vel vegna þeirra,“
sagði Joey McIntyre. Sveitin
ætlar að fylgja nýja laginu eftir
með tónleikaferð um Norður-
Ameríku í september.
New Kids snýr aftur
60GB Playstation 3
4 leikir + 4 kassa
r af eigils orku!
Sendu SMS BTC PS
3
og svaradu einni
spurningu!
ADALVINNINGUR!
FULLT AF AUKAVINNINGUM:
GTA IV • VIKING BATTLE FOR ASGARD • DARK SECTOR
EURO 2008 • INCREDIBLE HULK • KIPPUR AF EGILS ORKU
BÍÓMIÐAR Á KICKIN’ IT OLD SKOOL • PS3 AUKAHLUTIR
DVD MYNDIR OG FULLT AF ÖÐRUM TÖLVULEIKJUM
9. HVE
R
VIN
NUR!
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
1
49
k
r/
sk
ey
tið
.
FRUMS
ÝND 21
. MAÍ
d
ppp
. K
óp
aaavv
o
Eins og svo oft áður eru það Hollywood-stjörn-
urnar utan keppni sem stela senunni í Cannes. Í
dag var það enginn annar en Woody Allen. Nýjasta
mynd hans, Vicki Christina Barcelona, er tekin upp
í Barcelona og er með Javier Bardem, Penelope
Cruz, Scarlett Johansson og nýstirninu Rebecca
Hall í aðalhlutverkum.
Myndin ber með sér einkenni Allens-mynd-
anna en er langt frá því að vera hans besta mynd.
Ástarflækja fjögurra einstaklinga fléttast í ótrú-
legum húmor og drama. Javier og Penelope bera
myndina uppi með stjörnuleik og persónur þeirra eru áhugaverðastar.
Vinkonurnar sem Scarlett og Rebecca leika eru frekar klisjulegar týpur
og samtöl þeirra um lífið og tilveruna eitthvað sem við höfum séð oft
áður. Sérstaklega hjá Woody.
Það ætlaði allt um koll að keyra þegar blaðamenn slógust um að
komast inn í blaðamannaherbergið þar sem blaðamannafundurinn
var haldinn. Troðningurinn var eins og fremst á rokktónleikum og
blaðamenn sýndu hver öðrum klærnar. Færri
komust að en vildu.
Það verður ekki tekið frá Woody að hann er
einn mesti snillingur sem starfar í kvikmynda-
heiminum í dag. Og einn mesti snillingurinn í
Cannes. Woody lék við hvern sinn fingur, í fylgd
með Penelope og Rebeccu, og var óborganlega
fyndinn. Penelope Cruz sannaði líka að hún er
ein áhugaverðasta leikkonan í bransanum í dag,
jafnframt því að vera ein sú fegursta. Woody líður
greinilega vel í Cannes en hann leggur ekki í vana
sinn að ferðast eins og frægt er. Hann hélt sig á Manhattan-eyju um
árabil vegna hræðslu við að ferðast.
Það fer mikið fyrir öðrum kappa í dag, sjálfum hnefaleikakappanum
Mike Tyson. Ekki dæmigerður gestur á kvikmyndahátíð en ný heimild-
armynd um Tyson er sýnd í Un Certain Regard-flokknum. Opinská og
einlæg mynd en samt sem áður sorglegt að sjá eina helstu íþrótta-
stjörnu í heimi hálfheiladauða, dapra og slappa.
CANNES 2008 HANNA BJÖRK VALSDÓTTIR FYLGIST MEÐ BESTU KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í HEIMI
Woody Allen og Mike Tyson