Fréttablaðið - 18.05.2008, Síða 87

Fréttablaðið - 18.05.2008, Síða 87
SUNNUDAGUR 18. maí 2008 27 „Krúttið er dautt. Það er allt í lagi að klæða sig eins og krútt en það er enginn að hlusta á þessa tónlist lengur,“ segir útvarpsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson hjá X-inu 977 sem hefur breytt spilunarlista sínum. „Krúttið er ekkert ósvipað og þetta ömurlega góðærisfyrirbæri sem allir héldu að væri hinn nýi sannleikurinn en viti menn, krepp- an kom og líka hjá krúttunum.“ Að sögn Þorkels Mána verður spilunarlisti stöðvarinnar svipað- ur og áður fyrir utan það að krútt- sveitir fá minna vægi, sérstaklega þær erlendu. „Hlustendur eru ekki að fíla krútt-tónlistina. Þeir vilja meira rokk og meiri greddu.“ Eldri sveitir á borð við Led Zeppelin, Deep Purple og gítar- snillinginn Jimi Hendrix hljóta sem fyrr ekki náð fyrir augum X- ins. „Ég vil taka það fram að Zepp- elin er frábær hljómsveit en hún verður ekki spiluð hér á X-inu. Við erum ekki að fara að spila gamalt rokk og við spilum í mesta lagi eitt og eitt „eitís“-lag með böndum eins og The Clash og The Smiths. Þorkell Máni segir að X-ið hafi fyrrum spilað mikið af nýju efni sem hafi ekki enn náð vinsældum hér heima. „Við erum ekki að taka inn nýtt efni jafnhratt og áður. Við höfum oft verið svo mikið á undan „hæpinu“ og það var að bíta okkur svolítið í rassinn. Við erum alltaf nýjastir og ferskastir en það þarf stöðugt að vera endurnýjun í gangi.“ - fb Krúttin lenda í kreppunni ÞORKELL MÁNI OG FROSTI Rokkararnir á X-inu hafa breytt spilunarlista sínum og dregið úr krútt-áhrifunum. Þriðjudaginn 27. maí kl. 8:30-11:10 á Grand Hótel Reykjavík, Hvammi, Sigtúni 38. Rannsóknir í fyrirtækjum R A N N S Ó K N A Þ I N G H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • www.rannis.is Alþjóðlegar samanburðarmælingar sýna að Íslendingar hafa dregist aftur úr í nýsköpunar- og þróunarstarfi í atvinnulífinu á undanförnum árum og er brýnt að auka hvata til að snúa þeirri þróun við. Í fámennu landi er mikilvægt að sameina kraftana. Vísinda- og tækniráð hefur í framtíðarsýn sinni til 2020 m.a. lagt áherslu á virkt samstarf fyrirtækja, háskóla og stofnana í rannsóknum, nýsköpun og þróunarstarfi. Öflugar rannsóknir eru undirstaða þekkingarþjóðfélagsins og brýnt að hvetja sem flest fyrirtæki til þess að þær verði reglulegur þáttur í starfsemi þeirra. Dagskrá 8.30 Setning. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra 8.45 Rannsóknir í íslenskum fyrirtækjum. Hver er staðan nú? Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar 9.00 Rannsóknir í sprotafyrirtækjum. Kristján Leósson, Háskóla Íslands (Hvatningarverðlaun 2007) Björn Örvar, ORF Líftækni (Nýsköpunarverðlaun 2008) Vilbjörg Einarsdóttir, Mentor (Vaxtarsprotinn 2008) 9.45 Nauðsyn rannsókna í fyrirtækjum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Askar Capital 10.00 Pallborð. Hvernig er hægt að örva fyrirtæki til rannsókna? Þingmennirnir Illugi Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Birkir Jónsson sitja í pallborði. Stjórnandi er Þorlákur Karlsson prófessor, forseti viðskiptadeildar HR Dagskrá vegna hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 10.30 Tónlist. Ragnheiður Gröndal söngkona og Guðmundur Pétursson gítarleikari 10.45 Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs, afhendir Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs. Jakob K. Kristjánsson formaður dómnefndar gerir grein fyrir niðurstöðu nefndarinnar 11.10 Rannsóknaþingi slitið Fundarstjóri Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís IÐNAÐAR RÁÐUNEYTIÐ FORSÆTIS RÁÐUNEYTIÐ MENNTAMÁLA RÁÐUNEYTIÐ Rannsóknaþingið er öllum opið. Þinggestir eru vinsamlega beðnir að skrá sig með tölvupósti til rannis@rannis.is eða í síma 515 5800 A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.