Fréttablaðið - 18.05.2008, Blaðsíða 91
SUNNUDAGUR 18. maí 2008 31
HANDBOLTI Claes Hellgren hefur
leiðbeint markmönnum í 34 ár og
miðlaði því af mikilli reynslu til
þeirra sem sóttu námskeið hans í
gær. Fimm markmenn tóku þátt í
verklegum æfingum og yfir 30
manns fylgdust með og lærðu.
Meðal þeirra voru þjálfarar í
úrvalsdeild karla á borð við Patr-
ek Jóhannesson hjá Stjörnunni og
Óskar Bjarna Óskarsson hjá Val.
Guðmundur Guðmundsson lands-
liðsþjálfari leit einnig við.
Þegar Fréttablaðið bar að garði
var Hellgren að leiðbeina mark-
mönnum í verklegri æfingu.
Nokkrir strákar komu inn úr horn-
inu og Hellgren skipti um mark-
menn eftir hentugleika. Svo leið-
beindi hann þeim nákvæmlega
hvernig þeir ættu að bera sig að,
sagði hvað var gott og hvað
mætti bæta.
Hann tók markmenn líka á
eintal og gaf þeim góð ráð.
Auk þess kallaði hann á
þjálfara eins markmannsins
og sagði honum hvað hann
ætti sérstaklega að æfa.
Sannarlega ítarlegar leið-
beiningar og góður skóli
fyrir reynslumikla mark-
menn sem og þá sem eru að
koma upp.
Ísland stutt frá verðlaunum
Björgvin Páll Gústavsson
sótti námskeið hjá Hellgren
í fyrra og hefur hann einnig
staðið fyrir markmanns-
skóla á Íslandi. Hann og HSÍ
unnu saman að því að fá
Hellgren til landsins. Hann
er á því að með betri mark-
mönnum myndi Ísland vinna
fljótlega til verðlauna á stór-
móti.
„Ef Íslendingar ættu
aðeins betri markmenn gætu
þeir unnið til verðlauna á
stórmótum. Þeir spila það
vel og það vantar lítið upp á.
Ef þeir fengju markmann
sem varði eins og Hreiðar
gerði í einum leik á Evrópumót-
inu, í fimm leiki yrði það nóg fyrir
Ísland til að vinna mótið. Þeir hafa
liðið og þjálfarana. Björgvin getur
byrjað á þessu og byggt upp góða
kynslóð markmanna.
Ísland á marga góða markmenn
og þeir sem eru hér núna verða
sendiherrar markmanna héðan
frá Íslandi í framtíðinni. Þeir hafa
áhugann og þeir þurfa að byggja
grunninn. Það eru líka góðir þjálf-
arar hér sem eru að fylgjast með,“
sagði Hellgren.
Skortir einn hlut af þremur
En hvað er það sem íslenskir
markmenn hafa ekki til að komast
í röð þeirra bestu í heimi? „Það
eru þrír hlutir sem markmenn í
heimsklassa hafa, réttan líkama,
tækni og sterka andlega hlið. Það
má ekki taka neinn af þessum þátt-
um út. Flestir markmenn sem ég
hef séð frá Íslandi í gegnum árin
hafa verið með tvo af þessum
þremur hlutum en skort eitt lykil-
atriði. Ég man eftir Einari Þor-
varðarsyni og Guðmundi Hrafn-
kelssyni. Ég hef séð marga góða
en þeir tóku kannski ekki skrefið
til að verða á meðal þeirra bestu.
Til þess vantaði þá eitt atriði,
hvert sem það var,“ sagði Hell-
gren og tók dæmi.
„Ef við tökum Hreiðar
fyrir. Ef hann bætir líkama
sinn þá getur hann orðið
stórkostlegur markmaður.
Hann hefur mikla og góða
tækni sem hann þarf þó
aðeins að bæta líka, en ekki
mikið. Hann hefur andlega
þáttinn og hann er á góðri
leið,“ sagði Hellgren.
Líkami spretthlaupara
Hellgren er mikið í mun
að markmenn séu með rétt
byggðan líkama. „Ég vil að
þeir verði með líkama eins
og spretthlaupara,“ sagði
hann og benti á þegar Guð-
jón Valur Sigurðsson leitaði
til Jóns Arnórs Magnússonar
tugþrautarkappa til að bæta
stökkkraft sinn og snerpu.
„Þeir eiga að líta út eins
og Guðjón Valur. Hann tók
skrefið frá því að vera mjög
góður í að vera í heimsklassa með
því að æfa sig mikið aukalega með
frjálsíþróttaþjálfara. Nú er hann
meðal bestu leikmanna heims.
Markmenn þurfa að hafa líkama
eins og bestu útileikmenn í heimi.
Það þarf að finna menn sem eru
tilbúnir til að leggja þetta á sig.
Það á reyndar ekki að vera erfitt,“
sagði markmannsþjálfarinn.
Grunnurinn lagður
Hellgren fór yfir margt á einum
degi en hamraði þó á þessum þrem-
ur lykilatriðum. „Við kennum þeim
grunninn. Þetta tekur langan tíma.
Námskeiðið mitt er yfirleitt í heila
viku en við troðum þessu saman
hérna á einum degi og því þurf-
um við að velja og hafna nokkr-
um hlutum,“ sagði Hellgren sem
hefur enga tölu á þeim fjölda nám-
skeiða sem hann hefur staðið fyrir.
Hann benti markmönnunum
einnig á að staðsetja sig rétt og
til að mynda lét hann Hreiðar og
Björgvin ekki staðsetja sig eins.
Hreiðar er hávaxnari en Björg-
vin. Hellgren bendir á að hæð
markmanna skipti litlu máli.
„Markmenn geta verið góðir,
sama hversu hávaxnir þeir eru.
Besti markmaður Íslandsmótsins
í ár, Ólafur Gíslason, er til dæmis
ekki hávaxinn. Hann er samt sem
áður góður markmaður. Ef hann
vill verða einn sá besti í heimi
þarf hann að líta út eins og Dejan
Peric,“ sagði Hellgren en Peric
er markmaður serbneska lands-
liðsins. Hann bætti við að Hreiðar
þyrfti að líta út eins og rumurinn
Arpad Sterbic.
Mismunandi, en samt ekki
Hellgren segir að íslensku mark-
mennirnir hafi flestir yfir góðri
tækni að ræða.
„Markmenn eru mismunandi, en
samt ekki, ef þú skilur hvað ég á
við,“ og ringlaður blaðamaður
kinkaði kurteisislega kolli. „Það
þarf bara að vinna með eiginleika
hvers og eins, það er stóra leynd-
armálið. Það er ekki hægt að láta
þá líta út eins og ég vil láta þá líta
út en það er hægt að vinna með
ýmislegt,“ sagði hinn reynslumikli
markmaður sem á heiðurinn að
því hve marga góða markmenn
Svíar hafa átt.
Ný kynslóð að koma upp
„Við höfum alltaf haft markmenn í
Svíþjóð. Peter Gentzel og Tomas
Svensson fengu ekki næstu mark-
menn til að hlusta á sig og því
misst um við dampinn um tíma.
Við byrjuðum því aftur fyrir
þremur árum þar sem það var
ekki hlustað nóg þá. Núna erum
við að fá upp góða kynslóð.“
Hellgren kemur til landsins í
þrjú skipti enn á árinu til að leið-
beina íslenskum markmönnum og
ef marka má áhugann í Digranesi
í gær verður fullt á þeim nám-
skeiðum líka.
hjalti@frettabladid.is
Íslenska mark-
menn skortir
eitt lykilatriði
Hin víðfrægi Claes Hellgren hélt námskeið fyrir
íslenska markmenn í gær. Hann segir íslenska mark-
menn yfirleitt hafa tvö af þremur lykilatriðum sem
markmenn í heimsklassa þurfa að hafa. Fréttablað-
ið leit við á æfinguna í Digranesi og settist niður
með Hellgren eftir eina af verklegu æfingunum sem
hann stóð fyrir.
HANDBOLTI Landsliðsmarkmaðurinn Hreið-
ar Levý Guðmundsson var einn af mark-
mönnunum sem tók þátt í námskeiðinu hjá
Claes Hellgren. Hreiðar leikur nú með
Savehof í Svíþjóð og er ánægður með fram-
takið.
„Þetta er algjör snilld og frábært fram-
tak hjá HSÍ og Bjögga sem mér skilst að
hafi eitthvað með þetta að gera,“ sagði
Hreiðar og átti þar við Björgvin Pál Gúst-
avsson.
Hreiðar sendir skilaboð til þjálfara á
Íslandi sem hann segir oft skorta þekkingu
á markmannsþjálfun.
Skortir oft þekkingu
„Margir þjálfarar mega taka þessar æfing-
ar til sín, það þarf að gera miklu meira
fyrir markmenn hér á Íslandi. Það er engin
spurning að það þarf að leggja meiri
áherslu á markmannsþjálfun.
Margir þjálfarar viðurkenna sjálfir að
þeir hafa ekki nægilega vitneskju á mark-
mannsþjálfun, þeir hafa oft verið útispilar-
ar sjálfir. Það kemur á móti að markmenn
eins og ég eru ekki að fara að stýra mönn-
um á borð við Snorra Stein hvað einhver
leikkerfi varðar,“ sagði Hreiðar léttur.
Farið yfir alla flóruna
„Hann er að fara í gegnum ýmislegt. Hann
fór í gegnum hugarfarið í morgun, hvernig
búa á til markmið og hann er í raun að fara
í gegnum allan skalann á einum degi. Þetta
er venjulega gert á einni viku þannig að
það verður mikið að melta fyrir okkur eftir
námskeiðið. Engu að síður getur maður
notað þetta mikið. Þetta kemur ekkert einn,
tveir og bingó, heldur æfir maður eftir
þessu áfram,“ sagði Hreiðar sem lýsir
Hellgren sem einum af þeim fremstu á
sínu sviði.
Ánægður með Júggastílinn
Allir markmenn hafa sinn stíl og lýsir Hell-
gren Hreiðari sem austantjaldsmark-
manni. „Fyrst sagði hann mig vera eins og
Rússa og síðan eins og Júgga. Það er bara
fínt. Ég vissi svo sem fyrir að ég væri ekki
þessi liðuga Svíatýpa.
En allir hafa sína eiginleika og byggja á
sínum styrkleikum. Ég hef það kannski
fram yfir aðra að ég get gert mig breiðari
og ég er aðeins hærri. Svo eru þeir með
annað sem ég hef ekki, til að mynda hraða,“
sagði glaðbeittur Hreiðar í Digranesi í gær.
- hþh
Landsliðsmarkmaðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson er ánægður með tilsögnina frá Claes Hellgren:
Vill meiri áherslu á markmannsþjálfun
EINKAKENNSLA Hellgren gefur Hreiðari góð ráð í gær. RÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LEIÐBENINGAR Hellgren miðlar hér af reynslu sinni til markmannanna. Komu hans er lýst sem miklum feng fyrir Handboltasam-
bandið og er mikil ánægja með störf hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÓTRÚLEG REYNSLA Hellgren
byrjaði að kenna markmönnum
þegar hann var barnungur. Þetta
er ár númer 34 hjá honum sem
kennari. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MARKMENN Á NÁMSKEIÐINU
Aron Rafn Eðvarsson (Haukum)
Björgin Páll Gústavsson (Bittenfeld)
Björn Ingi Friðjónsson (Fram)
Hreiðar L. Guðmundsson (Savehof)
Ólafur Haukur Gíslason (Val)