Fréttablaðið - 29.05.2008, Síða 4

Fréttablaðið - 29.05.2008, Síða 4
4 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR Viðskiptavinir í Stofni fá fjölbreytt úrval af hjólahjálmum á 30% afslætti í Markinu, Ármúla 40, 108 Reykjavík. ENN EINN KOSTUR ÞESS AÐ VERA Í STOFNI 30% AFSLÁTTUR AF HJÁLMUM VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 22° 24° 22° 22° 21° 25° 20° 20° 27° 28° 29° 19° 26° 22° 24° 21° 20° Á MORGUN Hæg, breytileg átt 1 LAUGARDAGUR Stíf vestanátt 5-13 m/s 13 13 14 13 11 11 11 10 12 12 12 3 5 3 4 4 6 4 5 3 3 13 13 12 1611 HELGARHORFUR Seint á morgun eða annað kvöld gengur úrkomuloft inn á landið vestanvert. Þessi bakki geng- ur austur yfi r land aðfaranótt laugardags og má því búast við vætu norðaustan til fyrir hádegi þann dag. Eftir hádegi léttir til norðaustan til. Úrkomulítið verður vestan til. Á sunnu- dag fer að rigna suðvestanlands eftir hádegi en bjart verð- ur norðaustan til. 8 10 12 1210 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur DANMÖRK Íslenskur ferðamaður, Ragnar Davíð Bjarnason, var stunginn sjö sinnum í kvið, bak og handlegg í söluturninum Bobbys Kiosk á horni Istedgade og Colbjörnsengade nærri járn- brautarstöðinni í Kaupmanna- höfn í fyrrakvöld. Móðir hans, Helga Þórey Heið- berg, hafði ekki frétt af árásinni síðdegis í gær þegar Fréttablaðið hafði samband við hana en hún hringdi strax í hann á sjúkrahús- ið. Henni var mjög brugðið en var létt eftir að hafa talað við son sinn og sendiráðsprestinn í Kaup- mannahöfn. „Hann er mjög illa haldinn og getur lítið talað en hann fór í aðgerð,“ segir Helga Þórey eftir samtalið við son sinn. Hún segir að hann hafi verið þreyttur eftir aðgerðina en getað sagt henni að óeinkennisklæddir lögreglumenn hafi verið nálægt söluturninum og þeir komið í veg fyrir frekari átök. Hún gerir ráð fyrir að fara fljótlega út til sonar síns. Ragnar Davíð var með félaga sínum á ferð í Danmörku þegar árásin átti sér stað. Þeir höfðu náð í farangur sinn og ætluðu að skipta um hótel og komu við í versluninni til að kaupa frelsis- kort í síma. Til orðaskipta kom milli Ragnars Davíðs og staðar- haldarans og félaga hans sem fyrir voru í versluninni og færð- ist hiti í leikinn. Átökin bárust út á götu og endaði með því að Ragn- ar Davíð var stunginn. Óeinkennisklæddir lögreglu- menn voru fyrir tilviljun í nágrenninu og komu strax á stað- inn. Ragnar Davíð fékk sam- stundis aðhlynningu og var færð- ur á Ríkisspítalann í Kaup mannahöfn. Hendrik Svindt, yfirmaður hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, segir að hann sé ekki í lífshættu en gerð hafi verið aðgerð á honum og líðan hans sé stöðug. Hann verði senni- lega á sjúkrahúsinu í þrjá til fjóra daga. Svindt segir að ekki sé vitað um hvað rifrildið snerist. Lög- reglan hafi strax handtekið árás- armanninn og félaga hans en árásarmaðurinn hafi verið búinn að henda frá sér hnífnum. Lög- reglan hafi rætt við Ragnar Davíð á sjúkrahúsinu í gær en orðið að láta frekari yfirheyrslur bíða til morguns. Búist var við að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir árásarmann- inum og jafnvel félaga hans líka en samkvæmt B.T. voru þeir látn- ir lausir í gær. Ragnar Davíð var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, líkamsár- ás og árás á lögreglumann haust- ið 2000. - ovd/ghs GENGIÐ 28.05.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 147,8522 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 73,17 73,51 144,56 145,26 114,76 115,4 15,381 15,471 14,588 14,674 12,295 12,367 0,6991 0,7031 119,16 119,88 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Tívolí Járnbrautastöð Iste dga de Berntoftsgade Re ver dils gad e Reventlow sgade Colbjørnsensgade Á sjúkrahúsi eftir hníf- stungu í Kaupmannahöfn Móðir Íslendingsins sem var stunginn í maga og bak í Kaupmannahöfn í fyrradag hafði ekki frétt af árásinni síðdegis í gær þegar Fréttablaðið hafði samband við hana. Maðurinn er úr lífshættu en verður í nokkra daga á sjúkrahúsi. ÁRÁSARSTAÐURINN Íslendingurinn var stunginn á Bobbys Kiosk nærri járnbrautar- stöðinni í Kaupmannahöfn, eins og sjá má á þessu korti. ÍBÚAR Á COLBJÖRN- SENSGADE 15 Camilla Krogh Holgersen, íbúi í húsi númer 15 við Colbjörn- sensgade, segist hafa heyrt hróp og köll fyrir utan húsið og farið út í glugga til að sjá hvað væri um að vera. Þá hafi hún séð blóð á götunni og fljótlega hafi sjúkrabíll verið kominn á vettvang. Þá hafi hún einnig séð meinta árás- armenn handtekna. Camilla er þrátt fyrir þetta ekki hrædd við að versla í söluturninum. Henni sé þó brugðið enda um afar ógeðfellt mál að ræða. Í sama streng tekur Jonas Abrahamsen, íbúi í sama húsi. „Ég sá ekki þegar maðurinn var stunginn heldur bara það sem fylgdi í kjölfarið, þegar lögreglan kom á vettvang og handtók þá sem eru grunað- ir.“ Hávaði utan við húsið dró hann einnig að glugganum. „Þetta er leiðindaatburður en hins vegar er þetta ekki gott hverfi svo að maður er orðinn vanur því að það séu einhver læti í gangi.“ LÖGREGLUMÁL Máli Magnúsar Skúlasonar geðlæknis og Óskars Arnórssonar, sem titlar sig áfeng- isráðgjafa, hefur verið vísað til lögreglu að sögn Matthíasar Hall- dórssonar aðstoðarlandlæknis. Magnús varð uppvís að því að svíkja út ávanabindandi lyf til eigin neyslu í nafni skjólstæðinga sinna. Óskar sótti lyfin í lyfjabúð- ir en hefur nú viðurkennt að hafa afhent Magnúsi þau öll. Brynjar Níelsson hæstaréttar- lögmaður telur að Magnús gæti átt yfir höfði sér sex til tólf mán- aða fangelsivist. Hann telur erfitt að segja til um hve löng skilorðs- bundin refsing gæti orðið þar sem hann hann muni ekki eftir hlið- stæðu máli. Magnús missti fyrir tæpu ári réttindi sín til að ávísa ávanabind- andi lyfjum. Hann fékk því tvo starfsbræður sína til að skrifa upp á lyf sem hann sagði ætluð sjúk- lingum sínum. Óvíst er til hvaða aðgerðar verður gripið í máli þeirra en Sigurður Guðmundsson landlæknir sagði í gær að þótt þeir hefðu skrifað upp á lyf í góðri trú bæru þeir enn ábyrgð á lyfjaávís- unum sínum. Matthías segir vonir standa til þess að þær breytingar sem nú verða á Sogni í kjölfar brottvikn- ingar Magnúsar verði til þess að efla starfið á Sogni. Annar maður hefur verið ráðinn til að stjórna stofnuninni og von er á öðrum geð- lækni auk reynslumikils iðjuþjálfa þar til starfa. - kdk Landlæknisembætti vísar máli Magnúsar Skúlasonar geðlæknis til lögreglu: Gæti þurft að dvelja í ár í fangelsi MATTHÍAS HALL- DÓRSSON BRYNJAR NÍELSSON ALÞINGI Vinnu við frumvarp um bætur til manna sem beittir voru ofbeldi á Breiðavíkurheimilinu er enn ólokið. Er það til vinnslu í forsætisráðuneytinu og er stefnt að því að leggja það fram í haust. Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagði á Alþingi í gær að málið væri langt komið en þó enn á vinnslustigi. Í vetur lýsti hann vonum um að hægt yrði að leggja það fram fyrir þinglok nú í vor. Sagði hann það miður að ekki hefði tekist að ljúka málinu. - bþs Bætur til Breiðavíkurdrengja: Frumvarpið bíður haustsins KJARAMÁL Öll aðildarfélög BHM utan eins hafa samþykkt að hefja formlega samvinnu í kjaravið- ræðum við ríkið. Fyrsti sameigin- legi fundur 22 aðildarfélaga með samninganefnd ríkisins mun fara fram hjá ríkissáttasemjara í dag. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að í því felist ekki framsal á samnings- rétti, félögin muni eftir sem áður semja hvert fyrir sig. „Það hefur verið sterk krafa að við kæmum saman,“ segir Guðlaug. Kröfugerðin sé svipuð og verið hafi, að kaupmáttar- skerðing verði ekki meiri en hjá öðrum hópum. - bj Aukin samvinna innan BHM: Skerðing svipuð og hjá öðrum VARNARMÁL Svonefndar AWACS- vélar Atlantshafsbandalagsins, stórar þotur búnar ratsjá, sem eru í raun fljúgandi stjórnstöð loftvarna, hafa í þessari og síðustu viku verið við æfingar með frönsku Mirage 2000- orrustuþotunum sem eru nú við loftrýmiseftirlit hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er um að ræða eigin vélar NATO, sem hafa bækistöðvar í Geilenkirchen í Norðvestur-Þýskalandi. Um borð er 29 manna fjölþjóðleg áhöfn. Æfingarnar snúast um að þjálfa herlið NATO í að bregðast við hættuástandi sem kallar á loftvarnaviðbrögð með orrustu- þotum. - aa Loftvarnaæfingar yfir Íslandi: AWACS-ratsjár- vélar á æfingu FLJÚGANDI STJÓRNSTÖÐ Ein AWACS-vél NATO var hér við æfingar í síðustu viku og önnur er hér í þessari. NORDICPHOTOS/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.