Fréttablaðið - 29.05.2008, Síða 11

Fréttablaðið - 29.05.2008, Síða 11
FIMMTUDAGUR 29. maí 2008 11 STJÓRNMÁL Fimm daga heimsókn hr. Herrys Mané, ráðherra við- skipta, ferðamála og handverks í Afríkuríkinu Gíneu-Bissá, til Íslands hófst í gær. Meðal þess sem ráðherrann mun kynna sér á Íslandi eru ferða- þjónusta, verslunarrekstur, orku- framleiðsla, landbúnaður og fjar- skiptarekstur. Í gær skoðaði hann Búrfellsvirkjun en í dag mun hann meðal annars heimsækja Alþingi þar sem hann á fund með Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur utan- ríkisráðherra. Auk þess á hann fundi með stjórnendum Háskól- ans í Reykjavík og Útflutnings- ráði. Ráðherrann á svo fundi með Björgvini G. Sigurðssyni við- skiptaráðherra og Össuri Skarp- héðinssyni, ráðherra iðnaðar- og ferðamála, og ræðir við þá aukin samskipti ríkjanna. Þá mun hann sækja tónleika hljómsveitarinnar SuperMama Djombo frá Gíneu-Bissá en hljóm- sveitin heldur tvenna tónleika hér á landi og eru þeir þáttur af Lista- hátíð í Reykjavík. Heimsókn Manés lýkur laugar- daginn 31. maí næstkomandi en með henni er hann að endurgjalda heimsókn Björgvins G. Sigurðs- sonar viðskiptaráðherra til Gíneu- Bissá. - ovd Ráðherra viðskipta, ferðamála og handverks í Gíneu-Bissá heimsækir Ísland: Kynnir sér orkuframleiðslu og ferðaþjónustu RÁÐHERRAR VIÐSKIPTAMÁLA Herry Mané og Björgvin G. Sigurðsson í heimsókn þess síðarnefnda til Gíneu-Bissá í mars á þessu ári. FÉLAGSMÁL Álfasala SÁÁ hófst í gær þegar Jóhanna Sigurðardótt- ir, félags- og tryggingamálaráð- herra, keypti fyrsta álfinn og sýndi þannig velvilja sinn gagnvart því forvarnarstarfi sem unnið er á unglingadeild SÁÁ. Er þetta í nítjánda sinn sem hin árlega álfasala fer fram en allur ágóði af sölunni er til styrktar unglingadeildinni að Vogi þangað sem milli tvö og þrjú hundruð ungmenni undir 20 ára aldri koma árlega. Var deildin tekin í notkun í byrjun árs 2000 en með tilkomu hennar var þjónusta við vímu- efnaneytendur á aldrinum 14 til 19 ára stóraukin og bætt. - ovd Sala á álfum SÁÁ hófst í gær: Jóhanna keypti fyrsta álfinn FYRSTI ÁLFURINN FÓR Á ÖXLINA Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og trygg- ingamálaráðherra, keypti fyrsta álf SÁÁ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEILBRIGÐISMÁL „Tóbakslaus framtíð“ er þema alþjóðlega tóbakslausa dagsins í ár en dagurinn er haldinn 31. maí ár hvert. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á ungt fólk og mun Lýðheilsustöð standa fyrir málþingi á Grand hóteli föstudag- inn 30. maí. Á þinginu mun heilbrigðisráðherra afhenda þeim viðurkenningu sem þykir hafa skarað framúr í tóbaksvörnum og tóbaksmeðferð á Íslandi. - ovd Tóbakslausi dagurinn: Tóbakslaus framtíð ÚTGÁFUMÁL Símaskráin 2008 er komin út og að þessu sinni er hún myndskreytt af Hugleiki Dags- syni. Meðal breytinga frá fyrri skrám er að í sjö landsbyggðar- hlutum skrárinnar er nöfnum raðað í stafrófsröð í stað þess að hvert bæjarfélag sé tekið fyrir í einu. Þá hafa gulu síðurnar verið færðar fremst í skrána og er efnisyfirlit þeirra nú einnig á ensku og pólsku, auk íslensku. Enn fremur hafa bæst við upplýsingar um sundlaugar, golfvelli og viðburði um land allt. Símaskráin er prentuð í 200 þúsund eintökum og fæst hefðbundið eintak endurgjalds- laust en harðspjaldaútgáfan kostar 700 krónur. Hana má nálgast á afgreiðslustöðvum Póstsins. - ovd Símaskráin 2008 komin út: Ný skrá með myndasögu ALÞINGI Á tíu árum hefur land sem lagt er undir kornrækt á Íslandi þrefaldast. Árið 1998 voru 1.200 hektarar lagðir undir kornrækt en 3.600 hektarar á síðasta ári. Útlit er fyrir að sáð verði í um 4.500 hektara á þessu ári. Á sama tíma hefur uppskeran vaxið úr 4.680 tonnum árið 1998 í rúm 11.500 tonn á síðasta ári. Þessar upplýsingar koma fram í svari Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. - bþs Þróun kornræktar á áratug: Talsverð aukn- ing í kornrækt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.