Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2008, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 29.05.2008, Qupperneq 12
12 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR GULLUNGI Silfurapamóðir í apa- miðstöð Japans í Inuyama heldur á gulllituðum unga sínum, sem fæddist fyrir helgi. Hann vó 350 grömm og mældist 20 sentímetrar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MANNRÉTTINDI „Það er ekkert annað en hneyksli að Amnesty International þurfi í ár að gefa enn einu sinni út svarta skýrslu sem er upp á nærri 400 síður,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeild- ar Amnesty International, þegar hún kynnti nýja ársskýrslu sam- takanna í gær. Mannréttindasamtökin gagn- rýna harðlega bæði Bandaríkin og Evrópuríki í skýrslunni, sem kynnt var í gær. Bandaríkin eru sögð hunsa alþjóðalög með mjög svo augljós- um hætti, og Evrópusambands- ríki eru sökuð um tvískinnung í mannréttindamálum. „Sem valdamesta ríki heims leggja Bandaríkin stjórnvöldum í öðrum ríkjum línurnar um hegð- unarviðmið,“ segir í ársskýrsl- unni. Samt hafi Bandaríkin, „með þvílíkum lagaflækjum að menn standa á öndinni, haldið áfram að grafa undan algeru banni við pyntingum og annarri illri með- ferð“. Háttsettir ráðamenn neituðu að fordæma hinar alræmdu vatnspyntingar og Bandaríkja- forseti heimilar leyniþjónustunni CIA að halda áfram leynilegum handtökum og yfirheyrslum. Næsti forseti Bandaríkjanna, sem kosinn verður í haust, er meðal annars hvattur til að nota næsta kjörtímabil til þess að loka fangabúðunum við Guantánamo á Kúbu og annaðhvort láta fang- ana lausa eða draga þá fyrir almenna dómstóla í Bandaríkjun- um. Tvískinnungur Evrópusam- bandsins er meðal annars sagður birtast í því að strangar kröfur eru gerðar í mannréttindamálum til þeirra ríkja, sem sækja um aðild að sambandinu, en þegar þau eru svo kominn in fyrir þá geta þau í raun farið sínu fram að mestu án þess að þurfa að svara til saka. „Sannleikurinn er sá að Evr- ópusambandið er ófært um að kalla aðildarríki sín til ábyrgðar í mannréttindamálum sem falla utan laga Evrópusambandsins.“ „Við erum að sjá breyttan heim, sem lýsir sér í því að ríki sem áður höfðu vægi til að gagnrýna mannréttindabrot hafa í raun ekki efni á því lengur,“ segir Jóhanna. „Einnig eru að koma ný ríki inn á sviðið sem hafa engan áhuga á mannréttindum,“ bætir hún við, og á þar meðal annars við Kína, sem hikar ekki við að eiga við- skipti við lönd á borð við Búrma, Súdan og Simbabve. Í ár verða sextíu ár liðin frá því að Sameinuðu þjóðirnar sam- þykktu mannréttindayfirlýsingu sína, en ákvæði hennar eru enn þverbrotin víða um heim. gudsteinn@frettabladid.is Svört skýrsla frá Amnesty Amnesty International gagnrýnir bæði Bandaríkin og Evrópuríki í nýrri ársskýrslu sinni um mannrétt- indabrot í heiminum. Skýrslan endurspeglar minni áhuga valdamestu ríkjanna á mannréttindum. DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðs- bundið fangelsi fyrir að ráðast á konu sem var gestur á heimili hans í Hveragerði. Maðurinn réðst á konuna með höggum og spörkum bæði í andlit og líkama. Hún hlaut marbletti á útlimum og andliti. Í dómnum segir að komið hafi til átaka milli mannsins og konunnar eftir rifrildi þeirra á milli. Maðurinn neitaði sök og sagði konuna hafa barið sig og sparkað í sig. Dómurinn taldi það ekki rétt en hins vegar að það væri sannað að hann hefði veist að konunni og slegið hana í gólfið. - jss Dæmdur fyrir líkamsárás: Lúbarði gest- komandi konu ALÞINGI Vitað er um eitt tilvik þar sem verslun hefur verið lokað vegna brota á reglugerð um smásölu tóbaks. Fáum áminning- um hefur verið beitt undanfarin ár vegna brota á reglum. Þetta kemur fram í svari umhverfisráðherra við fyrirspurn Þuríðar Backman, VG, um eftirlit með útsölustöðum tóbaks. Í svarinu kemur jafnframt fram að fáir útsölustaðir hafi sótt um undanþágu frá aldurstakmörkum afgreiðslufólks og að ráðherra telji heilbrigðiseftirlit sveitarfé- laganna hafa nægilegt bolmagn til að sinna eftirliti með útsölustöð- um tóbaks. - bþs Brot á lögum um tóbakssölu: Einu sinni lokað Opna á A-Evrópubúa Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti upplýsti í gær að 1. júlí myndu Frakkar falla frá fyrirvara við frjálsa för launafólks frá Póllandi og sjö öðrum nýjustu aðildarríkjum ESB. Fyrirvarinn mun þó gilda um sinn áfram fyrir Rúmeníu og Búlgaríu. FRAKKLAND Spurt um tilskipanir ESB Atli Gíslason, VG, hefur lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um hve margar tilskipanir ESB bíði innleiðing- ar og upptöku. Spyr hann einnig um tímafresti óinnleiddra tilskipana og hvort eftirlitsstofnun EFTA hafi gert athugasemdir við drátt á innleiðingu. ALÞINGI HEILBRIGÐISMÁL Umræðan um brot Magnúsar Skúlasonar, geðlæknis á Sogni, sem vikið hefur verið frá störfum fyrir að svíkja út lyf í nafni skjólstæðinga sinna hefur reynt mjög á starfsfólkið á réttargeð- deildinni að sögn Drífu Eysteins- dóttur, deildarstjóra þar. Drífa segir að vegna eðlis stofnunarinnar og þagnarskylduákvæða geti starfs- menn ómögulega svarað fyrir ein- staka ásakanir en fullyrðir að allir leggi sig fram við að veita skjól- stæðingunum sem þar dvelja hina bestu þjónustu. Óskar Reykdalsson, fram- kvæmdastjóri lækninga á Heil- brigðisstofnun Suðurlands, vonar að sú umræða sem farið hefur fram um Sogn verði til jákvæðrar upp- byggingar starfseminnar. Hann segir fólk sem dvelur á Sogni ávallt meðhöndlað eins og best verður á kosið. Óheppilegt sé að svara fyrir mál einstaka skjólstæðinga. „Það er þó rétt að margt má betur fara í tengslum við húsakynnin á Sogni. Við teljum þó miklar líkur á að heil- brigðisráðuneytið gangi í að vinna að því að frekari úrbætur á Sogni verði innan skamms,“ segir Óskar en fyrir tveimur árum skilaði vinnuhópur frá heilbrigðisráðu- neytinu áliti þar sem fram kom að nauðsynlegt væri að stækka deild- ina úr sjö rýmum í um það bil 20 og gera ýmsar viðbætur til að auka enn á gæði þjónustunnar. Óskar bendir þó á að mjög góður árangur hafi náðst innan Sogns þótt þar dvelji afar erfiður hópur. - kdk Umræða um brot Magnúsar Skúlasonar reynir á starfsfólk réttargeðdeildarinnar: Kapp lagt á að efla Sogn RÉTTARGEÐDEILDIN Aðstoðarlandlæknir vonast til að umræðan á Sogni í kjölfar brottvikningar Magnúsar Skúlasonar geðlæknis verði stofnuninni til góða. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.