Fréttablaðið - 29.05.2008, Page 16

Fréttablaðið - 29.05.2008, Page 16
16 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ ■ Í olíuhreinsunarstöð er með hjálp efnafræðilegra ferla elds- neyti með mismunandi löngum kolefniskeðjum unnið úr hráolíu. Í ferlinu er hægt að brjóta upp lengstu kolefniskeðjurnar (úr þungolíu) en það borgar sig ekki að búa til lengri keðjur úr styttri og breyta þannig til að mynda bensíni í dísilolíu. Næst á eftir vökvagasi (LPG) er léttasta afurðin bensín. Um 30-40 prósent framleiðslunnar er bensín, 40-50 prósent er millilétt olía (steinolía, dísil), 1-20 prósent er tjara, vax og þungolía. OLÍUHREINSUN: 30-40 PRÓSENT BENSÍN Mannréttindabrot? „Niðurstöður mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna eru ótvíræður áfellisdómur yfir kvótakerfi með leigu- og sölurétti á óveiddum fiski, sameiginlegri auðlind Ís- landsmiða.“ GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON Í ELDHÚSDAGSUMRÆÐUM Á ALÞINGI Fréttablaðið 28. maí Að tjaldabaki „Útlendingarnir stjórna þessu alfarið. Við vildum hafa tjöld eða skjái en þeir vildu það ekki. Við vildum hafa sviðið hærra en þeir ekki. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir.“ ÍSLEIFUR ÞÓRHALLSSON TÓN- LEIKAHALDARI UM AÐBÚNAÐ Á TÓNLEIKUM BOBS DYLAN Fréttablaðið 28. maí „Mér blöskruðu þessi viðbrögð lögreglumannsins.“ segir Ágúst Bogason útvarpsmaður um umtalað atvik í verslun 10-11 í Grímsbæ. Myndbandsupp- taka sem birtist á síðunni youtube.com sýnir lögregluman taka ungan pilt kverkataki þegar hann neitar að tæma vasa sína. „Drengurinn virtist ekki vera ógnandi á nokkurn hátt og því sýndi lögreglan allt of mikla hörku gagnvart ekki eldri manni. Þó svo að pilturinn hefði verið að stela tyggjópakka, kókflösku eða hverju sem er, þá réttlætir það ekki þessi viðbrögð.“ Ágúst segist vona að framganga þessa ákveðna lögregluþjóns sé ekki dæmigerð fyrir stéttina. „Ég tel að lögreglan sé almennt að standa sig vel og sinna alls kyns skíta- djobbum sem aldrei er fjallað um í fjölmiðlum. Hins vegar eru hálfvitar í öllum stéttum sem koma óorði á heildina, og þessi einstaklingur er eitt af þessum rotnu eplum. Hann hefði eflaust gott af því að stjórna umferð eitthvað fram á sumarið, áður en hann verður sendur í svona útkall aftur.“ SJÓNARHÓLL LÖGREGLUÞJÓNN TEKUR PILT KVERKATAKI Í VERSLUN 10-11 Hálfvitar í öllum stéttum ÁGÚST BOGASON Útvarpsmaður. Tamor + „Í vinnunni er aðallega að frétta þessi frábæri árangur sem við erum að ná með verkefninu Á allra vörum sem hún Gróa Ásgeirsdóttir kom með til okkar,“ segir Gústaf Gústafsson, markaðs- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélags Íslands. „Það er ævintýri líkast. Við áætluðum mjög bjartsýn að selja um 10 þúsund gloss en það er komið upp í tæplega 16 þúsund og lítur út fyrir að við seljum kringum 30 þúsund gloss í sumar. Svo vorum við að fá niðurstöður úr Capac- ent-könnun út af átakinu okkar, Karlmenn og krabbamein. Niðurstöðurnar voru framar öllum vonum. Karlmenn tóku átakinu mun betur en við bjuggumst við og þorðum að vona. Átakið gekk út á að kynna fyrir karlmönnum einkenni krabba- meins og læra að þekkja einkenni krabbameins. Það er gríðarlega mikilvægt að greina krabba- mein snemma og Krabbameinsfélagið hefur ekki mikið verið að herja á karlmenn. Þetta var fyrsta alvöruátakið okkar í þeim málum. Samkvæmt könnun Capacent tóku um 75 prósent karlmanna eftir átakinu. Við höfum fengið upplýsingar frá þvagfæraskurðlæknum um auknar tímapantanir þannig að það gekk framar vonum að öllu leyti. Þörfin var greinilega mjög mikil. Sumarið er að koma, veiðin er byrjuð og golfið líka. „Allir eru að fara út úr kofanum og út í garð. Við erum að fara í sumarfrí öll fjölskyldan til Þýskalands í byrjun júní, í Svartaskóg og Rínardalinn. Ég fer á einn leik á EM í Basel í Sviss og hlakka mikið til þess.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GÚSTAF GÚSTAFSSON HJÁ KRABBAMEINSFÉLAGINU: Niðurstöður átaksins framar vonum Dr. Katherine Flegal og dr. Linda Bacon hafa báðar rannsakað samband þyngdar og heilsu, á ólíkan hátt þó. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars leitt í ljós að offita teng- ist færri dauðsföllum en áður hefur verið talið. Þær flytja erindi á málþingi í Háskól- anum í Reykjavík í dag. Málþingið hefst klukkan 13. „Offita hefur vissulega aukist á síðustu árum, en lífslíkur hafa líka lengst og fólki með hjarta- og æða- sjúkdóma hefur fækkað. Þetta er því mynd sem ekki er auðvelt að púsla saman,“ segir dr. Katherine Flegal. Hún segir að þegar tenging á þyngd við dán- artíðni var rannsökuð hafi dánartíðnin verið mun lægri en búist hafði verið við. „Við skoðuðum sam- bandið á milli allra þessara þátta. Það eru margar rannsóknir sem styðja þetta en þó kemur þetta fólki enn á óvart, meðal annars vegna þess að ofþyngd er talin svo neikvæð.“ Rannsóknirnar beindust einnig að því að kanna tengsl þyngdar við ýmsa sjúkdóma. „Það var engin tenging á milli þyngdar og krabbameins, bara ekki neitt samband þar á milli. Offita hefur svo verið tengd við hjarta- og æðasjúkdóma en við fundum ekkert sem benti til þess,“ segir Katherine. Þegar skoðaðir eru aðrir sjúkdómar sem valda um fjörutíu prósentum dauðsfalla í Bandaríkjunum, bendi margt til þess að því þyngra sem fólk var þeim mun lík- legra var það til að lifa sjúkdómana af. „Rannsóknir dr. Flegal sýna að þær heilbrigðis- hættur sem talað er um að skapist vegna offitu eru mikið ýktar,“ segir dr. Linda Bacon. „Þyngd er í raun ekki eins mikið áhyggjuefni og við erum látin halda. En það að vera of þungur er erfitt fyrir fólk því það verður fyrir fordómum, og þeir sem eru ekki of þungir lifa í stöðugum ótta við fitu. Þetta verður til þess að við verðum hrædd við mat og eigum óheil- brigt samband við líkama okkar.“ Dr. Bacon hefur gert rannsóknir með það að mark- miði að láta fólk sætta sig við líkama sinn og treysta því sem hann segir í stað þess að megra sig. Niður- stöðurnar segir hún hafa verið ótrúlegar. „Kólester- ól og blóðþrýstingur lækkaði, fólk valdi betri mat og hreyfði sig meira, þunglyndi þeirra minnkaði og það var ánægðara með sjálft sig – um leið og við færðum áhersluna frá þyngdinni.“ Bæði dr. Bacon og dr. Flegal eru svo sammála um hvert aðalatriði heilsu- verndar eigi að vera. „Það er mikilvægast að fá fólk til að gera sér grein fyrir því að þyngd og heilsa fer ekki alltaf saman.“ thorunn@frettabladid.is Heilbrigði og þyngd fara ekki alltaf saman DOKTORARNIR Dr. Linda Bacon og dr. Katherine Flegal segja heilsu og þyngd alls ekki alltaf fara saman. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars sýnt að heilbrigðari lífsstíll viðhaldist frekar ef markmið fólks sé ekki að grennast. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓLK „Ég elska Afríku, er fædd þar og hef alltaf haft mikinn áhuga á álfunni,“ segir Charlotte Ólöf Ferrier sem í síðustu viku hélt til Líberíu á vegum IceAid-hjálparsam- takanna. Þar mun hún dvelja í þrjár vikur og aðstoða við byggingu heilsugæslu við heim- ili munaðarlausra barna sem endurbyggt var með aðstoð IceAid árið 2006. Heimilið er í útjarði höfuðborgar- innar Monróvíu en Charlotte segir um áttatíu börn búa á heimilinu. „Þau búa í tveimur húsum þar sem drengirnir búa í öðru húsinu og stúlkurnar í hinu en börnin eru á aldursbilinu fimm til átján ára.“ Hún segir flest börnin hafa misst foreldra sína í borgarastyrjöldinni sem stóð til ársins 2003. En Charlotte fer langt í frá tómhent til Afríku þar sem börn- in á leikskólanum Stakkaborg, þar sem hún vinnur, vildu endi- lega fá að taka þátt í verkefninu. Því varð úr að börnin útbjuggu mynd sem Charlotte tók með sér til Líberíu en myndin er gjöf barna á Stakkaborg til barnanna á heimilinu. Hún segir íslensku börnin hafa haft mik- inn áhuga á verkefn- inu og margar spurn- ingar vaknað við gerð myndarinnar. Þá hafi nokkur þeirra haft á orði að þau væru sjálf heppin að eiga for- eldra og sum lýstu áhuga sínum á að fara til Afríku og hjálpa til þegar þau yrðu eldri. Verkefnið hafi því bæði verði fræðandi og skemmtilegt. - ovd Börnin á Stakkaborg gefa munaðarleysingjum í Líberíu veggspjald um Ísland: Hafa mikinn áhuga á Afríku BÖRN Á LEIKSKÓLANUM STAKKABORG Charlotte og börnin á Stakka- borg ásamt veggspjaldinu um Ísland sem sýnir meðal annars Hallgríms- kirkju, fjöll, jökla og ýmis dýr auk klippimynda af börnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.