Fréttablaðið - 29.05.2008, Side 22

Fréttablaðið - 29.05.2008, Side 22
22 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna 20 1 17 2 20 0 18 4 19 2 18 4 1998 2000 2002 2004 2006 2008 Tölur eru í krónum. Miðað er við meðalverðlag á landinu öllu. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS „Bestu kaupin gerði ég fyrir allnokkrum árum í verslunarferð í Hagkaup- um,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Þá sá ég drapplitaðan frakka sem var svo afskaplega ódýr að ég skellti honum í innkaupakörfuna með matnum. Reyndar notaði ég hann ekki mikið til að byrja með en svo má segja að hans tími hafi komið því hann komst allt í einu í tísku. Þá fór ég að nota hann mikið og tók mig bara nokkuð vel út. Ég notaði hann í mörg ár.“ Þessi góðu kaup gerði Guðjón í hálfkæringi en svo var meira lagt í önnur kaup sem fóru ekki eins vel. Sú saga segir Guðjón að gæti reynst sem víti til varnaðar nú þegar verðbólgan hefur tekið flugið. „Verstu kaupin gerði ég einnig fyrir mörgum árum. Það var þegar ég keypti íbúð í Kópavogi. Þetta var árið 1983 að mig minnir, allavega á tímum mikillar óðaverðbólgu. Ekki nóg með það heldur drógust framkvæmdir á langinn þannig að þetta hnýtti aftan á mig löngum skuldahala sem ég dró lengi á eftir mér. Það er ekki laust við að það setji ennþá að manni hroll þegar talað er um húsnæðismál.“ NEYTANDINN: GUÐJÓN ARNGRÍMSSON UPPLÝSINGAFULLTRÚI Ódýri Hagkaupsfrakkinn komst í tísku Mikið af gömlum raftækjum, sem ekki eru endurunnin á Vesturlöndum, enda á ruslahaugum í Afríku. Það kemur fram í skýrslu Greenpeace, Toxic TecH: Not in our backy- ard, sem sagt er frá á heimasíðu Neytendasamtakanna. Í skýrslunni er sagt frá því að neytendur losa sig við 20 til 50 milljónir tonna af rafeindaúrgangi ár hvert, og Evr- ópubúar einir losa sig við tæpar níu milljónir tonna. Stór hluti tækjanna virkar ekki og fer því beint á ruslahauga. Samkvæmt skýrslu Greenpeace er rafeindaúrgangur því orðinn að alvarlegu umhverfisvandamáli í sumum Afríkuríkjum. ■ Raftæki Gömul raftæki á ruslahaugum í Afríku Ýmsar reglur gilda um réttindi flugfarþega, til dæmis vegna seinkana á flugi og glataðs farangurs. Oft eiga flugfarþegar til dæmis rétt á bótum ef flugáætlanir raskast. Samkvæmt alþjóðlegum reglum ber flugrekanda að bjóða farþegum máltíðir og hressingu, samskiptaaðstöðu, flutning milli flugvalla og gistingu ef svo ber undir, sjái hann fram á að flugi seinki um þrjár klukkustundir eða meira. Ef töfin verður fimm klukkustundir eða lengri verður flugrekandinn að bjóðast til að endurgreiða farmiða. Talsmaður neytenda fjallar nánar um réttindi flugfarþega á heimasíð- unni talsmadur.is. ■ Þjónusta Ýmis réttindi flugfarþega „Það er gamalt og gott húsráð að pakka silfrinu sínu inn áður en það er lagt ofan í skúffu. Best er að nota plastfilmu (sellófan). Það verður til þess að lítið sem ekkert fellur á silfrið og minna þarf að pússa, með öllum þeim leiðindum sem því fylgja.“ Kristinn segist ekki eiga óhóflega mikið af silfri, en sem þjóðfræðingur hefur hann áhuga á gömlum munum. „Annars bý ég ekki yfir fjölda góðra húsráða. Ég er reyndar hetja hjá krökkunum mínum þessa dagana fyrir að fjarlægja geitunga af heimilinu með glasi og blaði.“ GÓÐ HÚSRÁÐ PAKKAR SILFRINU INN ■ Kristinn Schram, forstöðumaður Þjóðfræðistofu, verndar silfrið sitt. Útgjöldin > Verð á Coca-Cola í 2 lítra flösku Fréttablaðið kannaði verð- ið á línuskautum í fjórum verslunum í Reykjavík. Mikill munur er á gæðum og verði skautanna. Hægt er að sækja línuskauta- námskeið til að læra grunnatriðin. Línuskautavertíðin er hafin af fullum krafti. Jón Theodór Jóns- son, sölumaður hjá Intersport, segir skautana hafa byrjað að rjúka út fyrir viku. „Allt stefnir í að við þurfum að panta meira fljótlega. Mér sýnist allir krakk- ar á aldrinum tólf ára og upp úr vera vitlausir í þetta, en það er líka nokkuð um að pör komi saman og splæsi í skauta.“ Jón segir verð skautanna endur- spegla hversu fullkomnir þeir eru. Mestu muni um að dýrari skaut- arnir eru með betri stuðning og legu. Þeir eru einnig sléttari og komast hraðar en þeir sem eru ódýrari. Ódýrasta parið af línu- skautum í fullorðinsstærð hjá Int- ersport kostar 9.900 krónur, meðan dýrasta parið kostar 19.900. Guðný Hansen, verslunar- stjóri hjá Íslensku ölpunum í Skeifunni, segir marga nýgræð- inga í línuskautafræðum hafa keypt sér skauta upp á síðkastið. „Við höfum verið dugleg að aug- lýsa tilboðin okkar og það hefur skilað sér. Við héldum að það yrði meira sala í barnaskautum, en mesta salan hefur verið til fullorðins fólks af öllum þjóð- ernum sem hefur aldrei áður stigið á línuskauta.“ Ódýrustu skautarnir á tilboði hjá Íslensku ölpunum kosta nú 4.498 krónur en voru á 8.998 krónur. Tilboðs- verð á dýrasta parinu er 9.200 krónur en var 12.995 krónur. Samkvæmt Guðnýju gildir til- boðið út júnímánuð. Fréttablaðið kannaði einnig verð á línuskautum hjá Hag- kaupum í Skeifunni og Útilífi í Glæsibæ. Hagkaup hafa til sölu tvær tegundir af skautum og kosta þær báðar 3.990 krónur. Ódýrustu skautarnir hjá Útilífi í Glæsibæ eru á 6.900 krónur, en þeir dýrustu á 22.990. Verðmun- ur á skautum er mikill eftir búðum. Því er vissast að kanna til hlítar hvaða gæði skautarnir hafa upp á að bjóða, til að ganga úr skugga um að fullnægjandi gæði fáist fyrir peninginn. Línuskautar.is hefur síðustu sex ár haldið úti línuskautanám- skeiðum á sumrin. Helgi Páll Þórisson línuskautaleiðbeinandi segir fullorðið fólk duglegast að sækja námskeiðin. „Fólk kemur oft til okkar til að læra grunna- triðin, en það er ekki algilt. Sumir hafa jafnvel skautað í tut- tugu ár, en koma svo á námskeið gagngert til að læra að stoppa.“ Helgi segir vænlegast að tíu til tuttugu manns hópi sig saman og panti sér námskeið. Hver tími er ein og hálf til tvær klukkustund- ir og kostar 1.500 til 2.000 krón- ur á mann, allt eftir fjölda þátt- takenda. kjartan@frettabladid.is Mikill gæða- og verð- munur á línuskautum HOLL HREYFING Línuskautaiðkun er ein hollasta og skemmtilegasta hreyfing sem völ er á. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.