Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2008, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 29.05.2008, Qupperneq 24
24 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is „Þetta kemur ekki á óvart og ég óttast það sem er fram undan,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands- ins. Vanskil við banka og sparisjóði jukust á fyrsta ársfjórðungi, eftir að dregið hafði úr vanskilum frá árinu 2002. Alls eru ríflega þrjátíu milljarðar króna í vanskilum. „Við búumst við frekari aukningu vanskila, að minnsta kosti virðist þróunin vera í þá áttina,“ segir Ragnar Hafliðason hjá Fjármálaeftirlitinu (FME). Hann bendir jafnframt á að þótt vanskil hafi aukist, þá séu hlutföll svipuð og á árunum 2006 og 2007. Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að búast hefði mátt við auknum vanskilum. „Þá er einnig við því að búast að vanskil aukist þegar vaxtakjör verða lántak- endum erfiðari,“ segir Þórólfur, sem jafnframt bendir á að líklegt sé að vanskil aukist þegar kaupmáttur minnkar. „Þá má eiga von á að vanskil aukist þegar verð á veðsetjanlegum eignum á borð við fasteignir og verðbréf lækkar mikið.“ Hann telur þó fullsnemmt að draga ályktanir um framhaldið. Vanskilahlutfall fyrirtækja á fyrsta fjórðungi nam hálfu prósenti, og jókst um 0,2 prósentustig frá áramótum. Vanskilahlutfall einstaklinga jókst um 0,1 prósentustig frá áramótum og var tæplega 0,8 prósent í lok fyrsta fjórðungs. FME bendir á að vanskila- hlutfallið, einkum hjá einstaklingum, hafi lækkað eftir að bankarnir hófu sókn á fasteignamarkaði. Útlánaaukn- ingin samfara því kunni að koma fram í auknum vanskilum síðar. - ikh KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 261 4.804 -0,10% Velta: 16.495 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 6,98 +0,00% ... Bakkavör 34,70 -0,86% ... Eimskipafélagið 20,55 +0,98% ... Exista 10,11 +0,80% ... Glitnir 17,60 +0,29% ... Icelandair Group 20,55 +0,24% ... Kaupþing 777,00 -0,39% ... Landsbankinn 25,55 -0,39% ... Marel 95,30 +0,00% ... SPRON 4,60 +1,10% ... Straumur-Burðarás 11,50 +0,53% ... Teymi 3,31 +0,30% ... Össur 98,20 +0,20% MESTA HÆKKUN FØROYA BANKI +1,62% SPRON +1,10% EIMSKIPAFÉLAGIÐ +0,98% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -0,86% EIK BANKI -0,65% ALFESCA -0,43% Reikna með enn frekari vanskilum VIÐ GJALDKERABORÐIÐ Vanskil við banka og sparisjóði eru byrjuð að aukast, eftir að dregið hafði úr þeim í sex ár í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ónefndur erlendur fjárfestir hefur ákveðið að kaupa hlut í Alfesca, vegna þess að hér þarf hann ekki að greiða skatta. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir jafn- framt að fjárfestirinn kaupi, sam- kvæmt viljayfirlýsingu, tæplega þrettán prósenta hlut í félaginu, fyrir sem nemur ríflega fimm og hálfum milljarði króna. Fjárfestirinn hyggist stofna eignarhaldsfélag hér á landi, til að geyma þessi hlutabréf, vegna nýlegra laga um skattfrelsi sölu- hagnaðar hlutabréfa. - ikh Kom vegna skattfrelsis „Við erum langt frá því að vera bjartsýn. Við spáum samdrætti á næstu tveimur árum. Þótt það sé ágætisgangur í atvinnulífinu nú, þá mun hægja mjög skarpt á í haust og á næstu tveimur árum verður mikill samdráttur,“ segir Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. Fram kemur í nýrri hagspá Alþýðusambandsins, sem birt er undir yfirskriftinni „Gamanið kárnar“, að heimilin dragi úr neyslu á næstu þremur árum, eink- um vegna minnkandi kaupmáttar, vaxandi greiðslubyrði lána og versnandi aðgengis að lánsfé. Þá dragist fjárfestingar veru- lega saman. Hins vegar aukist opinber fjárfesting, sérstaklega í ár. Innflutningur eigi eftir að minnka, en útflutningur að aukast. Þar muni um álið. Forsendur nýgerðra kjarasamninga bresti þegar komi að endurskoðun þeirra í febrúar. Verðbólga aukist enn, en hjaðni undir lok ársins. Hún verði þó mikil næstu þrjú ár. Þá gerir Alþýðusambandið ráð fyrir því að gengi krónunnar verði veikt næstu misseri. - ikh HJÁ ASÍ Alþýðusambandið kynnti síðdegis í gær nýja hagspá. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Gamanið kárnar segir ASÍ „Útlit er fyrir að árin 2008 og 2009 verði tímabil stöðnunar í íslensku efnahagslífi. Við spáum engum hagvexti í ár eða á næsta ári og reiknum með því að hratt slakni á spennunni í efnahagslífinu á þess- um tíma. Verðbólgan verður komin niður í verðbólgumarkmið Seðla- bankans um mitt næsta ár og við- skiptahallinn mun minnka jafnt og þétt út spátímabilið,“ segir í þjóð- hagsspá Glitnis. „Við sjáum fyrir okkur að stöðn- unarskeiðið verði mun lengra en árið 2001 og þarf að fara aftur til upphafs tíunda áratugar síðustu aldar til að finna viðlíka stöðnun- arskeið,“ segir Ingólfur Bender forstöðumaður greiningardeildar Glitnis. Þjóðhagsspá Glitnis gerir ráð fyrir að Seðlabanki Íslands muni ekki lækka vexti meira en í 7 pró- sent árið 2010. Ingólfur bendir á að þá sé komið að annarri uppsveiflu í íslensku hagkerfi og hagvöxtur árið 2011 verði yfir jafnvægishag- vexti. Seðlabankinn muni bregðast við og hefja nýtt hægfara hækkun- arferli stýrivaxta. Greiningardeild Glitnis segir einnig að aðgerðir Seðlabankans til að styrkja gjald- eyrisforðann og aðgengi að láns- fjármagni hafi jákvæð áhrif á gengi krónunnar. „Undir lok þessa árs verður krónan öllu sterkari en nú og hún mun halda áfram að styrkjast á næsta ári.“ Spáin gerir ráð fyrir að í lok spátímans standi gengisvísitalan í um 120 til 125 stigum. Bankinn spáir 8 prósenta nafn- verðslækkun á húsnæði eða 15 prósenta raunverðslækkun frá upphafi annars ársfjórðungs þessa árs til ársloka 2010. Spá bankans er þó öllu bjartsýnni en spá Seðla- bankans sem gerir ráð fyrir 30 prósenta raunverðslækkun á sama tímabili. Greiningardeild Glitnis segir að heimili og fyrirtæki í landinu standi vel auk þess sem ríkið standi sérstaklega vel um þessar mundir til að takast á við þennan samdrátt. Kaupmáttur launa mun þó dragast aðeins saman á þessu ári en aukast hóflega fram til 2011. Skeið stöðnunar verður lengra Í nýrri þjóðhagsspá Glitnis er gert ráð fyrir að vextir lækki í 7 prósent árið 2010. Svo hefst nýtt hækkun- arferli. Húsnæðisverð lækkar um 15 prósent. NÝ ÞJÓÐHAGSSPÁ Ingólfur Bender og Jón Bjarki Bendtsson kynna niðurstöður nýrrar þjóðhagsspár. MARKAÐURINN/GVA ALLIR nemendur í meistaranámi í alþjóðaviðskiptum við HR fara í 3–6 mánuði til útlanda og stunda nám í öðrum háskólum eða sinna sérverkefnum hjá samstarfs- fyrirtækjum HR. Í haust fara 50 nemendur til 20 borga víðs vegar um heiminn. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 6 0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.