Fréttablaðið - 29.05.2008, Side 32

Fréttablaðið - 29.05.2008, Side 32
[ ]Hálsmen lífga upp á útlitið. Falleg hálsmen eða keðjur yfir venjulega boli eða peysur geta breytt hverdagslegu útliti í fallegt og fágað. Christian Lacroix sýndi fallega kjóla á brúðkaupstískuvikunni sem nú stendur yfir í Barcelona. Brúðarkjólarnir frá Christian Lacroix eru einstaklega fallegir þetta árið. Stíllinn er gamaldags og minna uppáklæddar fyrirsæturnar helst á persónur úr sögum eftir Jane Austen. Mikil smáatriði eru í kjólunum. Efnum svo sem blúndu, siffoni, flaueli og silki er skeytt saman og pífur, blúndur og borðar finnast á víð og dreif. Sumir kjólanna eru teknir saman undir brjóstið á meðan aðrir bungast í hálfgerð kúlupils. Hár- skrautið er ekki síðra, en hárið er tekið aftur með borðum skreyttum blómum í ýmsum litum. Beinhvítir kjólarnir eru rómantískir og gamaldags, ólíkt skjanna- hvítum tertukjólunum sem algengir eru í dag. mariathora@frettabladid.is Gamaldags rómantík Fyrirsæturnar skörtuðu fögru hárskrauti samsettu úr blómum og blúndum. N O R D IC PH O TO S/ A FP Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi s:5572010 Vefta Tískuföt Hólagarði www.vefta.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.