Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2008, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 29.05.2008, Qupperneq 35
[ ]Fluguhnýtingar eru skemmtilegt áhugamál og gaman er að nota sínar eigin flugur þegar farið er að veiða. Fluguhnýting er líka góð fyrir fínhreyfingarnar og hugmyndaflugið. Þriggja daga fluguveiðiskóli verður haldinn í Langá á Mýrum í júní næstkomandi. Fluguveiðiskólinn mun standa yfir frá 23.-25. júní. „Þátttakendur munu fá kennslu í flestu sem viðkemur fluguveiði og er þetta því athyglisvert nám- skeið fyrir alla þá sem vilja ná betri tökum á greininni,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson hjá Langá. Fluguveiðiskólinn stendur frá morgni til kvölds í þrjá daga. Fyrsta daginn er tekið á móti hópnum og boðið upp á kaffi og vöfflur. Eftir kaffið eru allar veiðigræjurnar teknar saman og haldið á valið veiðisvæði þar sem kastæfingar hefjast. „Kennarar eru með hópnum og leiðbeina nemendum og fara yfir helstu reglurnar. Köstin eru æfð fram eftir degi og nemend- urnir ná tökum á þeim og venj- ast því hvernig á að beita flugu- stöng. Til að forðast ofreynslu á vöðvana er ekki kastað langt fram eftir kvöldi,“ útskýrir Ingvi Hrafn og bætir við: „Þegar í veiðihúsið er komið er boðið til kvöldverðar og eftir kvöldmat- inn er nemendunum skipt í hópa sem kennararnir sjá um og kenndir verða helstu veiðihnút- arnir enda mikilvægt að þekkja þá.“ Annan daginn er vaknað klukk- an átta og byrjað á morgunmat. „Eftir morgunmatinn er haldið niður að á, fluga hnýtt á línuna og veiðar stundaðar til klukkan eitt eftir hádegi. Nemendurnir skiptast fjórir saman á hvern kennara og þeir kasta í ánni á meðan hinir hóparnir æfa köstin á árbakkanum. Í hádegishléinu eru æfðir hnútar og spurningum nemenda svarað,“ segir Ingvi Hrafn. Eftir það er tekin hvíld til fjögur og þá verður haldið á ný niður að á og veitt til tíu um kvöldið. Þriðja daginn er vaknað klukk- an átta og borðaður morgun- matur og síðan haldið til veiða til klukkan tólf en þá fara nemend- ur í hádegismat og síðan er útskrift fluguveiðiskólans. Verð í fluguveiðiskólanum með kennslu,veiði og gistingu er 62.000 þúsund krónur, en með fæði bætast við 7.500 krónur. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á ihj@langa.is eða hafa samband í síma 864-2879. mikael@frettabladid.is Vertu fullfær í fluguveiði Langá á Mýrum er fallegur staður til að æfa og stunda fluguveiði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rennt fyrir lax við foss í Langá. Áin er ein af gjöfulustu á landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Veiðikortið veitir aðgang að rúmlega 30 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins 5000 kr.–Og þú velur hvar og hvenær þú veiðir! Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is Fleiri veiðisvæði! LAXÁ Á REFASVEIT Það var að losna holl 21.-23. júlí Eigum laust: 2 holl í júlí · 1 holl í ágúst · 4 holl í september Upplýsingar veitir Stefán í síma 898-3440
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.