Fréttablaðið - 29.05.2008, Page 40

Fréttablaðið - 29.05.2008, Page 40
 29. MAÍ 2008 FIMMTUDAGUR Einar einstaki er yngsti alvöru töframaður lýðveldisins, að- eins tólf ára gamall. Á Akureyri spilar hann fótbolta og ber út blöð á milli þess sem hann situr á skólabekk og æfir sig í töfrabrögðum, en ótrúlega hæfni Einars einstaka má sjá á www.youtube.com. Hvernig kom það til að þú fórst að stunda töfrabrögð? Þetta byrjaði allt þegar Jón Víðis Jakobsson gaf út Töfrabragðabók- ina og sýndi töfrabrögð á Glerár- torgi fyrir jólin 2005. Þá var ekki aftur snúið því ég heillaðist upp úr skónum og fékk svo bókina í jóla- gjöf frá Jóel, bróður mínum, og byrjaði að æfa mig. Sumarið 2006 fórum við fjölskyldan svo til Dan- merkur á dönskunámskeið og þar var dótabúð með fullt af töfrasett- um til sölu og ég fékk eitt í afmælis - gjöf frá mömmu og pabba. Einnig var þar strákur sem passaði litlu krakkana og kunni sjónhverfingar, og ekki minnkaði áhuginn við það. Tekur langan tíma að verða góður að gera töfrabrögð? Já, maður þarf virkilega að æfa sig og allur minn frítími fer í að æfa mig, velta fyrir mér töfrabrögðum og sjá hvort ég ráði við hin ýmsu trikk. Ég fæ líka mikla hjálp frá pabba, sem er minn stuðnings- maður númer eitt. Ertu í töframannafélagi? Ég þarf að vera orðinn átján ára til að fá aðgang að Hinu íslenska töframannagildi, en ég hef sett mig í samband við þá og þeir hafa tekið mér alveg sérstaklega vel, sent mér gjafir, góð ráð og sumir hitt mig. Hvernig útskýrir þú galdurinn á bak við töfrabrögð? Þetta eru bara sjónhverfingar til að blekkja auga þess sem horfir á mig og fær fólk til að trúa því sem það vill sjá. Sumt er rosalega erf- itt en margt mjög einfalt þótt alltaf sé mjög mikil vinna á bak við ein- föld atriði svo ekki komist upp um trikkið. Hver eru uppáhaldstöfrabrögðin þín? Mér finnst skemmtilegast að sýna galdra með rauðum svampboltum og henda frá mér pappírsrusli sem endar sem langur, langur strimill í munni mínum. Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? Fyrst ætlaði ég alltaf að verða múrari því afi minn og föðurbróðir eru báðir múrarar og þegar þeir byggðu húsið hans afa var stór sandhóll á stofugólfinu þar sem ég lék með skóflu og þóttist vera múr- ari. Í jarðarförinni hennar ömmu varð ég staðráðinn í að verða prestur, en núna kemst ekkert að í framtíðinni annað en að vera töfra- maður. Ég þarf samt að læra eitt- hvað skemmtilegt líka til að vinna með töfrabrögðunum. Býrðu til þín eigin töfrabrögð? Það kemur fyrir, en oftast þróa ég þau og æfi þannig að þau henti mér best og tengi saman við önnur svo að úr verði ein heild. Hvert atriði tekur frá þremur sekúndum upp í tvær mínútur. Hvernig kom listamannsnafnið Einar einstaki til? Ég vildi hafa það Einar-eitthvað en vissi ekki hvað, svo ég spurði pabba og hann reddaði mér. Mér fannst nafnið strax passa því ég er auðvitað einstakur, eins og strák- arnir í Hinu íslenska töframanna- gildi hafa sagt. Þeir hafa hvatt mig til að vera ég sjálfur, vera Einar einstaki og enginn annar og herma aldrei eftir öðrum. Ertu orðinn frægur? Margir í skólanum vita hver ég er, sérstaklega eftir öskudaginn þegar vinur minn trommaði undir töfra- brögð sem ég sýndi í búðum í stað þess að syngja, en við fengum mjög mikið nammi að launum. Áttu orðið mikið af töfradóti? Já, ég á orðið mjög stórt safn, get sýnt fimmtíu trikk og kann miklu fleiri. Ég veit hvernig fólk er sagað í sundur, hvernig fólki er breytt í tígrisdýr í búri og hvernig fíll hverfur ef maður smellir fingrum, en þannig trikk eru rosalega dýr. Pabbi pantar mikið af dóti í gegnum netið og þá fyrir aðra í fjölskyldunni líka svo allir geti gefið mér. Mamma er mest ánægð með mig í töfra- brögðum vegna þess að nú þarf hún ekki að hafa áhyggjur af því hvað á að gefa mér í afmælis- og jólagjafir. Hvar er hægt að sjá þig sýna listir þínar? Ég sýni fullt af töfrabrögðum á www.youtube.com undir Einar ein- staki, og býð upp á tuttugu mínútna töfrasýningu gegn vægu gjaldi, eða 2.000 krónur, sem er tilvalin uppákoma í barnaafmælum og við önnur tilefni. Áttu þér fyrirmynd meðal töfra- manna? Fyrirmynd mín er allir góðir töfra- menn. Við stöndum saman og þekkjumst innbyrðis, en það er ófrávíkjanleg regla að endurtaka aldrei töfrabragð og segja aldrei frá neinum trikkum. Ertu samt ekki til í að útskýra hvernig þú gerir galdurinn með rauða boltann? Aldrei. Það bara gerist ekki. Ekki séns? Nei, þá sleppi ég frekar að koma fram í þessu blaði. Þeim sem vilja hafa samband við Einar einstaka eða panta hjá honum töfrasýningu er bent á net- fang hans: einareinstaki@gmail. com. - þlg Einar Aron Fjalarson er tólf ára skólastrákur á Akureyri sem einnig stendur í fremstu röð íslenskra töframanna, en stórkostlegt er að fylgjast með Einari einstaka fram- kvæma fjölbreyttar sjónhverfingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Einstakur töframaður ÞAR SEM ALLT SNÝST UM FÓTBOLTA! NÝTT Á GR AS.IS Fréttir og Íþróttir Leikir Skemmtun NÚ FÆRÐU GRAS.IS FÉTTIR Í SÍMANN!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.