Fréttablaðið - 29.05.2008, Side 42

Fréttablaðið - 29.05.2008, Side 42
 29. MAÍ 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● vesturland Á ferð um Snæfellsnes er gaman að fá tíu dropa á kaffihúsinu Gamla Rifi. Þar er boðið upp á heimagerðan mat og drykk ásamt skiptibóka- markaði og listasýningum. Á Rifi í Snæfellsbæ er að finna kaffihúsið Gamla Rif. Það var opnað í fyrsta skipti síðastliðið sumar en stöllurnar Sigríður Margrét Vigfúsdóttir og Anna Þóra Böðvarsdóttir eru eigendur þess. Kaffihúsið er nefnt eftir húsinu sjálfu, sem er yfir 100 ára gam- alt. Það var upphaflega byggt sem bóndabær en varð síðar að vélsmiðju áður en það komst í núver- andi horf. „Þetta byrjaði á því að núverandi eigend- ur hófu að gera húsið upp. Við Anna höfðum lengi gengið með þann draum í maganum að opna kaffi- hús og ákváðum að láta verða af því síðasta sumar,“ segir Sigríður. Húsið á sérstakan stað í hjarta Rifsara, enda eru flestir annaðhvort komnir af hjónunum sem byggðu húsið eða tengdir fjölskyldu þeirra á einn eða annan hátt. „Fólk er mjög ánægt með kaffihúsið og líður al- mennt vel hér inni. Það finna allir að gömlu hjónin eru enn í húsinu og fólk er ánægt með það.“ Á Gamla Rifi er boðið upp á heimagerðan mat og kökur. „Við erum með fiskisúpu sem er mjög vin- sæl. Hún hefur spurst út og fólk kemur langt að til að smakka hana. Síðan erum við með heimabakað brauð og kökur.“ Annað sem dregur gesti að er kaffi- vélin á staðnum og gæðakaffi frá Kaffitári. „Það er ekki algengt á þessum slóðum að fá kaffi úr alvöru kaffivél,“ segir Sigríður. Þrátt fyrir að kaffihúsið sé aðeins árs gamalt hefur starfsemin gengið vonum framar. Ýmsir er- lendir ferðahópar stíga inn á Gamla Rif og enn fleiri Íslendingar. „Við vorum alveg hissa á því hversu mikið af íslensku ferðafólk kemur hingað. Ég held að fólk sé að átta sig betur á því hvað Snæfellsnes er í raun og veru stutt frá höfuðborginni. Maður er bara tvo og hálfan tíma að keyra hingað svo þetta er upplagður dagsrúntur.“ Á Gamla Rifi er hægt að gera fleira en borða og drekka. Boðið er upp á skiptibókamarkað þar sem fólk getur komið með bókina sem það er búið að lesa og skipt út fyrir aðra. Einnig eru myndlistarsýning- ar haldnar á staðnum. „Við erum að fara að setja upp sýningu með málverkum eftir börn, en þau mál- uðu Snæfellsjökulinn á striga. Síðan mun listakonan Hjördís Alexandersdóttir frá Rifi sýna hér síðar í sumar.“ Gamla Rif er opið á sumrin, frá því í byrjun júní fram í lok ágúst, alla daga frá klukkan 12 til 20. - mth Kíkt í kaffi á Gamla Rifi Stöllurnar Anna Þóra Böðvarsdóttir og Sigríður Margrét Vig- fúsdóttir eiga kaffihúsið saman. Íbúar á Rifi flykkjast á kaffihúsið enda notalegt að setjast þar niður. Ferðamenn eru einnig duglegir að renna við. Rifsarar voru mjög ánægðir með tilkomu kaffihússins og veittu Önnu og Sigríði mikla hjálp, meðal annars við gerð þessa skiltis. Húsið Gamla Rif var byggt árið 1896 en hefur verið mikið gert upp síðan. Golfiðkendum til gleði bætist ört við golfvellina í Borgar firðinum. Þar eru Húsafellsvöllur, Hamars- völlur og Glanni en sá nýjasti er Reykholtsdalsvöllur sem Bjarni Guðráðsson í Nesi er að vinna að og reiknar með að taka í notkun um sumarsólstðður. „Fyrst var hér mýri og mói, síðan tún, aftur óræktarland og nú níu holu golfvöllur með mis- löngum brautum og ekki þrauta- lausum,“ segir Bjarni. Auk vall- arins hefur hann útbúið fyrir- taks æfingasvæði, púttflöt og golfskála. - Kostar það ekki mikið umstang að útbúa golfvöll? „Jú, nokkuð. Ég fékk Hannes Þorsteinsson golfvallarhönn- uð til mín til að athuga hvort vit væri í hugmyndinni. Hann taldi landið að ýmsu leyti álit- legt, teiknaði upp skissu að golf- velli sem nú er að verða að veru- leika.“ - Hefur þetta tekið mörg ár? „Ég er búinn að undir búa landið í þrjú til fjögur ár.“ - Kauplaus á meðan? „Já, ég rak hér kúabúskap en seldi framleiðsluréttinn og breytti búskaparhátt- um jarðarinnar í þennan golfvöll og svo heyja ég líka. Ég hætti sjálfur mjólkur- framleiðslu 1999 og hafði þá búið með kýr í 43 ár. Svo leigði ég jörðina en þegar leigjand- inn gafst upp og hætti seldi ég framleiðsluréttinn og sneri mér að þessu.“ - Fækkar bændum í Reykholts- dal? „Já, það fjarar undan land- búnaðinum. Ungt fólk þarf að hafa hugsjón og heilsu til að taka við búskap. En að vísu er dálítill vindur í öðru og í kring- um Reykholt er góð starfsemi. Þar hefur fólki fjölgað.“ - Ertu kominn með fasta golf- iðkendur á völlinn þinn? „Nei, ég vildi vita hvort völl- urinn yrði að alvöru áður en ég færi að auglýsa en nú fer að reyna á hvort einhverjir vilja mynda golfklúbb í kringum hann.“ - Spilarðu golf sjálfur? „Nei, en hver veit nema ég rölti einn og einn hring með vinum mínum. Ég hef farið einn hring á ævinni. Sló hundr- að metra upphafshögg sem var vel viðunandi.“ - En komstu kúlunum í holurnar? „Já, þolinmæði þrautir vinnur allar.“ - gun Kylfunum sveiflað um sumarsólstöður Bjarni er búinn að byggja myndarlegan golfskála við völlinn og fá sér sláttu- græjur. Á Langasandi á Akranesi er oftar en ekki margt um manninn þegar vel viðrar. Heimamenn leggja reglu- lega leið sína á sandinn enda alltaf gaman að koma þangað. Langisandur liggur að sjónum og frá honum sést til höfuðborgarinnar. Hlauparar og göngufólk eru dug- leg að skilja spor sín eftir í sandinum og yngri kyn- slóðin er mjög hrifin af því að leika sér í sandinum, moka og busla. Fyrir ofan sandinn liggur göngustígur sem hjól- reiðamenn nota til þess að komast sem næst sandin- um. Á heitum sólardögum gefur Langisandur fræg- um sólarströndum við Miðjarðarhafið ekkert eftir. - mmr Fjölskylduvænn og fjölfarinn staður Gott er kæla sig í sjónum á heitum degi. MYND/EIRÍKURLangisandur er vinsæll staður hjá yngri kynslóðunum. MYND/EIRÍKUR Ekkert verra en á sólarströnd. MYND/EIRÍKUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.