Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2008, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 29.05.2008, Qupperneq 50
 29. MAÍ 2008 FIMMTUDAGUR14 ● fréttablaðið ● börn Mannúðarmál eru Sigríði Björk Þormar hugleik- in en hún opnaði nýverið verslunina Lítil í upp- hafi og selur barnafatnað og leikföng. Sigríður Björk Þormar vinnur fyrir Rauða krossinn og fékk hug- myndina að versluninni þegar hún var að störfum í Indó nesíu. „Þetta eru öðruvísi barna- föt og hlutir sem koma frá fyrirtækjum sem hafa þá hugsun að styrkja mannúð- armál. Ég vann á vegum Rauða krossins í Yogyak- arta í Indónesíu eftir jarð- skjálfta sem riðu þar yfir árið 2006. Eitt af þeim verkefnum sem ég kynntist var endur- hæfingarstöð sem fjármagnar sig með sölu viðar leikfanga fyrir börn. Þau eru háð því að utan- aðkomandi aðilar kaupi leik- föngin svo starfsemin haldi áfram og þá varð til þessi hugmynd að verslun á Ís- landi,“ segir Sigríður. „Ég kynntist líka frönskum fatahönnuði og hreifst af hönnun hennar en hún hannar litrík og öðruvísi barnaföt undir áhrif- um barnaævintýra og sjötta áratugarins. Merkið hennar, Poudre de Perlim pinpin, er selt í yfir þrjátíu versl- unum í Evrópu. “ Sigríður segir nær allar vörur sem hún bjóði upp á koma frá fyrirtækjum sem láti hluta tekna sinna renna til góðgerðarmála. Zutano-barnafatalínan styrkir Global Action for Children Organisation og skólínan Livie og Luca endurvinnur skóna með því að safna saman notuð- um skópörum og senda þau til fátækra. Verslunin hefur farið vel af stað og Sigríður er ánægð með viðtökurnar. „Fólk er mjög hrifið af vörunum. Fötin eru öðruvísi og ég var ekki viss um hvernig þetta myndi ganga. Útlendingar eru mjög hrifnir af búðinni og segja hana öðruvísi og það er líka það sem ég stefndi svolítið á. Þetta er ekki bara fatafram- leiðsla heldur liggur þessi hug- myndafræði að baki.“ Nánar má lesa um samtökin að baki vörun- um í versluninni á heimasíðunni www.litiliupphafi.is. - rat Fötin eiga sér fyrirmynd í ævintýrum. Barnafataverslun með mannúð að markmiði Sigríður Björk Þormar rekur verslunina Lítil í upphafi og styrkir mannúðarmál. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eiríkur Friðjón Kjartansson er sex ára gamall og gengur í sex ára kjarna Barnaskóla Hjallastefnu. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Í sumar ætla ég að fara í sumarbústað og leika mér í stóra garðinum okkar. Ég ætla líka á fótboltanámskeið og svo held ég að ég fari í ferða- lög í sumar en ég er samt ekki viss. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á sumrin? Mér finnst skemmtilegast að vera úti í garði og hoppa á trampólíninu mínu. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á veturna? Þá finnst mér skemmtilegast að sópa saman laufum. Ætlar í sumarbústað í sumar SUMAR UNGA FÓLKSINS Eiríkur Friðjón er mikið fyrir trampólínið sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Verslunin selur litríkan fatnað og leikföng. Líflegar bláar smekkbuxur úr Poudre de Perl- impimpin-línunni. ● RÓANDI ÓRÓAR Úr nógu er að velja þegar kemur að því að skreyta barnaherbergi en óróar eru alltaf skemmtilegir. Hægt er að fá fjölbreytta óróa með skemmtilegu dóti hvort sem er fyrir litlu krílin að dunda sér við eða fyrir þau stærri að dást að. Eins öfugsnúið og það er geta óróar haft róandi áhrif á börn, sem gleyma sér við að fylgjast með þeim. Einnig eru þeir fáanlegir með spiladósum og sumir eru með nætur- ljósi. Óróarnir sem hér gefur að líta eru fremur klassískir úr tré. Þeir eru frá Selecta og fást í versluninni Völuskríni á 3.550 krónur og upp úr.                                   
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.