Fréttablaðið - 29.05.2008, Side 51

Fréttablaðið - 29.05.2008, Side 51
FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 15börn ● fréttablaðið ● SUMAR UNGA FÓLKSINS FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA Emil Þeyr Arndal er sex ára gamall og er að ljúka 1. bekk í grunnskóla. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Í sumar ætla ég að fara til útlanda. Ég fer til Danmerkur. Þar ætla ég að fara í tívolí, á ströndina og á kaffihús. Ég fer líka í útilegur en ég veit samt ekki hvert ég fer. Ég fer líka á svona íþrótta-alls-konar námskeið og svo man ég ekki meira. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á sumrin? Mér finnst skemmtilegast að fara í tívolí. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á veturna? Að fara í snjókast. Skemmtilegast í Tívolí Emil Þeyr er spenntur að fara til útlanda í sumar. Draumaskóna á lítinn fót fann Harpa Hermannsdóttir í sumar- fríi í Svíþjóð og nú fást þeir á Íslandi. „Við erum mikið í Svíþjóð á sumrin og rákumst þar á Vincent- barnaskóna. Þeir eru hannaðir með skandinavísk börn í huga sem eru oft með breiðan fót og í hverri ferð keyptum við skó fyrir allt árið á dóttur okkar,“ segir Harpa, sem flytur inn skóna til Íslands. „Síðast þegar við vorum í Stokkhólmi feng- um við þessa hug- mynd, fórum því á fund með forsvars- mönnum og áður en við vissum af var þetta frágengið,“ útskýrir Harpa, sem segir einn aðalhönnuð- inn meðal annars hafa hann- að fyrir verslanakeðj- una H&M. „Skórnir eru mjög flottir og vand- aðir. Þetta eru allt end- ingargóðir leðurskór og fást fyrir börn að átta ára aldri. Síðan eru í boði smá- hlutir í stíl við skóna eins og regnhlífar, töskur, sokk- ar og sokkabuxur,“ útskýr- ir Harpa, sem ætlar í byrj- un að bjóða upp á sex teg- undir af skónum á Íslandi en síðan auka úrvalið þegar fram líða stundir. Fyrsta hugmyndin var að opna eigin verslun á Íslandi, en síðan kom fram önnur lausn. „Við náðum samningi við Hagkaup og erum þess vegna aðeins heildsal- ar. Skórnir eru bæði slitsterkir og fallegir og svo spillir ekki heldur að verðið er mjög gott,“ segir Harpa, sem á ekki langt að sækja skókaupmennskuna. „Langafi minn, Óli Jón Ólason, var á sínum tíma stærsti skóinn- flytjandi landsins svo þetta er eitthvað í blóðinu. Síðan held ég að allar konur hafi gaman af skóm,“ segir hún brosandi og heldur áfram: „Þetta er enn sem komið er bara auka búgrein á meðan ég er í fæðingarorlofi, en síðan kemur í ljós hvort ég fer í þetta af fullum krafti.“ - rh Skótau fyrir norræn börn Gott að hafa augu á stígvéluðum tánum þegar úti er veður vott. Harpa heillaðist af hönnun Vincents og birgði sig upp hvert sumar í Svíþjóð. Nú fást skórnir á Íslandi og þarf ekki að fara út fyrir landsteinana að sækja þá. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /S TE FÁ N VEX ME‹ MÉR Laguna rúm 60x120, 32.700 kr. Laguna kommó›a, 49.900 kr. Laguna skápur, 58.900 kr. X-line skólabekkur, 24.900 kr. Surprise geymslubox, 6.670 kr. Grjónapú›i, 14.900 kr. Handmála›ar myndir á vegg 30x40, 6.590 kr. Handed by körfur, frá 590 kr. Skólataska, Kitch Kitchen, 2.990 kr. Sue kanína – spiladós, 2.130 kr. Bopita rúm, Romy 70x150,* 28.900 kr. Skúffueiningar,* 5.650 kr. Basic 2 - bókahillur, 57.900 kr. Grjónapú›ar, 14.900 kr. Klappstólar, 2.190 kr. Surprise geymslupoki á vegg, 2.190 kr. Surprise pú›aver lítil, 2.790 kr. Surprise pú›aver stór, 6.300 kr. Surprise rúmteppi, 18.900 kr. Handmála›ar myndir á vegg 20x20, 4.690 kr. Handed by körfur og fötur – margir litir, frá 590 kr. *Fæst í mörgum litum, s.s hvítt, blátt, bleikt, hermannagrænt o.fl. Komdu og upplif›u ævint‡ri innandyra í Holtagör›um! Stubbasmi›jan er n‡ og spennandi verslun sem sérhæfir sig í húsgögnum og alhli›a lausnum fyrir hressa stubba. E N N E M M / S ÍA / N M 3 3 4 8 1 Verslun hressa stubba! fyrir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.