Fréttablaðið - 29.05.2008, Side 74

Fréttablaðið - 29.05.2008, Side 74
46 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Svavar Knútur Kristinsson segist vera al- æta á mat. Hann hefur þó ekki mikinn tíma fyrir eldamennsku. „Ég er svo mikið á þeytingi að ég hef sjaldan tíma til að elda. Það er samt eitt það skemmtilegasta sem ég geri og þegar ég hef tíma til reyni ég að gera eitthvað gott og hafa það notalegt heima hjá mér,“ segir tónlistarmaðurinn og heimspekingurinn Svavar Knútur Kristinsson sem hefur heldur betur í mörgu að snúast þessa dagana. „Ég er búinn að vera að undirbúa mig undir Steins Steinarr-tónleikana sem verða í Íslensku óperunni í kvöld og annað kvöld á dagskrá Listahátíðar og svo erum við í hljómsveit- inni minni, Hraun, að gefa út plötu 10. júní og undirbúa útgáfutónleika,“ segir Svavar Knútur sem vinnur einnig fullt starf sem frístundaráðgjafi. Spurður um hvaða matur sé í uppáhaldi segist Svavar ekki vera mikið fyrir flókinn mat. „Ég er alinn upp í sveit í Skagafirði og þar var alltaf mjög hefðbundinn íslenskur heimilismatur, eins og grjónagrautur, slátur, ýsa og soðnar kartöflur. Ég er í raun mikil alæta og alls ekki mikið fyrir „fancy“ mat, en þegar ég elda ræðst ég í það af áfergju og nota oft mikið af grænmeti og fersku hráefni.“ „Mér finnst guacamole alveg æðislegt og er gjarn á að hafa það með öllu sem ég elda. Vinir mínir kalla mig „guacamole-kónginn“ því ég borða það með öllum mat, enda finnst mér það virka með bæði með fisk og kjöti. Það er svo ferskt og suðrænt,“ segir Svavar en bendir jafnframt á hversu erfitt það sé að fá mátulega þroskað avocado í matvöruverslunum hérlendis. „Ég skora bara á íslenskar matvörubúðir að fara að hugsa sinn gang hvað varðar ferskleika á grænmeti. Mér finnst skrítið að maður skuli helst finna mátulega þroskað avocado í Bónus, en yfirleitt þarf maður að láta það standa á borði í viku áður en það er tilbúið til matreiðslu,“ segir Svavar sem gaf okkur uppskrift að sínu heimatilbúna guacamole. „Ég geri þetta alltaf eftir tilfinningunni, enda á uppskrift bara að vera beinagrind.“ alma@frettabladid.is Guacamole með öllum mat GUACAMOLE AÐ HÆTTI SVAVARS KNÚTS Fyrir fjóra 2 avocado – þroskuð 8 kirsuberjatómatar 1 vænn rauðlaukur 1 rautt chilli (til að gefa smá ferskleika) safi úr einu lime og/eða sítrónu góður hnefi af fersku kóríander ferskur hvítlaukur og engifer eftir smekk Maldon-salt og pipar eftir smekk Avocado afhýdd og stöppuð eins og kartöflumús. Tómatar og laukur skornir í miðlungsstóra bita og chilli fínt saxað. Öllu blandað saman og kóríander tætt út í með höndunum. Lime og/eða sítróna kreist yfir. Hrært saman. Hvítlaukur, engifer, salt og pipar sett út í eftir smekk. AVOCADO ÞARF AÐ VERA MÁTULEGA ÞROSKAÐ Svavar Knútur segir að það geti verið erfitt að fá avocado í matvöru- verslunum, sem er tilbúið til matreiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fátt er... ...sumarlegra en að borða fersk kirsuber. Auk þess að vera unaðslega bragðgóð innihalda berin litarefnið antósýanín, en rannsóknir sýna að það dregur bæði úr sársauka og bólgum. Sem sagt: kirsuber eru bæði holl og góð! Í nýrri skýrslu viðskiptaráðu- neytisins, „Ný sókn í neytenda- málum“, eru ýmsar merkilegar niðurstöður. Þrátt fyrir smæð og einangrun er Ísland ekki aftar- lega á merinni miðað við hin Norðurlöndin og Frakkland í fjölbreytileika vöruúrvals. Við stöndumst þeim snúning í úrvali á mjólkur- og kjötvörum, en erum reyndar langt á eftir á einu sviði: Í úrvali á drykkjarvörum. Samkvæmt skýrslunni bjóðast okkur 57 tegundir af drykkjum á meðan í Noregi eru 71 tegundir í boði og allt upp í 142 tegundir af drykkjum í Frakklandi. Annaðhvort eru Íslendingar svona íhaldssamir og áhugalausir um nýjar drykkjarvörur, eða að hér eru gríðarleg sóknarfæri í nýjum drykkjum. Heimurinn er fullur af alls konar gosdrykkjum. Hvað með steinabláberja-rjóma- sóda, kaffikóla, rótarbjór eða engiferöl? Möguleikarnir eru endalausir. Nú er bara að sjá hvort fátæklega íslenska úrvalið tekur stakkaskiptum – eða ekki. Fátæklegt drykkjarúrval GOSDRYKKJATEGUNDIR SKIPTA ÞÚS- UNDUM Í HEIMINUM En hér fást 57 tegundir. Áhugaleysi eða sóknarfæri? Hvaða matar gætirðu síst verið án? Kjötsúpunnar hennar mömmu. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Hvítlaukshumarinn hans Andra, mannsins míns, sem er borinn fram með fersku salati og hvítvíni, til dæmis frá Chile. Andri hefur þetta „touch“ til að halda humrinum safaríkum þegar hann eldar. Annars fæ ég hinar mestu veislumáltíðir hjá systkinum mínum sem eru allt listakokkar frá náttúrunnar hendi. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Slepjuleg- ur fiskur. Ég get samt alveg hugsað mér skötusel og lúðu þótt þeir fiskar séu ófríðir ásýndar. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Eiginmaður- inn er leyndamálið því hann matreiðir hina girnilegustu rétti úr því sem er til í eldhús- skápunum! En mitt hlutverk er að versla inn í eldhússkápana. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Ekta dökkt súkkulaði og mjólk. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Mjólk, mjólk og meiri mjólk. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Lifr- arpylsu, núðlur og súkkulaðikökuna hans Andra – allt orkurík fæða. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Hum- arpitsa hjá Óðni frænda á Hótel Höfn. Hún er alveg hrikalega góð, enda er landsfrægt að Hornfirðingar eiga besta humarinn. Svo er ekki verra að láta svo góðan kokk eins og Óðin móðurbróður minn elda ofan í sig svona gott hráefni. MATGÆÐINGURINN INGIBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, EINSÖNGVARI OG SÖNGKENNARI Borðaði humarpitsu á Höfn í Hornafirði Nú er grilltíminn runninn upp. Unaðsleg lykt af steiktu kjöti líður yfir bæi og búsældarlegur landinn stendur yfir teinunum. Góð grillsósa fylgir góðum grill- mat eins og nótt fylgir degi. Það þarf enga snilldarkokka til að búa til góða grillsósu. Hér til hliðar er ein sú einfaldasta og önnur aðeins flóknari, en svo má bara prófa sig áfram eða hrein- lega kaupa grillsósu úti í næstu búð, þar sem þær fást í miklu úrvali. Í guðanna bænum, gleymið bara ekki grillsósunni! EINFÖLD GRILLSÓSA Hrærið saman: 1 dós af sýrðum rjóma (tíu prósent) 2-3 msk. af Sharwood‘s mango chutney bengal spice. Úr þessu fæst sósa sem er góð með öllum grillmat. FLÓKNARI GRILLSÓSA Hráefni: ½ rauðlaukur 3-5 sveppir 1/3 paprika hvítlauksrif (pressað) örlítið smjör örlítill rjómi ½ dós rjómaostur með hvítlauk ½ dós rjómaostur með sólþurrkuð- um tómötum 1 dós sýrður rjómi sítróna Aðferð: Skerið grænmetið mjög smátt niður og steikið upp úr smjörinu. Kryddið með smá salti og svörtum pipar. Hellið pínulitl- um rjóma saman við. Bíðið þar til suðan kemur upp og setjið þá rjómaostinn út í og látið hann bráðna alveg. Hrærið svo blöndunni saman við sýrða rjóman og endið svo á að kreista sítrónusafa út í eftir smekk. Grillsósan mikilvæga GOTT KJÖT Á GRILLI Enn betra með góðri grillsósu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.