Fréttablaðið - 29.05.2008, Side 76

Fréttablaðið - 29.05.2008, Side 76
48 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Í seinni tíð hefur notkun símaskrárinnar minnkað til muna, enda Netið komið til sögunnar og 118. Nú er heldur betur komin góð ástæða til að ná sér í eintak af hinum þykka doðranti því Hugleikur Dagsson myndskreytir nýju símaskrána sem kom á götuna í gær. „Þegar ég tók þetta verkefni að mér var mér bent á að gamlar ömmur fletta í gegnum skrána og ég gæti því ekki verið með líkamsvessa á hverri blaðsíðu,“ segir listamaðurinn. „Ég leit nú bara á það sem áskorun því áður fyrr hef ég oft bjargað mér með því að fara út í kúk og piss-grín þegar ég er kominn í þrot.“ Útkoman er heljarlöng saga, einn rammi á hverri opnu nánast út alla símaskrána. „Fyrstu níu rammarnir eru nú bara fjöll, svona til að gefa tón- inn, en svo spinnst sagan áfram,“ segir Hugleikur. „Strákur er sendur í sveit, sveitastelpa fer til borgarinnar og svo verður þetta smám saman Lord of the Rings-legur ópus. Það er gott grín inn á milli en aðallega er þetta falleg saga og íslensk. Ég tók inn alíslenska hluti eins og jólasveinana og Húsdýragarðinn.“ Hugleikur hefur búið í Hollandi síðasta veturinn og kláraði nýja bók meðfram símaskránni. „Það er Ókei bæ 2 sem kemur vonandi út eftir viku. Þar fékk ég góða útrás fyrir kúk og piss-grínið. Ég er orðinn pínu tómur núna – kominn í list- rænt gjaldþrot, getum við sagt – og ætla í gott sumarfrí. Þegar ég er hættur að vera tómur fer ég svo líklega að teikna þriðju bókina um köttinn Kisa.“ Hefðbundin símaskrá er ókeypis en harðspjalda kostar sjö hundruð krónur. Hægt er að nálgast hana í verslunum Bónuss, Símans, Vodafone og á bensín- stöðvum Olís og Skeljungs á höfuðborg- arsvæðinu og hjá Símanum, Vodafone og á afgreiðslustöðvum Póstsins á lands- byggðinni. - glh Ekki kúkur og piss í símaskránni HUGLEIKUR SÝNIR NÝJUSTU BÓKINA SÍNA Á bak við hann glittir í Sigríði Margréti Oddsdótt- ur, framkvæmdastjóra Já. „Nú er ég á fullu að pródúsera plötuna,“ segir Snorri Snorrason sem stjórnar upptökum á sólóplötu Alexanders Arons. Þeir Snorri og Alexander þekkjast úr Idol Stjörnuleit 3, þar sem þeir tóku báðir þátt og Snorri sigraði. „Þetta er allt frumsamið hjá honum, mega stykki. Ég stjórna upptökunum og útset lögin,“ segir Snorri. Margir velta fyrir sér hvað varð af Snorra eftir að hann gaf út plötuna Allt sem ég á, sumarið 2006. „Ég er kominn með helvíti góða aðstöðu hérna heima. Ég er eiginlega með aukaíbúð hérna í kjallaranum og þar hef ég innréttað hljóðver,“ segir Snorri sem hefur nóg að gera. Viðamesta verkefni hans þessa dagana er plata Alexanders Arons, en einnig vinnur hann náið með kántrísveitinni Klaufum. Hvað hans söngferil varðar segir hann: „Maður er voða mikið að semja. Ég er bara alltaf á kafi í því að reyna að ná mér í pening með því að vinna fyrir aðra,“ segir hann. Þótt Snorri hafi haft hægt um sig kom hann engu síður fram með Sverri Stormsker á Broadway á föstudaginn, þar sem þeir félag- ar hituðu upp fyrir Johnny Logan. „Hann hringdi bara í mig og bað mig um að redda þessu fyrir sig,“ segir Snorri um Sverri. Lands- menn þurfa þó ekki að bíða lengi eftir því að fá að heyra meira í Snorra á öldum ljósvakans. Sjálfur stefnir hann á að gefa út eigið efni sem nóg er til af, en einnig tekur hann upp og flytur lag eftir Krist- inn Kristinsson í Sjómannalaga- keppni Rásar 2. „Lilli popp er hann reyndar kallaður,“ segir Snorri kátur. - shs Idolstjarna tekur upp Idolstjörnu SNORRI Tekur upp plötu með Alexander Aroni. Nýjasti tölvuleikurinn í Guit- ar Hero-seríunni, Guitar Hero World Tour, kemur út í haust. Í leiknum verður blandað saman gítarspilinu úr Guitar Hero- leikjunum við hljóm- sveitarupplifun þar sem leik- menn geta keppt saman og notað til þess þráðlaus hljóð- færi. Leikurinn mun innihalda nýja tegund af gítar, trommu- sett og hljóðnema. Þar fyrir utan verður hljóðver í leikn- um þar sem leikmenn geta samið, tekið upp og leyft öðrum að hlusta á eigin tón- list. Í leiknum verður einnig hægt að taka þátt í Battle of the Bands þar sem átta leik- menn geta keppt saman í gegnum netið eða eina tölvu. Þráðlausar gítar- hetjur í haust GUITAR HERO Nýjasti Guitar Hero-leikurinn kemur í búðir í haust. > STONE VEKUR REIÐI Leikkonan Sharon Stone hefur vakið mikla reiði í Kína fyrir að gefa í skyn að ástæðan fyrir jarðskjálftunum í landinu hafi hugsanlega verið slæmt karma. Tengdi hún skjálftana við stefnu Kínverja í málefnum Tíbet. „Ég hugsaði með mér: „Er þetta karma?“ Þegar þú ert ekki góður við aðra lendir þú sjálf- ur í vandræðum,“ sagði Stone. Laugavegi 89

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.