Fréttablaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 10
3. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR
RÓM, AP Ráðamenn frá ríkjum
heims streymdu til Rómar í gær til
að taka þátt í ráðstefnu Matvæla-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna,
FAO, um þann vanda sem hækkan-
ir á matvælaverði valda.
Meðal þessara ráðamanna var
Robert Mugabe, forseti Simbabve.
Þetta er í annað sinn sem hann
sniðgengur bann Evrópusambands-
ins við því að hann og aðrir úr
stjórn hans stigi fæti á foldu ESB-
ríkjanna 27, en það getur hann þar
sem sambandið getur ekki bannað
honum að sækja sem þjóðhöfðingi
fundi á vegum Sameinuðu þjóð-
anna. Bann ESB var upprunalega
sett árið 2002 sem þvingunar-
aðgerð vegna mannréttindabrota
stjórnar Mugabes. Þetta ferða-
bann, sem gildir fyrir Mugabe
sjálfan og um 100 aðra háttsetta
menn úr stjórnkerfi Simbabve, var
endurnýjað í fyrra.
Þetta er fyrsta ferðalag Mugabes
út fyrir landsteina Simbabve síðan
hann hlaut næstflest atkvæði í
fyrri umferð forsetakosninga í lok
mars.
Meðal helstu viðfangsefna FAO-
ráðstefnunnar er að leita leiða til
að tryggja nægt framboð á mat-
vælum þar sem skorturinn er
mestur, en það á ekki síst við um
Afríku sunnan Sahara, þar á meðal
Simbabve. - aa
Ráðstefna Matvælastofnunar SÞ í Róm um hækkandi matvælaverð í heiminum:
Simbabveforseti fær að mæta
MÓTMÆLI Í RÓM Mótmælendur létu til
sín taka þar sem ráðstefna Matvæla-
stofnunar SÞ fer fram.
Skattskrár vegna álagningar 2007 og
virðisaukaskattsskrár vegna tekjuársins 2006
Framlagning skattskrár er samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 og
46. gr. laga nr. 50/1988.
Skrárnar liggja frammi hjá skattstjórum í hverju umdæmi, hjá umboðsmönnum
skattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum í hverju skattumdæmi dagana
3. til 16. júní 2008 að báðum dögum meðtöldum.
3. júní 2008.
Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson.
Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson.
Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Hanna Björnsdóttir.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson.
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl S. Lauritzson.
Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Steinþór Haraldsson.
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi Tómas Björnsson.
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson.
JARÐSKJÁLFTI Um fimmtíu manns
hafa þurft að yfirgefa heimili sín
á skjálftasvæðinu á Suðurlandi.
Vel á þriðja tug húsa á svæðinu
hafa verið úrskurðuð óíbúðarhæf,
þar af átján íbúðarhús. Bæjar-
stjórar segja langflesta þjónustu
vera komna í gagnið að nýju.
„Við erum að vinna í þessum
húsnæðismálum,“ segir Ragn-
heiður Hergeirsdóttir, bæjar-
stjóri í Árborg. Þar hefur þurft að
rýma sjö hús vegna þess hversu
löskuð þau eru eftir skjálftann,
fimm á Selfossi og tvö á Eyrar-
bakka. Íbúum þeirra hefur verið
komið fyrir í öðrum húsum í bæj-
unum, sem bæjaryfirvöld leigja.
Í Hveragerði hefur íbúum
tveggja húsa verið komið fyrir í
heilum húsum í bænum og í sveit-
arfélaginu Ölfusi hafa íbúar níu
húsa þurft að koma sér fyrir í
sumarbústöðum og hjá ættingj-
um. Húsin sem úrskurðuð hafa
verið óíbúðarhæf eru öll mjög
skemmd og flest talin ónýt.
Fjöldi fólks hefur leitað sér
aðstoðar í þjónustumiðstöðvun-
um í Árborg og Hveragerði síð-
ustu daga. „Það er mikil traffík,“
segir Helga Kristjánsdóttir, stað-
gengill bæjarstjóra í Hveragerði.
„Fólk leitar eftir stuðningi þar,“
segir Ragnheiður. „Það kemur í
viðtöl hjá Rauða krossinum,
áfallahjálp og ráðgjöf.“ Björgunar-
sveitir hafa verið í viðbragðs-
stöðu og aðstoðað fólk, einkum
eldri borgara, við tiltekt og við-
gerðir.
Að öðru leyti er lífið að komast
í eðlilegt horf. Flest öll þjónusta
er komin í gagnið að nýju, að sögn
þeirra Ragnheiðar og Helgu.
Sundlaugar eru þó lokaðar í
báðum bæjum vegna bilana og í
Hveragerði er bókasafnið enn
lokað þar sem það hefur reynst
ærið verk að raða öllum bókunum
rétt í hillurnar á ný.
Þá er kranavatnið orðið
drykkjar hæft á Selfossi en í
Hveragerði er enn mælst til þess
að fólk sjóði vatn eða sæki sér
flöskuvatn á þjónustumiðstöðvar.
Fólk er einnig varað við því að
ganga á og við fjöll í nágrenni
Hveragerðis vegna hættu á grjót-
hruni. Íbúafundir eru fyrirhugaðir
í Hveragerði klukkan 20 á fimmtu-
daginn á Hótel Örk og í Ölfusi í
húsnæði hótels Eldhesta klukkan
20.30 í kvöld. stigur@frettabladid.is
Um fimmtíu gert að
yfirgefa heimili sín
Átján íbúðarhús á skjálftasvæðinu á Suðurlandi hafa verið úrskurðuð óíbúðar-
hæf og um fimmtíu manns hefur verið komið í annað húsnæði. Þjónusta er að
mestu komin í gagnið. Margir hafa leitað sér áfallahjálpar og aðstoðar.
ALLT Á GÓLFINU Mörg húsin á skjálftasvæðinu voru afar illa farin. Skemmdir á
húsum reyndust mun meiri en talið var í fyrstu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN