Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 2
2 8. júní 2008 SUNNUDAGUR LÖGREGLUMÁL Tveir lögreglumenn voru skallaðir á Akureyri í fyrrinótt en mikil ölvun var í bænum og töluverður erill. Hópslagsmál brutust út fyrir utan veitingastað á Akureyri. Tveir lögreglumenn voru skallaðir þegar þeir reyndu að skakka leikinn og fóru þeir á slysadeild til skoðunar. Meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg. Árásarmaðurinn var handtekinn en hann var talsvert ölvaður eða undir áhrifum fíkniefna. Ungur maður er talinn nefbrot- inn eftir að hann var laminn í andlitið fyrir utan veitingastað um þrjú leytið. Þá var sautján ára piltur handtekinn þar sem hann reyndi að brjótast inn í bíla. - kh Erill á Akureyri: Skallaði tvo lögreglumenn MENNTAMÁL Hátíðardagskrá í tilefni af hundrað ára afmæli Kennaraháskólans var haldin í Borgarleikhúsinu í gær. Forseti Íslands og menntamála- ráðherra fluttu ávörp og voru fyrstu doktorar skólans braut- skráðir. Ólafur Proppé rektor sagði í ávarpi sínu miklar breytingar framundan. „Hinn 1. júlí munu Kennara- háskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinast. Sama dag tekur gildi nýtt skipulag Háskóla Íslands sem felst í því að hann skiptist í fimm fræðasvið. Kennaraháskóli Íslands mun mynda kjarnann í menntavís- indasviðinu og er ég sannfærður um að enn takist að efla mennta- vísindi þegar sérfræðingar beggja háskóla leggjast saman á árar.“ - ve Kennaraháskólinn: Fagnaði hundr- að ára afmæli ÁVARP MENNTAMÁLARÁÐHERRA Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra flutti ávarp á afmælinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL „Þetta held ég að sé yfirskot hjá honum Gunnari,“ segir Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og sæti á í fjárlaganefnd, er hún spurð um ummæli Gunnars Svavarssonar, þingmanns Samfylkingar og for- manns fjárlaganefndar, í Morg- unblaðinu um að til álita komi í gerð fjárlaga að fresta byggingu nýs háskólasjúkrahúss. „Þegar Síminn var seldur lögð- um við peninga til hliðar í þetta verkefni þannig að það er ekki eins og við séum að taka þá úr ríkissjóði. Svo er atvinnuástand- ið þannig að það fer ekki vel á því að draga úr framkvæmdum. Ég tel því að þetta fari ágætlega saman,“ segir hún. Haft er eftir Gunnari að einnig komi til greina að fresta öðrum verkefnum, til dæmis lagningu Sundabrautar. „Það verkefni hangir á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og þau eru ekki tilbú- in með útfærslu á því, því miður. Þannig að það er á því stigi að ríkisstjórn hefur lítið um það að segja.“ „Það er afdráttarlaus skoðun allra borgarfulltrúa í Reykjavík, hvort sem er í meiri- eða minni- hluta, að Sundabraut er algjört forgangsverkefni,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra hefur einnig látið hafa eftir sér að frestun á nýju háskólasjúkrahúsi sé ekki inn í myndinni. „Á þessu stigi er alltof snemmt að taka afstöðu til einstakra verkefna,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sem einnig á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd Sjálf- stæðisflokks. „En það segir sig sjálft þegar tekjur ríkisins drag- ast saman og útgjöld aukast verða menn að skoða það for- dómalaust hvernig megi bregð- ast við því.“ -jse Óeining innan stjórnarflokkanna vegna fjárlagagerðar: Vilja ekki draga úr framkvæmdum Ók ölvaður á staur Ökumaður á Dalvík ók í fyrrinótt af stað ölvaður en lenti á staur eftir nokkra metra. Bifreiðin skemmdist mikið. Ökumaðurinn verður kærður fyrir ölvunarakstur. LÖGREGLUFRÉTTIR Eftirlit á Suðurlandi Lögreglan á Selfossi stöðvaði í gær um tvö hundruð bíla á Suðurlands- vegi til að kanna ástand og réttindi ökumanna. Einn ökumaður er talinn hafa verið undir áhrifum áfengis. Fjórir ökumenn óku of hratt. HEILBRIGÐISMÁL Kransæðasjúkdóm- ar eru algengt vandamál hjá konum sem komnar eru yfir sjötugt og algeng dánarorsök hjá öldruðum konum en þessum sjúkdómum er ekki jafnmikill gaumur gefinn og öðrum sjúkdómum kvenna, til dæmis brjóstakrabbameini. „Dánartíðni úr kransæðasjúk- dómi hefur lækkað verulega hjá bæði körlum og konum á síðustu tuttugu árum en fólk hefur ekki almennilega gert sér grein fyrir að þó að karlar fái hjartasjúkdóm miklu fyrr en konur þá er krans- æðasjúkdómur algengt vandamál hjá eldri konum, konum sem eru komnar á virkilega háan aldur,“ segir Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknir. „Þetta þýðir að kransæðasjúkdóm- ur er algengt vandamál hjá konum eftir 70-75 ára aldur en það er ekki vegna þess að sjúkdómurinn sé að aukast ef við berum saman jafnaldra konur. Þvert á móti hefur heldur dregið úr honum. Hins vegar verða fleiri og fleiri konur mjög aldraðar, alveg eins og karlarnir, og það þýðir að fleiri og fleiri konur hafa þetta heilsufarsvandamál. Meðal eldri kvenna er þetta ein af algengustu dánarorsökunum,“ segir hann. Í Danmörku hefur verið hrint af stað herferð undir yfirskriftinni „Konur lengi lifi!“ þar sem vakin er athygli á hjartasjúkdómum sem raunverulegum heilsufarsvanda kvenna þó að hjartasjúkdómar séu í huga flestra bundnir einkum við karlmenn. Danirnir benda á að þriðja hver kona fái hjartasjúkdóm, þrátt fyrir það telji flestir að hjarta- sjúkdómar séu sjúkdómar karla. Guðmundur kannast við þessa umræðu og segir að um allan heim sé verið að leggja áherslu á að krans- æðasjúkdómar séu algengir hjá konum þó það sé ekki fyrr en kon- urnar eru orðnar talsvert aldraðar. Ástæðan sé sú að konur hafi „ein- hverja náttúrulega vörn“. Krans- æðasjúkdómar séu mjög sjaldgæfir fyrir tíðahvörf og láti eiginlega ekk- ert á sér kræla fyrr en komið sé rækilega fram yfir tíðahvörf. „Það er ábyggilega einhver nátt- úruleg vörn gegn æðakölkunarsjúk- dómi meðal kvenna sem tengist þeirra hormónabúskap,“ segir Guð- mundur og bendir á að grunnáhætta íslenskra kvenna sé með því lægsta sem gerist í Evrópu. Hann segir að íslenskar konur séu hraustari hvað þetta varðar og hafi meiri náttúru- lega vörn en aðrar konur. ghs@frettabladid.is Íslenskar konur eru kvenna hraustastar Kransæðasjúkdómar eru algengir hjá öldruðum konum og ein algengasta dánarorsökin. Sjúkdómurinn fær þó ekki jafnmikla athygli og aðrir sjúkdómar kvenna. Íslenskar konur hafa þó náttúrulega vörn gegn kransæðasjúkdómum. Í KVENNAHLAUPINU Í GÆR „Kransæðasjúkdómur er algengt vandamál hjá konum eftir 70-75 ára aldur,“ segir Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknir. Erlendis er vakin athygli á því að kransæðasjúkdómar séu ekki karlakvilli eingöngu heldur hrjái líka konur. Það er ábyggi- lega einhver náttúruleg vörn gegn æðakölk- unarsjúkdómi meðal kvenna sem tengist þeirra hormónabúskap. GUÐMUNDUR ÞORGEIRSSON HJARTALÆKNIR Nýr fyrsti ráðherra Þingið á Norður-Írlandi hefur kosið sambandssinnann Peter Robinson í embætti fyrsta ráðherra heimastjórnar- innar, sem er samstjórn sambands- og lýðveldissinna. Robinson hafði áður verið kjörinn arftaki Ians Paisley sem leiðtogi stærsta flokks sambandssinna, DUP. Martin McGuinness úr Sinn Fein, flokki lýðveldissinna, verður áfram staðgengill fyrsta ráðherrans. NORÐUR-ÍRLAND Fullur í Leifstöð Ölvaður karlmaður var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. Hann hafði átt í útistöðum við starfsmenn og ferðamenn í flugstöðinni. Maður- inn fékk að gista í fangageymslu þar til áfengisvíman rann af honum. LÖGREGLUFRÉTTIR EVRÓPA, AP Aðildarríki Evrópusam- bandsins hafa komið sér saman um reglur um ólöglega innflytjendur. Staðfesti Evrópuþingið þær verða þær að lögum. Þær tryggja ólöglegum innflytjendum grund- vallarréttindi, aðgang að mat, skjóli og lögfræðilegri aðstoð. Samkvæmt reglunum má ekki halda fólki lengur en 18 mánuði áður en því er vísað aftur til heimalanda. Börnum sem eru ein á ferð má ekki vísa úr landi. Samræmdar reglur voru settar þar sem óttast var að ólöglegir innflytjendur nýttu sér mismun- andi reglur í löndunum til að flakka á milli landa. - kóp Ólöglegir innflytjendur: Samræmdar reglur hjá ESB Páll, vantar þig ekki útrás? Nei, sérstaklega ekki núna þegar ég get fengið hana á tveimur rásum. Í gær nýtti Ríkissjónvarpið aukarás sína, RÚV+, til að geta sýnt frá tveimur íþróttaviðburðum í einu. Páll Magnússon er útvarpsstjóri. NÁTTÚRA Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður við formlega athöfn í gær. Hann er um tólf þúsund ferkílómetrar að stærð, þekur um tólf prósent af flatarmáli landsins og er því stærsti þjóð- garður Evrópu. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sagði í ávarpi sínu á opnunarhátíð í Skaftafelli að hún væri vongóð um að hann yrði enn stærri að ári enda stæðu nú yfir viðræður við landeigend- ur og sveitarfélög í þeim tilgangi. Sagðist hún bjartsýn um að hin sérstaka náttúra svæðisins við Langasjó og Eldgjá yrði hluti þjóðgarðsins. Sagði umhverfisráðherra enn fremur að með stofnun þjóð- garðsins réðust Íslendingar í stærsta náttúruverndarverkefni frá upphafi. Anna Kristín Ólafsdóttir, for- maður stjórnar Vatnajökulsþjóð- garðs, sagði þetta afar merkileg- an áfanga og hafi margir lagt hönd á plóginn svo honum yrði náð. Sagði hún aðdragandann hafa verið býsna langan og að honum hafi komið, beint eða óbeint, tugir ef ekki hundruð manna. Ekki var aðeins fagnað í Skafta- felli því einnig var efnt til opnun- arhátíðar í Gljúfrastofu í Jök- uls árgljúfrum, á Skriðuklaustri í Fljótsdal og í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. - jse Vatnajökulsþjóðgarður formlega stofnaður í gær: Stærsti þjóðgarður Evrópu ÞJÓÐGARÐURINN OPNAÐUR Fáni með nýju merki Vatnajökulsþjóðgarðs dreginn að húni við formlega opnun garðsins í gær. MYND/HERMANN VALSSON SLYS Fjögur óhöpp urðu í mótor- krosskeppni á Sólbrekkubraut á milli Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar í gær. Tvær konur, ein stúlka og karlmaður duttu af hjólum sínum. Maðurinn, sem er 22 ára, handleggsbrotnaði og var fluttur á Borgarspítalann. Konurnar eru 22 og 28 ára gamlar og stúlkan 14 ára. Öll voru þau þátttakendur í keppninni og duttu ýmist aftur eða fram fyrir sig við að sýna listir sínar. Konurnar og stúlkan slösuðust ekki alvarlega. Þær mörðust víða og ein kvartaði yfir eymslum í baki. - kóp Vélhjólabyltur á Suðurnesjum: Fjórir slösuðust í vélhjólakeppni FRÁ KEPPNINNI Einn keppandinn flýgur af hjóli sínu í keppninni í gær. VÍKURFRÉTTIR/ELLERT FR ÉT TA BL AÐ IÐ /V IL H EL M ÁSTA MÖLLER Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fjárlaganefnd er ósammála formanni nefndarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ RÓBERT KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Hann segir of snemmt að taka ákvörðun um einstaka verkefni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.