Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 18
2 sport E ðlilega beinast augu flestra að Cristiano Ron-aldo í þessum riðli. Besti leikmað-ur síðasta tímabils að mati flestra en spurningin er hvort hann nær að taka form sitt frá Englandi yfir í landsliðið. Blússandi sóknarleikur Portúgala gæti þó komið niður á varnarleiknum en liðið tapaði þó aðeins einum leik í undankeppn- inni. Í vörninni er þó enga aukvissa að finna, Pepe hjá Real Madrid og Ricardo Car- valho eru miðverðir og Jose Bosingwa, sem Chelsea keypti fyrir sumarið á rúmar sextán milljónir punda, er hægri bak- vörður. Veðbankar telja að Portú- galar fari með sigur af hólmi í riðlinum og skal engan undra. Heimamenn í Sviss eru ekki í öfundsverðu hlutverki. Flestir telja að leið Portúgala og Tékka ætti að vera greið áfram í átta liða úrslitin. Svisslendingar eru með eitt slakasta lið keppninnar að margra mati en með heimavöllinn á bak við sig gætu þeir strítt stærri liðunum. Þeir eru með nokkra spennandi leikmenn. Philipp Degen var að ganga í raðir Liverpool og er í vörninni ásamt Arsenal- parinu Philipp Senderos og Johan Djourou sem reyndar var í láni hjá Birmingham. Hakan Yakin þekkja margir og Valon Behrami gæti sprungið út eftir gott tímabil á Ítalíu. Hakan Sukur er ekki í liði Tyrkja en það hefur valdið gríðarlegum deilum þar á bæ. Hann er markahæsti leikmaður Tyrkja sem lentu í þriðja sæti á HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu. Þeir komust ekki á EM 2004 né HM 2006. Sóknarleikur Tyrkja bygg- ist upp á fyrirliðanum Emre, Nihat Kavachi og Tuncay Sanli. Sóknin er sterk en vörnin mjög hæg og gæti það reynst dragbít- ur Tyrkja. Tékkar eru með spennandi lið en fjarvera fyrirliðans Tomas Rosicky veikir liðið þó mikið. Ekki er heldur að finna menn á borð við Pavel Nedved sem er hættur en gamli jaxlinn Jan Koller leiðir sóknina. Þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára gamall er hann lykilmaður í lið- inu. Þeir hafa Petr Cech í mark- inu og margreynd vörnin fékk aðeins á sig fimm mörk í und- ankeppninni. Jaroslav Plasil bindur miðjuna saman fyrir framan vörnina og er liðinu mjög mikilvægur. Karel Bruckner er margreyndur þjálfari sem er afar snjall og er meðal refanna sem vita upp á hár um hvað svona mót snúast. © GRAPHIC NEWS © GRAPHIC NEWS ÖLL AUGU Á ÞEIM BESTA Cristiano Ronaldo þarf að halda áfram að spila eins og sá besti fyrir Portúgal á EM í sumar. Þeir eru með vel mannað lið og Scolari þjálfari er líklegur til að ná langt. Tomas Rosicky verður ekki með Tékkum og án hans veikist liðið til muna. Sviss og Tyrkland eru litlu liðin sem freista þess að stríða þeim stóru. E VRÓ PU M E I STAR AM ÓTI Ð Í FÓTBO LTA - R I Ð I LL A Miguel Veloso - 22 ára miðjumaður Djúpur miðjumaður sem hefur verið sterklega orðaður við stórlið í Evrópu. Frábærar sendingar og góð tækni eru hans helstu kostir sem bætir upp fyrir hægan leik. Lykilmaður í Sporting. Leikur vænt- anlega með Moutinho fyrir framan vörnina. FYLGSTU MEÐ ÞESSUM SVISS Frei Fernandes Magnin Vonlanthen Yakin Cabanas Behrami Degen Djourou Zuberbuhler Senderos Líklegt byrjunarlið Sviss (4-3-2-1) KATRÍN JAKOBSDÓTTIR: „Spái Frökkum sigri og Franck Ribery gæti slegið í gegn, sem og táningarn- ir Samir Nasri og Karim Benzema.“ TEITUR ÞÓRÐARSON: „Þýskaland eða Ítalía vinnur mótið, en ef ég færi eftir hjartanu þá myndi ég segja Frakk- land. Ronaldo verður bestur.“ BALDUR BECK: „Önnur hvor heimaþjóðin mun klárlega taka þetta. Hallast meira að Austurríki. Alex Manninger verður svo hetja þeirra.“ GEIR ÓLAFSSON: „Frakkar, Þjóðverj- ar og Hollendingar eru sigurstrang- legir en ég held að Ronaldo eigi samt eftir að verða stjarna mótsins.“ SPURT OG SVARAÐ Hverjir vinna EM? Hvaða leikmaður slær í gegn? DecoNani Ferreira Moutinho Almeida Veloso Ronaldo BosingwaCarvalho Ricardo Pepe Líklegt byrjunarlið Portúgals (4-2-3-1) PORTÚGAL Martin Fenin - 21 árs sóknarmaður Einn besti leikmaður Tékka á HM U-20 ára liða 2007. Gat farið til Ju- ventus en valdi Frankfurt til að spila reglulega og skoraði þrennu í sínum fyrsta leik þar. Gæti leikið frammi með Jan Koller, sem steig fótsporin sem Fenin er ætlað að feta í. FYLGSTU MEÐ ÞESSUM Líklegt byrjunarlið Tékklands (4-4-2) Plasil Jarolim Jankulovski Koller Sionko Baros Polak Grygera Ujfalusi Cech Kovac TÉKKLAND Tuncay Balta Turan Aurelio Emre Kahveci AltintopCetin Demirel Asik Senturk Líklegt byrjunarlið Tyrklands (4-3-1-2) TYRKLAND FYLGSTU MEÐ ÞESSUM Valon Behrami - 23 ára kantmaður Spennandi kantmaður sem leikur með Lazio. Lunkinn og teknískur og hefur verið sívaxandi í sín- um leik. Fæddist í Kosovo en er uppalinn í Sviss þar sem hann sleit barn skónum. Þvælir óhræddur og ógnar mikið með leikni sinni, sem Svisslendingar treysta mikið á. FYLGSTU MEÐ ÞESSUM Mehmet Aurélio - 30 ára miðjumaður Spilar djúpt á miðjunni fyrir framan vörnina. Seigur miðjumaður sem er fyrirliði Fenerbahce. Fæddur og uppalinn í Brasilíu en er kominn með tyrkneskt ríkisfang. Er sterkur með boltann og góða yfi rsýn yfi r völlinn. Lykilmaður á miðjunni. Tuncay Sanli (Tyrkland)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.