Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 22
6 sport Antonio Di Natale - 30 ára kantmaður Á að sjá um að mata Luca Toni vinstra megin frammi ásamt Alessandro Del Piero af hægri kant- inum. Ótrúlega lunkinn leikmaður með frábærar sendingar. Þrátt fyrir að vera orðinn þrítugur er hann afar snjall, fl jótur og útsjónarsamur. FRAKKLAND Líklegt byrjunarlið Frakklands (4-4-2) FYLGSTU MEÐ ÞESSUM RÚMENÍA Líklegt byrjunarlið Rúmeníu (4-4-2) FYLGSTU MEÐ ÞESSUM ÍTALÍA FYLGSTU MEÐ ÞESSUM HOLLAND Líklegt byrjunarlið Hollands (4-4-2) FYLGSTU MEÐ ÞESSUM Í talar gráta Fabio Cannavaro. Hann var besti leikmaður þeirra í Þýskalandi árið 2006 þegar þeir urðu heimsmeistarar en er nú meiddur. Misstu þeir ekki aðeins frábæran leikmann heldur einn af leiðtogum liðsins sem tók við kyndlinum af Paolo Maldini. Francesco Totti er hættur en Ítalar eiga sæg af góðum knattspyrnumönnum. Luca Toni gæti orðið ein af stjörnum mótsins en varnarleikurinn hefur löngum verið aðalsmerki Ítala. Þeir eiga besta markmann í heimi og þrátt fyrir að vera hataður af mörgum er Marco Materazzi frábær leikmaður. Reynslan ætti einnig að vega þungt en meðalaldur liðsins er rétt undir 30 árum og er sá hæsti á mótinu. Frakkar misstu Zinedine Zidane en aðrar stjörnur eru teknar að fæðast. Á næstu árum munu lykilmenn í dag, Thuram, Vieira og jafnvel Henry, fara að slaka á og leyfa Samir Nasri og Karim Benzema að taka við keflinu. Frakkar eru vel mannaðir í hverri stöðu og Franck Ribery var í frábæru formi með Bayern München á síðasta tímabili. Vieira hefur reyndar verið meiddur en með Makelele bindur hann saman miðj- una fyrir framan sterka vörn liðsins. Hún fékk aðeins á sig fimm mörk í undankeppninni. Hollendingar hafa oft valdið vonbrigðum þegar á hólminn er komið. Þeir eru þó í uppáhaldi hjá mörgum og með Real Madr- id-parið Wesley Sneijder og Ruud van Nistelrooy ætti sókn- in ekki að vera vandamál. Auk þessu eru Robin van Persie og Rafael van der Vaart líklegir til afreka. Edwin van der Sar var lykilmaður í sigri Manchester United í deild og Evrópukeppni og vörnin fékk líkt og sú franska aðeins á sig fimm mörk í undankeppninni. Joris Mathijsen leikur þar stórt hlut- verk og ef vörnin heldur vel þá eru Hol- lendingar í góðum málum. Rúmenar gerðu jafntefli við Hollend- inga í Rotterdam og unnu þá á heima- velli. Samt sem áður hefur enginn trú á þeim. Það er reyndar ekki skrítið ef horft er yfir leikmannahópinn en fjölbreytni og samstaða einkenna hann. Alls notaði Victor Piturca þjálfari 39 leikmenn í undankeppn- inni en aðalstjarnan er vissulega Adrian Mutu. Fyrirliðinn Cristian Chivu er lykilmaður á miðjunni en hann getur raunar spilað um allan völl. Frammi með Mutu verður svo væntanlega Ciprian Marica en þeir félagar náðu vel saman í undan- keppninni þar sem þeir skoruðu samtals ellefu mörk. Að vera litla liðið gæti hentað Rúmenum vel. E V R Ó PU M E I STAR A M ÓTI Ð Í FÓTBO LTA - R I Ð I LL C SPURT OG SVARAÐ Hverjir vinna EM? Hvaða leikmaður slær í gegn? Makelele Malouda Abidal Benzema Henry Sagnol Ribery Vieira Gallas Coupet Thuram Nistelrooy Sneijder de Cler van Persie ZeuuwBronckhorst van der Vaart Melchiot Heitinga Van der Sar Mathijsen Mutu Nicolita Rat Dica Chivu Codrea Marica ContraGoian Lobont Tamas 4-4-2 © GRAPHIC NEWS© GRAPHIC NEWS STERKUR DAUÐARIÐILL C-riðill er dauðariðillinn á EM í ár. Flest augu eru á Frökkum, Ítölum og Hollendingum en gleyma Rúmenum sem voru ofar en þeir appelsínu- gulu í undankeppninni. Erfi tt er að spá fyrir um þennan riðil þar sem nákvæmlega allt getur gerst. Fr an ck Ri be ry (Fr ak kla nd ) SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON: „Ég skýt á að Portúgal taki þetta og held að Ronaldo verði bestur, enda er hann besti leikmaður heims í augnablikinu.“ ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR: „Ég tippa á að Portú- gal verði Evrópu- meistari og þá liggur auðvitað í augum uppi hver verður stjarna mótsins.“ HLYNUR BÆRINGSSON: „Holland tekur þetta og ég held að Robben verði stjarna mótsins, hann er helvíti góður.“ ARON KRISTJÁNSSON: „Frakkland verður Evrópumeistari og ég held að það sé nokkuð ljóst að Ronaldo verði stjarna mótsins.“ Klaas-Jan Huntelaar - 24 ára sóknarmaður Á leið til stærra liðs frá Ajax þar sem hann hefur skorað 70 mörk í 82 leikjum. Mun taka við af Ruud van Nistelrooy og hefur þegar stimplað sig inn í landsliðið. Markaskorari af guðs náð sem er oftar en ekki réttur maður á réttum stað. Frábær skalla- maður sem getur notað báða fætur. Karim Benzema - 21 árs sóknarmaður Aðalframherji Lyon sem þarf að sanna sig á mótinu. Kom eins og stormsveipur í franska boltann og er ein bjartasta vonin þar á bæ. Af alsírskum uppruna eins og Zinedine Zidane en leikstíll hans er líkari æskuhetju hans, Ronaldo hinum brasilíska. Cristian Chivu – 27 ára miðjumaður Fyrirliði Rúmena er fj ölhæfur en verður væntanlega á miðjunni. Örvfættur leikmaður sem var vinstri bakvörður en spilar iðulega rétt fyrir framan vörnina með landsliðinu. Sérfræðingur í auka- spyrnum og mikill leiðtogi á velli. Líklegt byrjunarlið Ítalíu (4-4-2) Toni Di Natale Zambrotta Gattuso Pirlo De Rossi Del Piero Panucci Barzagli Buffon Materazzi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.