Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 24
8 sport © GRAPHIC NEWS Það er óhætt að segja að frammi- staða tveggja manna standi upp úr þegar menn horfa til baka á sögu Evrópumóts landsliða. Annar þeirra, Frakkinn Michel Platini, vann Evrópumeist- aratitilinn 1984 nánast upp á sitt einsdæmi með því að skora 9 mörk í 5 leikjum en hinn er Hollendingurinn Marco Van Basten sem kórónaði frábæra frammistöðu sína á Evr- ópumótinu 1988 með því að skora fullkomið mark í úrslitaleiknum. M ichel Platini stóðst press-una og gott betur á Evr-ópumótinu sumarið 1984. Hann hafði verið kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu, var markakóngur ítölsku deildar- innar síðustu tvö tímabil og átti að leiða franska landsliðið til síns fyrsta titils á heimavelli. Platini gerði gott betur en að standast pressuna því hann var maðurinn á bak við að hið létt- leikandi franska landslið fór alla leið og varð Evrópumeistari. Platini skoraði 9 af 14 mörkum liðsins í fimm leikjum sem er met sem verður seint eða aldrei bætt. Mikilvægi markanna var líka mikið. Hann skoraði sigurmarkið í opnunarleiknum á móti Dönum, hann skor- aði tvær klassískar þrennur (með vinstri fæti, hægri fæti og skalla) gegn Belgum og Júgóslövum, sigur- markið í framlengdum undanúr- slitaleik á móti Portúgal og svo fyrsta markið í 2-0 sigri á Spán- verjum í úrslitaleiknum. Hann skoraði í öllum fimm leikjunum og aðeins eitt af níu mörkum hans kom úr víti. Hann skoraði tvö mörk með vinstri fæti, tvö mörk beint úr aukaspyrnu og tvö mörk með skalla. Það var bara eitt lið (Dan- mörk) sem skoraði fleiri mörk en Platini í þessari Evrópu- keppni og það hefur enginn skor- að fleiri mörk í úrslitakeppni EM hvorki í einni keppni né samtals á ferlinum. Hafi frammistaða Platinis á EM 1984 verið fullkomin þá hefur enginn skorað fullkomn- ara mark en Hollendingurinn Marco van Basten í úrslita- leiknum á Evrópumótinu 1988. Þegar Marco van Basten sat á bekknum í fyrsta leik Hol- lands á EM í Vestur-Þýska- landi 1988, 0-1 tapleik gegn Sovétmönnum, þá gat hvorki hann né aðrir ímyndað sér hvað mikið myndi breytast á næstu tveimur vikum. Van Basten kom reyndar inn á sem varamaður sjö mínútum eftir að Sovétmenn höfðu skoraði sitt eina mark en náði ekki að breyta leiknum. Hann var hins vegar í byrjunarliðinu í næsta leik og skoraði þá þrennu í 3-1 sigri á Englendingum, fiskaði vítið sem Holland jafnaði metin úr í und- anúrslitaleiknum og skoraði síðan sigur- markið rétt fyrir leikslok. Í úrslitaleiknum lagði van Basten síðan upp fyrra markið fyrir Ruud Gullit áður en hann skoraði markið ótrúlega. Adri van Tiggelen vann boltann á miðjunni og gaf hann á Arnold Mühren úti á vinstri vængnum. Mühren sendi háan svífandi bolta yfir á fjærstöng þar sem van Basten var átta metra frá markinu, aðþrengdur af bæði endalínunni sem og nokkrum sovéskum varnarmönn- um. Það eina í stöðunni virtist vera að gefa boltann fyrir en Van Basten var með sjálfs- traustið í botni og lét bara vaða. Hann hitti boltann fullkomlega og hann sveif yfir Rinat Dasaev, besta markvörð Evrópu, og datt niður í fjærhornið. Það hefur ekki og mun eflaust ekki vera skorað fallegra mark í úrslitaleik á stórmóti en þetta mark van Bastens á kom 54. mínútu í úrslitaleik Hollendinga og Sovétmanna á Ólympíu- leikvanginum í München 25. júní 1988. FULLKOMIN FRAMMISTAÐA Nafn: Marco van Basten Fæddur: 31. október 1964 Hæð: 188 sm Leikstaða: Framherji Félög: Ajax (1982-87) og AC Milan (1987-1993) Í dag: Þjálfari hollenska landsliðsins og verðandi þjálfari Ajax. Vissir þú? - Marco van Basten lék í aðeins einni HM á ferlinum, HM 1990 á Ítalíu. Holland sat eftir í undankeppni HM 1986 og van Basten var meiddur á HM 1994. - Marco Van Basten var þrisvar valinn besti knatt- spyrnumaður Evrópu 1988, 1989 og 1992. Nafn: Michel Platini Fæddur: 21. júní 1955 Hæð: 178 sm Leikstaða: Miðjumaður Félög: AS Nancy (1972-79), Saint-Étienne (1979-82) og Juventus (1982-87). Landsleikir/mörk: 72/41 (1976-87) Í dag: Forseti UEFA Vissir þú? - Michel Platini lék síðasta landsleik sinn á ferlinum á móti Íslandi á Parc des Princes 29. apríl 1987. - Michel Platini var valinn besti knattspyrnumaður Evrópu þrjú ár í röð, 1983, 1984 og 1985. BASTEN OG PLATINI Ármúla 36 s.588 1560 www.joiutherji.is EM 2008 – þú færð treyjurnar hjá okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.