Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.06.2008, Blaðsíða 10
10 8. júní 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. MERKISATBURÐIR 1789 Jarðskjálftahrina hefst á Suðurlandi. Jörðin skelfur á tíu mínútna fresti í heila viku. 1882 Jón Hjaltalín landlæknir lést 75 ára að aldri. 1921 Bandaríski hafnaboltaleik- arinn Babe Ruth handtek- inn fyrir hraðakstur. 1953 Rúmlega hundrað manns farast í fellibyljum í fylkj- unum Michigan og Ohio í Bandaríkjunum. 1968 James Earl Ray, meintur banamaður Martins Luth- ers King Jr, er handtekinn. 1986 Kurt Waldheim, meintur nasisti, kosinn forseti Austurríkis. 1994 Jarðskjálfti upp á 7,8 á Richter skekur Norður- Bólivíu. Á vormánuðum fór að bera á illum þef upp úr Þjórsá og Skaftá auk þess sem ný eyja myndaðist í gosi út af Reykja- nesi en hún hvarf nokkru síðar í sjó. Í maí sama ár fór að bera á jarðskjálftum sem fóru vax- andi og 8. júní 1783 hófst svo mesta eldgos Íslandssögunnar. Til að byrja með varð vart við öskufall í sveitinni og svartur mökkur lagðist yfir byggðina. Sama dag stóðu svo þrír eldar upp úr mekkinum og þeim fylgdu miklar drunur og brennisteinsfnykur. Hægt er að segja að rignt hafi eldi og brennisteini því bláleit rigning helltist yfir sem brenndi gróður og nýrúið fé. Fólk fann fyrir sviða í augum og á beru hörundinu. Hraun tók að flæða yfir sléttlendi þann 12. júní og þremur dögum síðar fóru fyrstu jarð- irnar undir hraun og fólk flýði sveitina. Búsæld hafði verið í Skafta- fellssýslu árin áður og töldu margir að gosið væri refsing guðs fyrir ólifnað. Þann 20. júlí safnaðist fólk saman í kirkjunni á Kirkjubæ og séra Jón Stein- grímsson messaði. Kirkjan lék öll á reiðiskjálfi og hraunelgur- inn nálgaðist og kirkjugestir héldu þetta sitt síð- asta. Hraunið stöðvaðist meðan á messu stóð og hefur hún síðan verið kölluð Eldmessan. Draga fór úr gosinu eftir þetta, en áfram ruddust þó fram hraunspýjur. Gosinu lauk þann 7. febrúar 1784. Í kjölfarið lagðist eiturmóða yfir landið, tún sviðn- uðu, bústofn féll og Íslendingum fækkaði um fjórðung. Móðuharðindunum lauk árið 1785. ÞETTA GERÐIST: 8. JÚNÍ 1783 Skaftáreldar hefjast JULIANNA MARGULIES LEIKKONA ER 42 ÁRA. „Ég fer frekar aftur að þjóna til borðs en að leika hlutverk persónu sem mér er illa við.“ Julianna Margulies er þekktust fyrir hlutverk sitt sem ráðagóði hjúkrunarfræðingurinn Carol Hathaway í Bráðavaktinni. Lítið hefur til hennar sést á hvíta tjaldinu og skjánum eftir að hún hætti í þáttunum. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Benedikt Eyfjörð Sigurðsson flugvirki, Lækjasmára 72, Kópavogi, sem lést á heimili sínu þann 31. maí síðastliðinn, verð- ur jarðsunginn frá Vídalínskirkju, Garðabæ, þriðjudag- inn 10. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Auður Lella Eiríksdóttir Sigrún K. Eyfjörð Guðni F. Sigurðsson Eiríkur Eyfjörð Jórunn Ó. Ólafsdóttir Þorsteinn Eyfjörð Ásta S. Sölvadóttir Guðjón Þór Jónsson Auður Ösp Jónsdóttir Gunnþór Jens Heiða S. Ármannsdóttir Halldór Frank Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Stefanía Ólöf Stefánsdóttir Laufbrekku 4, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 5. júní. Guðbrandur Ingólfsson Björn Ingólfsson Erla Steinunn Friðþjófsdóttir Þuríður Ingólfsdóttir Jóhannes Pétursson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn, bróðir, mágur og frændi, Hilmar Halldórsson Faxabraut 36a, Keflavík, sem lést 1. júní, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, miðvikudaginn 11. júní kl. 13.00. Sigmar Bjarki Hilmarsson Guðrún Björg Halldórsdóttir Elsa Hildur Halldórsdóttir Jóhannes Daði Halldórsson Aðalbjörg Grétarsdóttir og systkinabörn. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðfinna Jónsdóttir frá Völlum Garði, nú Vesturbergi 191 Reykjavík, verður jarðsungin frá Útskálakirkju, þriðjudaginn 10. júní kl. 14.00. Marta Guðmundsdóttir Kjartan K. Steinbach Ingibjörg J. Guðmundsdóttir Ólafur Örn Ingólfsson Jón Guðmundsson Kolbrún Baldursdóttir Sigrún Guðmundsdóttir Einar Ingi Magnússon Þorleifur St. Guðmundsson Ingibjörg Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, sonur og bróðir, Halldór Einarsson sem lést í Aarhus í Danmörku þann 22. maí síðastlið- inn, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn 11. júní kl. 15.00. Rakel Barðdal Halldórsdóttir Einar Leifur Pétursson Ólafía Einarsdóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, Þórunnar Jónsdóttur. Sérstakar þakkir til þeirra sem styrktu minningarsjóð Félags aðstandenda Alzheimers samtakanna (FAAS) og einnig sérstakar þakkir til starfsfólksins á 2. hæð norður á hjúkrunarheimilinu Eir, fyrir góða umönnun og gott viðmót í gegnum árin. Sigríður Sigurðardóttir Pétur Pétursson Sindri Þór Steingrímsson Stefanía Ósk Pétursdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Halldóra Jóelsdóttir sem lést í Sóltúni 29. maí sl., verður jarðsungin frá Seljakirkju mánudaginn 9. júní kl. 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð K.F.U.M. og K.F.U.K. Valgeir Ástráðsson Emilía Björg Möller Sigurður Ástráðsson Guðný Bjarnadóttir Herdís Ástráðsdóttir Þorvaldur Sigurðsson barnabörn og langömmubörn. Arnheiður Borg kennari hlaut íslensku menntaverð- launin í flokki kennara nú á dögunum. Einnig stendur hún á ákveðnum tímamótum því hún kenndi einnig sinn síð- asta kennsludag eftir 43 ára farsælan feril. „Það var svo ánægjulegt að ég kenndi minn síðasta kennsludag 28. maí sem er mér merkilegur dagur því þennan sama dag fyrir 42 árum eignaðist ég dótt- ur mína eftir að hafa geng- ið með hana mitt fyrsta kennsluár,“ segir Arnheið- ur. Hún er að vonum ánægð með menntaverðlaunin og segir með þeim sé kenn- arastarfið metið að verð- leikum. „Starfið er erf- itt en skemmtilegt og ég er óskaplega glöð og þakk- lát fyrir verðlaunin. Ótal margir kennarar í skólum um allt land eiga þessi verð- laun skilið ekki síður en ég og ég er mjög meðvituð um það, enda mikils virði að starfið sé viðurkennt,“ segir Arnheiður og bætir við: „Kennslan er merkilegt starf enda erum við að fást við það dýrmætasta sem við eigum, börnin okkar.“ Hún segir kennarastarfið hafa breyst mikið á starfs- ævinni, álag og kröfur til kennara hafi aukist og áherslur starfsins orðnar aðrar með breyttu samfé- lagi. „Áður var raðað í bekki eftir getu en nú er náms- geta barnanna innan hvers bekkjar mjög misjöfn. Kennarinn þarf að spanna miklu stærra svið í hverj- um tíma. Það er gífurlegt álag á kennurum með bekki þar sem eru vandamál, fé- lagsleg og tilfinnningaleg, og námsgetan er mismun- andi. Starfið getur verið erfitt en er jafnframt gef- andi því tilfinningaleg og félagsleg líðan barns skipt- ir miklu máli í skólanum og það eru forréttindi að fá að starfa við þetta.“ ARNHEIÐUR BORG: HLAUT ÍSLENSKU MENNTA Forréttindi að fá ÓSKAPLEGA GLÖÐ OG ÞAKKLÁT Arnheiður Borg fékk íslensku mennta- verðlaunin á dögunum og kenndi sinn síðasta kennsludag í lok maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.