Fréttablaðið - 21.06.2008, Side 1

Fréttablaðið - 21.06.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500021. júní 2008 — 167. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Afslátturinn reiknast af fargjaldi án flugvallarskatta og barnaflugvallarskattar bætast svo við. Sölutímabil 19. júní til og með 23. júní. Ferðatímabil í ágúst–september. 50% AFSLÁTTUR FYRIR BÖRN SÖLUTÍMABIL 19.–23. JÚNÍ + Bókaðu ferð á www.icelandair.is FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR EFNAHAGSMÁL „Þetta kom óvænt,“ segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalána- sjóðs, um breytingar á Íbúðalánasjóði sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Hann heyrði fyrst af breytingunum á fimmtudag. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri setur spurningarmerki við breytingarnar. Hann telur að hátt lánshlutfall af söluverðmæti íbúða geti verið varasamt fyrir lánveitendur jafnt sem lánþega, sem gætu setið uppi með skuldir sem væru hærri en markaðsvirði eigna þeirra. Greiningardeild Landsbankans bendir á að takmarkað aðgengi að lánsfé undanfarið sé í raun dæmi um markaðsbrest sem hefði í versta falli getað hrundið af stað lækkun eignaverðs langt umfram það sem ella þyrfti til að ná jafnvægi á fasteignamarkaði. Greiningardeildin telur aðgerðir ríkis- stjórnar innar ekki munu koma í veg fyrir verðlækkanir á fasteignaverði sem rekja megi til offramboðs nýrra íbúða eða minnkandi ráðstöfunar tekna. Hins vegar muni þær draga úr líkum á miklum lækkunum, en áfram sé gert ráð fyrir hóflegri lækkun íbúðaverðs á árinu. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans, segir mikilvægt að endurvekja traust á fasteignamarkaði, þar sem skörp verðlækkun hefði magnað þann efnahagssamdrátt sem fram undan hafi verið í þjóðarbúskapnum. Í því ástandi gætu íbúðareigendur tapað eigin fé sínu í fasteignum og byggingarverktakar lent í vandræðum. Í því ljósi beri að meta aðgerðir ríkisstjórnarinnar nú. „Þetta eru ömurleg tíðindi fyrir íslenskan fjármálamarkað. Lausnin á að felast í auknum umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði,“ skrifaði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, í tölvupósti til félagsmanna í Samtökum fjármálafyrirtækja sem birtur var á vef Viðskiptablaðsins. Gagnrýnir Hreiðar Már að ríkissjóður ætli sér að gefa út skuldabréf til að gera erlendum fjárfestum kleift að stunda vaxtamunarvið- skipti á fimmtán prósenta vöxtum. „Allir þeir sem hafa skoðað málið gera sér grein fyrir að ekkert atvinnulíf stendur undir slíkum vöxtum,“ segir hann. - bih, bþa, ikh / sjá síðu 10 Verðhrun fasteigna ólíklegt Forstjóri Íbúðalánasjóðs frétti fyrst af breytingum á sjóðnum á fimmtudag. Greiningardeild Landsbankans býst við minni lækkun á fasteignaverði en áður var spáð. Seðlabankinn hefur efasemdir um breytingarnar. DÓMSMÁL „Þegar grundvallarmann- réttindi eru fótum troðum af ríkis- valdi og lögreglu hlýtur að eiga að dæma mjög háar skaðabætur til að tryggja að varnaðaráhrif skaða- bótareglna nái tilgangi sínum,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson héraðsdómslögmaður. Vilhjálmur er lögmaður manns sem átti bíl sem lögregla kom fyrir staðsetningarbúnaði á með ólög- mætum hætti. Maðurinn krefst nú tíu milljóna króna skaðabóta frá ríkinu. Maðurinn uppgötvaði í nóvember í fyrra eftirfararbúnað á bíl sínum. Símar mannsins voru einnig hleraðir frá því í lok september og fram í febrúar á þessu ári. Sam- kvæmt gögnum sem lögregla afhenti manninum eftir mikinn málarekstur var hann talinn tengj- ast smygli með UPS-hraðsendinga- þjónustunni. Svo reyndist ekki vera. Hæstiréttur dæmdi í febrúar að ólöglegt hefði verið hjá lögreglunni að koma fyrir eftirfararbúnaðin- um. Stefna í skaðabótamálinu var móttekin hjá ríkislögmanni í gær. Í henni er vitnað til þess að ólögmæt- ar aðgerðir lögreglu hafi þýtt óvenju mikla skerðingu á einkalífi mannsins. Lögreglan hafi farið of fari og maðurinn eigi rétt á bótum. - gar Maður sem uppgötvaði ólöglegan staðsetningarbúnað lögreglunnar á bíl sínum: Vill tíu milljónir króna frá lögreglunni ÞAÐ ER UNGT OG LEIKUR SÉR Einbeitingin skein úr augum þessara atorkusömu ungmenna sem brugðu á leik í blíðunni í gær og reyndu með sér í strandblaki í Nauthólsvíkinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MASSACHUSETTS, AP Hópur bandarískra unglingsstúlkna gerði með sér samkomulag um að verða ófrískar og ala börnin upp saman. Engin stúlknanna er eldri en sextán ára og er samkomulag- inu kennt um mun fleiri þunganir en undanfarin ár í framhaldsskól- anum í Gloucester í Massachusetts. Sautján stúlkur úr hópi nemenda við skólann eiga von á barni. Þótti starfsfólki heilsu- gæslu skólans áberandi að stúlkur komu í þungunarpróf og fögnuðu ef það reyndist jákvætt. Yfir- maður skólamála á svæðinu segir stúlkurnar sem um ræðir eiga það sameiginlegt að hafa lítið sjálfsálit og skorta ástúð. Einn af feðrunum tilvonandi kvað vera 24 ára heimilislaus maður. - ht Bandarískar unglingsstúlkur: Ófrískar eftir samkomulag ÓLÉTTAR Sautján skólasystur, engin eldri en sextán ára, eiga von á barni. LEYNISTAÐIR Í ALFARALEIÐ Víðförlir ferðalangar mæla með fáförnum náttúru- perlum á Íslandi 28 LAUGARDAGUR FY LG IR Í D A G heimili&hönnunLAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2008 10 10 9 1211 SÍÐDEGISSKÚRIR Í dag verður hægviðri eða hafgola. Hálfskýjað eða léttskýjað víða um land, einna þungbúnast eystra. Síðdegisskúrir sunnan til og vestan. Hiti 6-15° C, hlýjast sunnan og vestan til. VEÐUR 4 „ALLIR EIGA RÉTT Á AÐ VITA HVAÐAN ÞEIR KOMA“ Brynja Mutidha Dan var ættleidd frá Srí Lanka. Hún á nú barn með unnusta sínum sem er ætt- leiddur frá Indónesíu. HELGARVIÐTAL 26

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.