Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.06.2008, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 21.06.2008, Qupperneq 4
4 21. júní 2008 LAUGARDAGUR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 10 12 10 6 9 10 12 10 11 12 5 12 10 10 12 12 7 8 10 15 20° 18° 20° 22° 19° 17° 22° 20° 20° 22° 25° 31° 27° 29° 28° 29° 28° 21° 12Á MORGUN Hæg norðlæg eða breyti- leg átt. MÁNUDAGUR Norðan 3-10 m/s, stífastur austast. ENGAR VINDÖRVAR Á kortinu hér til hliðar eru engar vindörvar. Ástæðan er það hægviðri sem víðast er á landinu þó að haf- golan geti reyndar gert sig nokkuð gildandi. Horfurnar í dag og á morgun eru keimlíkar; hægur vindur, bjart með köfl um og síðdegisskúrir syðra. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur BRUSSEL, AP Leiðtogar Evrópusam- bandslandanna 27 viðurkenndu á misserislokafundi sínum í Brussel í gær að sú uppfærsla á stofnsátt- mála sambandsins, sem þeir höfðu gert sér vonir um að gæti eftir mikla þrautagöngu gengið í gildi á næsta ári, væri strand á ný eftir að kjósendur á Írlandi höfnuðu Lissabonsáttmálanum í þjóðar- atkvæðagreiðslu í síðustu viku. Leiðtogarnir sögðu að virða verði niðurstöðu írsku þjóðarat- kvæðagreiðslunnar, en þeir stóðu engu að síður fast á því að ekki yrði farið út í að endursemja sátt- málann, enda felst í honum flókin pólitísk málamiðlun sem rakna myndi upp ef hreyft yrði við inni- haldi hans. „Að semja upp á nýtt er útilok- að,“ lýsti franski forsetinn Nicolas Sarkozy yfir. Áður hafði hann látið svo ummælt að ekki gæti orðið af neinni frekari stækkun sambands- ins fyrr en búið væri að leysa úr því hvernig uppfærslu sáttmálans verður komið í framkvæmd. Það verður í verkahring Frakka að leita leiða út úr þeirri stöðu sem upp er komin þar sem þeir gegna formennskunni í sambandinu síð- ari helming ársins. Sarkozy sagði hægt að líta á írska „neiið“ sem „tækifæri til að útskýra Evrópu- sambandið betur fyrir borgurun- um“. Málið yrði aftur tekið fyrir á leiðtogafundi í október. Niðurstöður könnunar sem birt- ar voru í gær sýndu að megin- ástæðan fyrir því að svo margir Írar greiddu atkvæði gegn nýja sáttmálanum var sú að þeir skildu ekki hvað fælist í honum. Þótt viðbrögð við írska „neiinu“ vægju þyngst í viðræðum leið- toganna að þessu sinni ályktuðu þeir einnig um ýmis önnur veiga- mikil mál. Þeir hótuðu að beita stjórnvöld í Afríkuríkjunum Simb- abve og Súdan frekari refsi- aðgerðum ef þau létu ekki af kúgun gegn eigin þegnum. Þeir ákváðu að Evrópusambandið tæki upp full stjórnmálasamskipti við Kúbu, en settu stjórnvöldum í Havana ströng skilyrði um það hvernig þau yrðu að fara að til að forða því að þvingunaraðgerðir yrðu teknar upp að nýju. Þá samþykktu leiðtogarnir áform um hertar samræmdar reglur um innflytjendaeftirlit á ytri landamærum sambandsins. Og þeir boðuðu að kannaðar yrðu leiðir til að lækka skatta af elds- neyti til að létta atvinnurekendum og neytendum byrðina af snar- hækkuðu eldsneytisverði. audunn@frettabladid.is EKKI BARA BARLÓMUR Írski forsætisráðherrann Brian Cowen, ESB-framkvæmda- stjórnarforsetinn José Manuel Barroso og danski forsætisráðherrann Anders Fogh Rasmussen slá á létta strengi við lok leiðtogafundarins í gær. NORDICPHOTOS/AFP Vilji Íra virtur en ekki samið upp á nýtt Hvernig bregðast skuli við höfnun Íra á Lissabonsáttmála Evrópusambandsins var í brennidepli á tveggja daga leiðtogafundi þess í Brussel. Leiðtogarnir álykt- uðu að vilji Íra yrði virtur en þó kæmi ekki til greina að semja upp á nýtt. BESSASTAÐIR Viðtal við forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, er meðal helstu atriða þáttar um framtíð orkumála sem sjónvarps- stöðin CNN sendir út um helgina. Þátturinn, sem ber heitið Principal Voices, verður sýndur fjórum sinnum á heimsrás CNN um helgina. Það var Charles Hodgson, einn helsti fréttaþulur sjónvarps- stöðvarinnar, sem tók viðtalið við forsetann á Bessastöðum í apríl. Auk viðtalsins verða svo sýndar myndir frá Íslandi en sérstakt tökulið frá stöðinni var sent til landsins til að safna ítarlegu myndefni. - ges Ísland til umfjöllunar á CNN: Ólafur Ragnar ræðir orkumál VINNUMARKAÐUR Samstarfshópur 24 stéttarfélaga háskólamanna fundaði í gær með Samninga- nefnd ríkisins og ríkissáttasemj- ara. Eftir fimm klukkustunda viðræður ákvað Samninganefnd að vísa kjaradeilu allra félaganna til sáttasemjara. Fundurinn með sáttasemjara mun fara fram í hádeginu á miðvikudag. Forysta BHM átti fund með forsætis-, fjármála-, utanríkis- og félagsmálaráðherra í Stjórnar- ráðinu í gær. Að fundi loknum sögðu forsætisráðherra og formaður BHM brýnt að samn- ingum lyki sem fyrst. - kg Kjaraviðræður BHM: Deilu vísað til sáttasemjara VIÐSKIPTI „Við ætlum að skoða leiðir til að koma frystigeymslu- fyrirtækinu Versacold Atlas á markað innan þriggja til sex mánaða eða finna kjölfestu- fjárfesti sem tekið getur fyrirtækið lengra með okkur, en helmingur af skuldum Eimskips liggur í því félagi,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, spurður um aðgerðir til að bæta eiginfjárhlutfall eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan ársfjórð- ung sem sýndi að eiginfjárhlutfall félagsins var einungis 14,4 prósent. Eimskip tapaði 101 milljón evra á öðrum ársfjórðungi, sem samsvarar 12,7 milljörðum íslenskra króna. Tap af áframhald- andi starfsemi félagsins nam 32,9 milljörðum en auk þess tapaði Eimskip 67,9 milljónum evra á Innovate Holding sem nýlega var afskrifað að fullu. - bþa Ársfjórðungsuppgjör: Eimskip tapar 13 milljörðum GYLFI SIGFÚSSON NÁTTÚRA Síðustu daga hafa enn orðið breytingar á virkni hvera- svæðisins við Gunnuhver á Reykjanesi. Almannavarnir hvetja fólk til að gæta ítrustu varúðar nálægt svæðinu. Í tilkynningu segir að vegurinn að hvernum sé nú lokaður og hættulegt geti verið að ferðast fótgangandi um svæðið. Miklar leirspýjur slettist úr hvernum og hafi myndað stóra barma umhverfis hann. Almannavarnir hvöttu fyrst til varúðar á svæðinu í byrjun mars síðastliðins. - kg Virkni á hverasvæði: Varúð nærri Gunnuhver GUNNUHVER Stórt op hefur myndast við hverinn. VÍKURFRÉTTIR/ELLERT GRÉTARSSON VÍSINDI Fönix, könnunarfar banda- rísku geimferðastofnunarinnar NASA, hefur fundið ís á reiki- stjörnunni Mars. Þótt vísinda- menn hafi vitað af tilvist vatns þar um nokkra hríð er þetta fyrsta beinharða sönnun þess. Fönix boraði í jarðveginn í gíg- botni á Mars og kom þar niður á íslag. Á myndum sem farið sendi frá sér í upphafi vikunnar mátti sjá hvítar skellur. Ekki tókst að greina hvort um salt eða ís var að ræða. Nýjar myndir frá farinu sýna hins vegar að skellurnar hafa minnkað og það þykir sönnun fyrir því að um ís sé að ræða sem hafi bráðnað. „Það var ótrúlega spennandi að sjá ísinn,“ segir dr. Peter H. Smith, stjórnandi leiðangursins, í viðtali við New York Times. „Það sem við óttuðumst mest í leiðangrinum var að við myndum grafa og grafa en aldrei finna ís.“ Geimfarið Mars Odyssey, sem fór á sporbaug um plánetuna árið 2002, fann merki um ís í jarðlög- um reikistjörunnar. NASA sendi því Fönix til þess að bora í jarð- veginn og finna sannanir fyrir ís þar. Nú hafa þær fundist og gefur það vangaveltum um mögulegt líf á Mars byr undir báða vængi. Farið kom á fimmtudag niður á mjög hart lag sem gaf sig ekki þrátt fyrir þrjár tilraunir. Vísinda- menn reikna með að lagið sé gadd- freðinn ís. - kóp Könnunarfar NASA borar í jarðveginn á „Rauðu reikistjörnunni“: Beinhörð sönnun fyrir ís á Mars ÍS Á MARS Hvítu skellurnar, sem NASA segir sönnun fyrir ís, sjást hér vel. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP JERÚSALEM, AP Ísraelsher neitaði í gær að gefa upp hvort meirihátt- ar hernaðaræfing fyrir árás á Íran hefði farið fram eður ei. Haft er eftir bandarískum embættismönnum í New York Times að yfir hundrað ísraelskar herflugvélar hafi tekið þátt í æfingunni í byrjun júní. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segist frekar vilja leysa kjarnorkudeiluna við Írana með friðsamlegum hætti en neitar að útiloka hernaðaraðgerðir. Fréttin um hina meintu árásaræfingu varð til þess að heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði. - ht Óstaðfestar fregnir frá Ísrael: Sagðir hafa æft árás á Íran GENGIÐ 20.06.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 161,1595 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 80,21 80,59 158,58 159,36 125,16 125,86 16,782 16,88 15,559 15,651 13,317 13,395 0,7448 0,7492 129,98 130,76 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.