Fréttablaðið - 21.06.2008, Side 22

Fréttablaðið - 21.06.2008, Side 22
22 21. júní 2008 LAUGARDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. RITHÖFUNDURINN IAN MCEWAN ER SEXTUGUR. „Ég á enn eftir að hitta ein- hvern sem segir: Sögur þínar eru svo andstyggileg- ar að ég get ekki fyrir nokk- urn mun lesið þær.“ Enski rithöfundurinn Ian McEwan er einn sá valdamesti í bresku menningarlífi. Kvik- mynd eftir skáldsögu hans Atonement var tilnefnd til Óskars verðlauna árið 2008. Það var þennan dag fyrir sautján árum að Perlan, út- sýnishús Hitaveitu Reykjavíkur í Öskjuhlíð, var form- lega tekin í notkun. Fyrstu hugmyndir um byggingu glæsihúss í Öskjuhlíð komu frá meistara Kjarval árið 1930. Í hugljómun Kjarvals átti húsið að svara birtu dags og táknum nætur, en betri lýsing á Perlunni sem reist var sextíu árum síðar er vandfundin. Perlan er í senn magnað og merkilegt mann- virki. Hún hvílir ofan á sex hitaveitugeymum sem samtals rúma 24 milljónir lítra af heitu vatni og er byggð úr stálgrind sem hefur öðru og meira hlut- verki að gegna en að tengja saman hitaveitugeyma og mynda hvolfþak, því stálið er hitagjafi hússins. Grindin, sem er hol að innan, virkar eins og risastór ofn. Á köldum vetrardögum streymir um hana heitt vatn, en kalt vatn á heitustu sumar- dögum. Með þessu móti er hitastigi Perlunnar haldið stöðugu og hægt er að ganga um léttklæddur í hvolfinu meðan ísköld stór- hríð geisar úti fyrir. Samtals var byggingarkostnaður Perlunnar á annan milljarð króna. Byggingarefnin stál og gler lögðu grunn að afar slæmum hljómburði, en með sérstökum aðferðum í klæðningu, einangrun, teppalögn og hátölurum tókst að framkalla úrvals hljómburð sem nýtur sín vel jafnt í Vetrargarðinum á fyrstu hæð og veitingasalnum á fimmtu hæð, en hljóðtæknileg hönnun Perlunnar fékk alþjóðlegu Golden Ear-verðlaunin árið 1993. Ótrúlega víðsýnt er af útsýnispöllum Perlunnar þar sem finna má sex útsýnisskífur með hljóðbönd- um á fimm tungumálum. Stolt Perlunnar er heims- klassa veitingahús með snúningsgólfi þar sem gestir njóta þess besta í mögnuðu útsýni. Perlan hefur verið valin í hóp fimm bestu útsýnisveitinga- húsa heims. ÞETTA GERÐIST: 21. JÚNÍ 1991 Perlan opnuð í Öskjuhlíð MERKISATBURÐIR 1942 54 stiga hiti mælist í Tirat Zevi í Ísrael. 1950 Hafnaboltastjarnan Joe DiMaggio slær 2000. högg sitt. 1959 Sigurbjörn Einarsson vígð- ur biskup yfir Íslandi. 1966 Mót norrænna lögreglu- kóra haldið í Reykjavík. 1973 Þjóðgarðurinn í Jökulsár- gljúfrum í Öxarfirði stofn- aður. 1975 Elton John, Eagles og Beach Boys spila saman á tónleikum á Wembley. 1980 Kvikmyndin Óðal feðr- anna eftir Hrafn Gunn- laugsson frumsýnd. 1986 Íþróttamiðstöðin í Laugar- dal tekin í notkun. 1989 Leikaraparið Melanie Griffith og Don Johnson giftist öðru sinni.timamot@frettabladid.is „Horn er með mest aðlaðandi gripum hljóð- færafjölskyldunnar og einkennist af rómant- ískum fantasíuhljómi og glæsilegu útliti,“ segir Joseph Ognibene, hornleikari hjá Sin- fóníuhljómsveit Íslands, sem hingað kom frá Englaborg Kaliforníu árið 1981 og hefur síðan kennt mörgum af yngri kynslóð ís- lenskra hornleikara á hljóðfærið. „Við hornleikarar heimsins erum svo heppnir að fyrir einskæra tilviljun eru til ótal fögur tónverk sem bæði Mozart og Strauss sömdu sérstaklega fyrir horn. Faðir Strauss var hornleikari og besti heimilisvin- ur Mozart-fjölskyldunnar líka, en tónskáldin launuðu það með tónverkum fyrir sína menn og við njótum góðs af því,“ segir kampakátur Joseph sem í dag stendur í stöðugu tónleika- haldi í menningarbænum Hafnarfirði þegar Hátíð norrænna hornleikara lýkur eftir fjög- urra daga tónlistarveislu. „Hátíðin á sér þrjátíu ára hefð, en er nú í fyrsta sinn haldin á Íslandi og hefur aldrei áður verið jafn glæsileg og nú. Hornsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Kammer- sveit Reykjavíkur taka þátt og frá opnun á miðvikudag hefur verið mikið um hápunkta sem ekki hafa áður verið í boði,“ segir Joseph sem er meðlimur í Hornleikarafélagi Íslands sem nú eru fimmtíu félagar í. „Hornleikarafélagið er vaxandi hreyfing og æ fleiri sem byrja að læra á horn snemma á ævinni, ljúka framhaldstónlistarnámi í út- löndum og skila sér svo aftur heim, en horn- grúppan í Sinfóníunni er eingöngu samsett af slíku fólki,“ segir Joseph sem í dag verður í hópi sextíu hornleikara frá öllum heimshorn- um sem blása munu af listfengi í horn sín. „Við byrjum í Hafnarborg klukkan 13 og verðum með galatónleika í Salnum klukkan 16. Þar koma fram tvær sinfónískar hornd- eildir ásamt mörgum góðum gestum, og verða tveir heimsfrumflutningar í boði. Sá fyrri er Áfram eftir Benna Hemm Hemm í flutningi hornleikara Sinfóníunnar og sá seinni Lacrimæ eftir hið virta þýska tónskáld Volker David Kirchner í flutningi horndeild- ar Útvarpshljómsveitarinnar í Frankfurt, en einnig koma fram á tónleikunum Wonder- brass-stúlkurnar hennar Bjarkar og fleiri,“ segir Joseph sem klukkan 19 stígur síðast á svið með öllum hornleikurum hátíðarinnar á útitónleikum á Thorsplani í Hafnarfirði. „Þetta tónleikahald verður ofsalega skemmtilegt og hæfir öllum sem unna tón- list, hvort sem það eru tónlistarmenn, börn eða almenningur sem aldrei hefur áður farið á tónleika. Slík verður upplifunin.“ thordis@frettabladid.is HÁTÍÐ NORRÆNNA HORNLEIKARA: LÝKUR MEÐ HEIMSFRUMFLUTNINGI Í DAG Rómantískar fantasíur HORN Í ÍSLENSKRI SUMARSÓL Hér viðra hljóðfæri sín fyrir utan Háskólabíó hornleikararnir Joseph Ognibene og Radovan Vlatkovic, sem þykir einn sá allra besti á heimsvísu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR AFMÆLI INGA J. BACKMAN Söngkona er 61 árs. MARÍA KRISTÍN GYLFADÓTTIR for- maður Heimilis og skóla er 37 ára. HULDAR BREIÐFJÖRÐ rithöf- undur er 36 ára. ÁSGEIR JÓNSSON hagfræðingur er 38 ára. Hjartans bestu þakkir til ykkar allra sem á einn eða annan hátt auðsýnduð okkur samúð, hlýhug og vinarþel við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Sigurðar Guðna Jónssonar fv. lyfsala, Flókagötu 33. Við biðjum ykkur Guðsblessunar. Fjóla Guðleifsdóttir Leifur Sigurðsson Katsuko Sigurðsson Anna Sigurðardóttir Hannes Leifsson. Séra Ágúst George staðgengill kaþólska biskupsins í Reykjavík og fyrrum skólastjóri Landakotsskóla, lést mánudaginn 16. júní 2008 á Landspítalanum. Honum verður sungin sálumessa í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti þriðjudaginn 24. júní kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á að styrkja viðhald húsnæðis Landakotsskóla, 0513-14-370500, kt. 680169-4629, Fyrir hönd aðstandenda og Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi Pétur Bürcher Reykjavíkurbiskup Drottinn veiti honum eilífa hvíld. Og hið eilífa ljós lýsi honum. Hann hvíli í friði. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ingólfur Ólafsson klæðskerameistari Víðilundi 18d, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 24. júní kl. 13.30. Guðbjörg Anna Árnadóttir Halldóra Kristín Gunnarsdóttir Árni Leósson Kolbrún Ingólfsdóttir Kristján Vilhelmsson Árni Evert Ingólfsson Margrét Ingólfsdóttir Friðbjörn Georgsson Ingibjörg Ingólfsdóttir Tryggvi Þórarinsson Lína Björk Ingólfsdóttir Dagmann Ingvason og afabörnin öll. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þorbjörg Svavarsdóttir lést sunnudaginn 8. júní á líknardeild Landakotsspítala. Hún verður jarðsungin frá Seljakirkju þriðjudaginn 24. júní kl. 13.00. Svavar Þorvaldssson Elzbieta Lul Selma Þorvaldsdóttir Ásgeir Jóhannes Þorvaldssson Kristín Alexandersdóttir Elísabet Þorvaldsdóttir Guðmundur Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Kærar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og vináttu við andlát og útför Estherar Jónsdóttur Hringbraut 50, áður til heimilis að Grýtubakka 4, Reykjavík. Ágúst Arason Haukur Ágústsson Kristín Auðunsdóttur Guðrún Edda Ágústsdóttir Hróbjartur Ágústsson Sigríður Oddsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Séra Sæmundur F. Vigfússon prestur kaþólska biskupsdæmisins í Reykjavík, lést miðvikudaginn 18. júní 2008 á Hjúkrunar- heimilinu Eir í Reykjavík. Honum verður sungin sálu- messa í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti mánu- daginn 23. júní kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Orgelsjóð Kristskirkju í Landakoti nr. 528-26-2459, kt. 530898-2459. Fyrir hönd aðstandenda og Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, Pétur Bürcher Reykjavíkurbiskup Drottinn veiti honum eilífa hvíld. Og hið eilífa ljós lýsi honum. Hann hvíli í friði.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.