Fréttablaðið - 21.06.2008, Page 26
26 21. júní 2008 LAUGARDAGUR
É
g ólst upp við að það
var rætt opinskátt um
ættleiðinguna, svo
það kom í rauninni
aldrei sá dagur að mér
var tilkynnt sérstak-
lega að ég væri ættleidd. Heima
var til mikið af myndum frá ferða-
lagi foreldra minna til Srí Lanka
og mikið rætt um það á heimilinu,
svo fyrir mér var það fullkomlega
eðlilegt, en ég er náttúrlega það
dökk að það hefði aldrei verið
hægt að leyna uppruna mínum,“
segir Brynja M. Dan Gunnars-
dóttir, sem var aðeins tveggja
mánaða þegar hún kom til Íslands.
„Það skipti líka máli að það voru
til hlutir sem komu í staðinn fyrir
allt þetta hefðbundna eins og
bumbumyndir. Ég var svo heppin
að mamma stalst til þess að taka
mynd af mér með blóðmóður minni
á Srí Lanka sem ég á enn í dag,“
segir Brynja og bætir við að hún
viti til þess að foreldrar séu mis-
viljugir að ræða ættleiðinguna við
börnin sín og reyni jafnvel frekar
að draga það á langinn ef börnin
eru ljós á hörund. „Mér finnst að
allir eigi rétt á að vita hvaðan þeir
koma og finnst sorglegt þegar for-
eldrar ræða það lítið við börnin
sín,“ bætir hún við.
Þegar Brynja var þriggja ára
gömul eignaðist hún systur þegar
foreldrar hennar ættleiddu tíu
mánaða stúlku frá Indlandi sem
hlaut nafnið Líney. „Mér fannst
æðislegt að eignast systur og
fannst ég snemma bera mikla
ábyrgð á henni. Hún var mikill
grallari og ef hún var sett í
skammar krókinn á leikskólanum
okkar í Hafnarfirði heimtaði ég að
fara með,“ segir Brynja og brosir.
„Ég var alltaf tilbúin að svara
þegar krakkarnir spurðu af hverju
ég væri svona brún og fannst ég
bara skera mig úr á jákvæðan hátt.
Það var ekki fyrr en í grunnskóla
sem það komu einstaka athuga-
semdir eins og „fæddistu í klósett-
inu?“. En þá átti ég alltaf mína vini
sem svöruðu fullum hálsi. Ég hef
alltaf verið stolt af uppruna mínum
og þegar ég var tólf ára ákvað ég
að bæta Mutidha við nafnið mitt,
en það var nafnið sem blóðmóðir
mín gaf mér og mömmu fannst það
mjög fallegt,“ segir Brynja.
Erfið lífsreynsla
Fjölskylduaðstæður Brynju hafa
breyst mikið í gegnum árin, en
þegar hún var fjögurra ára skildu
foreldrar hennar. „Þó svo að pabbi
væri frá Svíþjóð bjó hann áfram á
Íslandi. Það var gott samband milli
foreldra minna þrátt fyrir skilnað-
inn og þau fóru oft með okkur Lín-
eyju í ferðalög saman,“ segir
Brynja, en foreldrar hennar eru
nú báðir látnir. Fyrst lést faðir
hennar, Dan Hansson, og síðan
móðir hennar Snjólaug Stefáns-
dóttir, þegar Brynja var nítján
ára.
„Mamma barðist hetjulega við
krabbamein í þrjú ár. Það var
vissulega erfiður tími og ég veit
ekki hvað ég hefði gert ef ég hefði
ekki átt systur. Bræður mömmu
voru okkur líka stoð og stytta og
gerðu allt sem í þeirra valdi stóð
til að hjálpa okkur Líneyju. Við
þurftum ungar að takast á við hluti
sem flestir gera mun seinna á
ævinni og það var gott að eiga hvor
aðra að í því ferli, þó svo að við
höfum tekist mismunandi á við
sorgina. Auðvitað er auðvelt að
detta í sjálfsvorkunn og þunglyndi
yfir því sem hefur gengið á, en á
vissum tímapunkti ákvað ég að
láta reynsluna gagnast mér á lífs-
leiðinni, vera ánægð og gera
mömmu stolta því það er svo margt
í lífinu sem ég er þakklát fyrir, ég
er trúlofuð yndislegum manni og á
bestu fjölskyldu og vini sem hægt
er að hugsa sér,“ segir Brynja, en
hún kynntist Axel fyrir fimm árum
og í dag búa þau í bryggjuhverfinu
í Garðabæ.
„Við kynntumst í Fjölbrauta-
skólanum í Garðabæ og vorum
lengi vel bestu vinir áður en við
byrjuðum saman. Hann er ætt-
leiddur frá Indónesíu svo við áttum
svolítið sameiginlegan bakgrunn
hvað það varðar. Okkur langar
bæði að fara til upprunalanda
okkar einn daginn og heimsækja
þorpin sem við fæddumst í. Ég er í
svolítið sérstakri aðstöðu þar sem
móðurbróðir minn er sendiherra
Íslands í Svíþjóð og hafði mikil
samskipti við Srí Lanka í starfi
sínu. Hann er því með sambönd
við fólk úti, sem getur hjálpað mér
að leita að skyldfólki mínu, og
hefur boðist til að afhenda því
pappírana mína þegar ég er tilbúin
til þess,“ segir Brynja.
Fjallkonan
En hvernig upplifirðu viðhorfið í
samfélaginu? Hafið þið fundið fyrir
fordómum í kjölfarið á umræðunni
um innflytjendur? „Ég get ekki
sagt að ég hafi orðið fyrir neinum
fordómum. Einstaka sinnum verð-
um við Axel kannski fyrir því að
fólk talar við okkur ensku þegar
við erum tvö saman á veitingahúsi,
en okkur finnst það bara fyndið og
höfum húmor fyrir því. Eitt sinn
þegar ég var að afgreiða í banka
hrósaði eldri kona mér fyrir hvað
ég talaði góða íslensku og sagðist
varla heyra nokkurn hreim og
Axel lenti einu sinni í því á bíla-
verkstæði að maður talaði lengi
við hann á taílensku,“ segir Brynja
og hlær.
„Svo er viðhorf fólks auðvitað
einstaklingsbundið og ég fann það
þegar ég var ég beðin um að vera
fjallkonan í Hafnarfirði árið 2002.
Bæjarstjórinn hafði samband við
mig og langaði að brjóta ísinn og
gera eitthvað öðruvísi. Mér fannst
mjög gaman að vera fyrsta dökka
fjallkonan og það virtist vekja
athygli, því í kjölfarið voru umræð-
ur í blöðum og útvarpi þar sem
fólk lýsti ýmist yfir stolti eða
óánægju sinni og það voru greini-
lega skiptar skoðanir á því hvort
fjallkonan mætti vera af erlendu
bergi brotin eða dökk á hörund,“
segir Brynja.
Fjölskyldan stækkar
Fyrir tveimur mánuðum eignuðust
Brynja og Axel sitt fyrsta barn,
lítinn dreng sem heitir Máni Snær.
„Við vorum búin að ákveða Mána-
nafnið, en Snær er í höfuðið á
mömmu. Ég vona bara að honum
verði ekki strítt á að vera svona
dökkur, en heita eftir hvítum
snjó,“ segir Brynja brosandi.
„Ég er ósjálfrátt svo hvít í
hugsun að þegar mig dreymdi að
ég eignaðist barn var það alltaf
hvítt í draumnum. Fólk er líka
ennþá frekar óvant því að sjá dökk
börn á Íslandi og spyr oft hvort
það megi skoða eða koma við Mána
Snæ þegar við erum í Kringlunni
og Smáralind. Við grínumst stund-
um með það að við munum þurfa
að útbúa bækling fyrir hann áður
en hann byrjar á leikskóla til að
svara spurningum barnanna um
hvaðan hann kemur, því hann er
náttúrlega íslenskur en samt svo
blandaður,“ bætir hún við.
En kom það einhvern tímann til
greina hjá ykkur að ættleiða?
„Já, mig langar ofboðslega að
ættleiða og gefa til baka, því ég
hefði ekki getað fengið betra líf.
Okkur Axel langaði samt líka að
eignast okkar eigið barn og það er
voðalega gaman að eiga einhvern
sem líkist okkur, því við höfum
náttúrlega aldrei getað líkt okkur
við neinn í fjölskyldum okkar hvað
útlitið varðar,“ segir Brynja.
„Það er skrýtið að hugsa til þess
að núna er Máni Snær nákvæm-
lega jafngamall og ég var þegar
blóðmóðir mín gaf mig frá sér til
ættleiðingar. Ég gæti ekki með
nokkru móti hugsað mér að láta
Mána Snæ frá mér og get ekki
ímyndað mér hvernig það væri að
þurfa þess. Þetta er án efa það
óeigingjarnasta sem nokkur
manneskja getur gert, að láta
barnið sitt frá sér svo það megi
öðlast betra líf,“ segir Brynja að
lokum.
Vil gera mömmu stolta
Brynja Mutidha Dan Gunnarsdóttir var ættleidd frá Srí Lanka árið 1985 þegar hún var aðeins tveggja mánaða gömul. Í dag
hefur hún eignast sitt fyrsta barn með unnusta sínum Axel Ásmundssyni sem er ættleiddur frá Indónesíu og stundar nám í
rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Alma Guðmundsdóttir hitti Brynju og ræddi við hana um lífið og tilveruna.
„FÓLK TALAR STUNDUM ENSKU VIÐ OKKUR Á VEITINGASTÖÐUM“ Brynja Gunnarsdóttir með Mána í fanginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
➜ Í HNOTSKURN
Stjörnumerki: Meyja
Besti tími dagsins: Þegar Axel
kemur úr vinnunni og við fjölskyld-
an sameinumst í lok dags.
Uppáhaldsmatur: Sniglar eins
og mamma hafði alltaf í forrétt á
jólunum.
Uppáhaldsdrykkur: Pepsi Max.
Diskurinn í spilaranum: B‘Day
með Beyoncé Knowles.
Draumafríið: Havaíeyjar þar sem
við Axel trúlofuðum okkur árið
2006.
Hverju myndirðu sleppa ef þú
þyrftir að spara?: DVD, bíóferð-
um og Stöð 2.
STAÐREYNDIR UM ÆTTLEIÐINGU
■ Félagið Íslensk ættleiðing hefur
löggildingu dómsmálaráðu neytis
til að annast milligöngu um
ættleiðingar barna frá eftirfarandi
ríkjum:
Indlandi, Kína, Kólumbíu,
Tékklandi og Taílandi.
■ Félagið hefur starfað síðan 1978
og rekur skrifstofu í Reykjavík.
■ Undanfarin ár hafa að jafnaði
verið ættleidd 20-35 börn af
erlendum uppruna árlega.
■ Á Íslandi búa nú um 110 börn
sem ættleidd hafa verið frá Kína.
■ Til Íslands hafa alls verið ættleidd
um 500 börn fædd erlendis.
■ Erlend yfirvöld leggja áherslu á
að börnin eignist bæði móður
og föður þannig að takmarkaðir
möguleikar eru fyrir einhleypa að
ættleiða frá útlöndum. Má búast
við að biðtími sé mun lengri en
hjá hjónum.
■ Helstu kröfur íslenskra stjórnvalda
eru eftirfarandi:
1. Umsækjendur séu 25-45 ára.
2. Andlega og líkamlega hraustir.
3. Hafi ekki sakaferil.
4. Geti framfleytt fjölskyldu með
góðu móti.
5. Giftir umsækjendur hafi verið í
sambúð í a.m.k. þrjú ár.
6. Fyrir umsækjendur í óvígðri
sambúð er gerð krafa um minnst
fimm ára sambúðartíma.
■ Einhleypir geta fengið forsam-
þykki til ættleiðingar ef sérstak-
lega stendur á og ættleiðing er
ótvírætt talin barninu til hags-
bóta.
■ Fjöldi barna var áður ættleiddur
frá Kóreu, Indónesíu, Gvatemala
og Srí Lanka; þau fyrstu eru nú
að nálgast fertugt.
Upplýsingarnar eru teknar af
heimasíðu Íslenskrar ættleiðing-
ar, www.isadopt.is.