Fréttablaðið - 21.06.2008, Page 28

Fréttablaðið - 21.06.2008, Page 28
[ ] Keppni í enduro-torfæruakstri mun fara fram í dag í Bolöldu, gegnt Litlu kaffistofunni. Þetta er ein fjölmennasta keppni mótorhjólamanna hér á landi og í fyrra tóku þátt um 500 keppendur. Véla- og íþróttaklúbburinn, betur þekktur sem VÍK, stendur fyrir þessari keppni, sem er haldin í tengslum við þrjátíu ára afmæli klúbbsins. „Við höfum verið að gera upp svæðið og betrumbæta það síðustu tvö ár og getum vel tekið á móti fjölda fólks,“ segir Hrafnkell Sig- tryggsson, formaður VÍK. Mark- miðið er að hafa gaman og halda skemmtilega keppni. Þolaksturs- keppnin stendur frá klukkan 18.01 til 00.01 og er hægt að vera einn í liði og upp í þrír saman og þá skipt- ast menn á að hjóla hringinn, sem er fjórtán kílómetrar. Tónlist verð- ur í gangi auk þess sem ýmsir sölu- aðilar sýna sínar vörur. „Dagskráin mun hefjast klukkan 11.00 þar sem yngstu ökumennirn- ir keyra í sérhannaðri barnabraut, en þeir sem eru lengra komnir keyra í stóru brautinni. Samhliða því mun fara fram skemmtikeppni í ýmsum flokkum til kynningar á íþróttinni og þátttakendum til skemmtunar. Meðal annarra atriða verður keppni í kvennaflokki og einnig verður keppt á fjórhjólum í mótorkross-braut. Sú keppni er haldin nú í fyrsta sinn og verður afar spennandi að fylgjast með hvernig til tekst,“ segir Hrafnkell. Alls hafa um tvö hundruð manns skráð sig í þolraunakeppnina og um sextíu munu taka þátt í dag- skránni þannig að á svæðinu verð- ur mjög fjölmennt á keppnisdag- inn. Aðgangur er ókeypis og allir eru hvattir til þess að leggja leið sína í Bolöldu og sjá unga sem aldna keppendur leika listir sínar. mikael@frettabladid.is Keppendur á öllum aldri Hrafnkell Sigtryggsson lofar skemmtilegum degi sem allir ættu að hafa gaman af. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Mótorhjólin sjást mikið á götunum, sérstaklega yfir sumartímann. Nauðsynlegt er að passa sig og vera vel á varðbergi í umferðinni því oft fer lítið fyrir mótorhjólun- um og bílstjórar sjá þau jafnvel ekki. Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . Ferðaval ehf. leggur áherslu á að vera með litla yfirbyggingu sem gerir okkur kleyft að bjóða betri verð sem samræmist ríkri áherslu á frábæra þjónustu við viðskiptavini okkar. Verið hjartanlega velkomin, starfsfólk Ferðavals ehf. Nýtið ykkur þessi frábæru tilboð í byrjun sumars! Tilboðsverð gilda til og með 27. júní. Opið 10 - 20 virka daga laugardaga og sunnudaga 12 - 17 Eigum einnig úrval af notuðum vögnum á mikið lækkuðu verði Tilboð þessi gilda ekki með öðrum tilboðum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.