Fréttablaðið - 21.06.2008, Side 30

Fréttablaðið - 21.06.2008, Side 30
[ ]Taska er fallegur og nauðsynlegur fylgihlutur til að geyma ýmiss konar hluti í. Snyrtidót, sími og lyklar, allt þetta viljum við hafa í henni. Því er gott að velja rúmgóða tösku svo allt okkar dót komist fyrir. Sumartískan er sannarlega litrík og sumarleg þetta árið. Fatahönn- uðir voru ekki að deyfa litina á vortískusýningunum og neonlit- brigði voru áberandi. Sterkir litir voru áberandi á vor- og sumartískusýningunum. Fatahönn- uðirnir voru ófeimnir við að nota sterkustu litbrigðin á litaspjaldinu. Elektróblár, skærfjólublár, blóð- rauður og grípandi neonlitir svo sem grænn, appelsínugulur, gulur og bleikur voru vinsælir. Konur ættu því ekki að vera feimnar við að draga fram skærustu flíkurnar í skápnum, enda fátt sumarlegra. mariathora@frettabladid.is Skærlitt sumar Derek Lam. Milla Jovovich klæddist skærbláum kjól á Cannes- hátíðinni. NORDICPHOTOS/GETTY Þórdís Helgadóttir vann ný- lega til hárgreiðsluverðlauna í flokki afburðastjórnenda á hátíð sem hefur skipað sér sess sem eins konar óskarsverð- launahátíð hárgreiðslufólks. Um 3.000 hárgreiðslustofur frá 22 löndum voru tilnefndar til verð- launa á Global Salon Business Award-hátíðinni sem haldin var í þriðja sinn dagana 7.-9. júní síð- astliðinn í Hollywood. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum og hlaut Þórdís verðlaun í flokki afburðastjórnenda. Þá hlaut Sigrún Ægisdóttir á Hár Sögu einnig verðlaun á hátíð- inni í hárgreiðslustofuflokki. „Ég hugsa að það sé ákveðið afrek að við skulum hafa staðið þarna tvær frá Íslandi á sviðinu. Sérstaklega í ljósi smæðar lands- ins,“ segir Þórdís sem hefur rekið hárgreiðslustofuna Hárný í Kópa- vogi síðan 1990. Hún segir verðlaunin hafa gríðar lega þýðingu fyrir erlendar stofur en að á Íslandi eigi keppnin eflaust eftir að greypast fastar í huga fólks. „Þetta eru þó með virt- ustu verðlaunum sem hægt er að fá í hárgreiðslu,“ segir Þórdís. - ve Virt verðlaun í höfn Hátíðin sem Þórdís hlaut verðlaun á fór nú fram í þriðja skipti en Paula Kent Meehan, stofnandi Redken, kom henni á fót. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.