Fréttablaðið - 21.06.2008, Side 40

Fréttablaðið - 21.06.2008, Side 40
● heimili&hönnun Sigríði Thorlacius, söngkonu hljómsveitarinnar Hjaltalín, dreymir um lítið bárujárnshús með brakandi gólffjölum. „Draumahúsið mitt er á tveimur hæðum, helst gult með bláu þaki og bláum gluggakörmum,“ segir Sigríður. „Á gólfum er gamalt parkett sem brakar í og í loftinu fallegar rósettur. Eld- húsið er með svörtum og hvítköflóttum gólfdúk og eldrauðri eld- húsinnréttingu. Á efri hæðinni er svefnloft undir súð.“ Sigríður myndi vilja hafa risastóran garð umhverfis húsið, þar sem hægt yrði að ná bæði morgun- og kvöldsólinni. „Garður- inn er fullur af hvönn og lúpínu og uppi á hól er glæsilegt birki- tré sem hægt er að leggja sig undir. Umhverfis garðinn er svo blátt trégrindverk og rauður póstkassi. Í stofuglugganum býr grár köttur með hvítar loppur og hvíta rófu. Það þarf svo varla að taka það fram að í garðinum er alltaf sól, fullt af þröstum og engir geitungar.“ Sigríður segist ekki vita um svona hús, en ef það er til álítur hún eigandann ákaflega heppinn. - kka DRAUMAHÚSIÐ Bárujárnshús með sól í stórum garði Draumahúsið hennar Sigríðar er gamalt og í rómantískum stíl. FRETTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ● NYTJAHLUTIR OG SKRAUTMUNIR Hitamælar og klukkur eftir hinn heimsþekkta danska hönnuð Jacob Jensen eru meðal þess sem fæst í nýrri sameiginlegri lífsstílsverslun Epal og Liborius á Laugavegi 7. Jacob Jensen hefur hefur meðal annars hannað fyrir Bang & Olufsen og hlotið fjölmargar viður- kenningar fyrir verk sín. Auk gjafavara, nytjahluta og skrautmuna fyrir heim- ilið sem Epal selur einnig í öðrum búðum eru fleiri ný vörumerki á Laugavegin- um. Þar má nefna vörur frá hollenska gjafavörufyrirtækinu Royal vkb (www.royalvkb.com ) og Atmosphere-hnetti (www.atmosphereglobes. com). hönnun Járnsmiðja Óðins Persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöfjsó 21. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.