Fréttablaðið - 21.06.2008, Page 44

Fréttablaðið - 21.06.2008, Page 44
● heimili&hönnun Í litlu rými er betra að hafa fá stór húsgögn en mörg lítil, en hafa þarf í huga að velja skal húsgögn sem eru nett þótt þau séu stór. Sófar ættu að hafa litla eða enga arma og stólar ættu að vera armalausir. Varast skal að nota marga liti saman í litlu rými. Best er að velja einn aðallit og svo er hægt að velja púða, skraut og annað þess háttar í litum sem tóna við hann. Skraut á að vera í lágmarki. Sama gildir um skrautið og húsgögnin. Fáir stórir munir í svipuðum lit láta rýmið virðast stærra. Geymslurými skiptir miklu máli þar sem lítið er um pláss. Litlum hillum er hægt að koma fyrir nánast hvar sem er, jafnvel fyrir ofan hurðir. Gott er að nýta rými undir súð eða stiga undir hillur eða sem geymslupláss. Flatskjár er himnasending fyrir lítið rými; þá þarf ekki neitt borð undir sjónvarpið þar sem skjáinn er hægt að festa á vegginn. Til að skipta upp rými er hægt að notast við hillur með engu baki. Þannig af- marka þær rýmið án þess að loka á birtuna. Gott skipulag skiptir sköpum í litlu rými. Hlutum og fatnaði sem ekki er í stöðugri notkun ætti að koma fyrir í geymslu. - keþ, -ve Notaleg smárými ● Hvort sem innrétta á risíbúð, stúdíóíbúð eða lítil rými ættu eftirfarandi ráð að koma að góðum notum. Ekki þarf mikið pláss til að útbúa notalegt afdrep. NORDICPHOTOS/GETTY Smekkleg lausn þar sem forstofan er innan íbúðar. Skóskápurinn er snyrtilegur og sparar pláss. Fæst í IKEA. MYND/IKEA IKEA-fataskápur með sniðugum skógrindum, hurðum og hólfum af ýmsum gerðum. MYND/IKEA Breið hilla getur nýst sem skrifborð. NORDICPHOTOS/GETTY Sjónvarp, geisladiskar og fleira komast fyrir á einum vegg í þessari IKEA hillu og rennihurðirnar spara frekar pláss. MYND/IKEA Í stað þess að fylla allt af myndum og skrautmunum er herberginu haldið hvítu í grunninn og litríkt rúmteppi er það eina sem þarf til að skreyta rýmið. NORDICPHOTOS/GETTY Útdregið Ladydesk-skrifborð úr Heima sem kostar 45.000 krónur. MYND/HEIMA Óútdreginn Rafemar-svefnstóll úr Heima. Verð 229.000 krónur. MYND/HEIMA 21. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR12

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.