Fréttablaðið - 21.06.2008, Page 66

Fréttablaðið - 21.06.2008, Page 66
38 21. júní 2008 LAUGARDAGUR Norrænir organistar og norræn orgeltónlist verða í aðalhlutverki Alþjóðlega orgelsumarins sem hefst í Hallgrímkirkju á morgun kl. 17. Þá fara fram fyrstu tónleikar hátíðarinnar, en á þeim flytur Hörður Áskels- son, kantor Hallgrímskirkju og söngmálastjóri Þjóðkirkj- unnar, fjölbreytta orgeltón- list eftir Buxtehude, Bach, Hafliða Hallgrímsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Sumartónleikaröðin Alþjóðlegt orgel sumar er nú haldin í sextánda sinn. Að þessu sinni koma níu org- anistar fram á sautján tónleikum í Hallgrímskirkju, sem fara fram í hádeginu á laugardögum og á sunnudagskvöldum. Allir flytjend- urnir eru frá Norðurlöndunum og eru í röð fremstu organista sinna landa. Röð hádegistónleika á fimmtudögum hefur verið flutt í Dómkirkjuna, en á þeim koma fram sjö íslenskir organistar ásamt ýmsum einsöngvurum og einleikur- um á önnur hljóðfæri. Hörður Áskelsson leikur á fyrstu tónleikum hátíðarinnar á morgun og helgina eftir leikur Björn Steinar Sólbergsson á tónleikum á laugar- dag kl. 12 og á sunnudag kl. 17. Tímasetning sunnudagstónleikanna nú í júní tekur tillit til Evrópumeist- aramótsins í knattspyrnu, en allir aðrir sunnudagstónleikar verða klukkan 20, eins og venjan hefur verið undanfarin ár. Fulltrúar Danmerkur eru organ- istarnir Bine Katrine Bryndorf, prófessor í orgelleik við Konung- lega tónlistarháskólann í Kaup- mannahöfn og Hans Ole Thers, organ isti Kirkju heilags anda í Kaupmannahöfn. Fulltrúar Sví- þjóðar eru Mattias Wager, organisti dómkirkjunnar í Stokkhólmi, og Gunnar Idenstam. Frá Noregi koma organistinn Bjørn Andor Drage og Jon Laukvik sem er prófessor í orgel leik bæði í Stuttgart og Ósló. Frá Finnlandi kemur hinn kunni orgelleikari Kalevi Kiviniemi. Áhugasamir geta kynnt sér dag- skrá orgelhátíðarinnar nánar á vef- síðunni www.listvinafelag.is vigdis@frettabladid.is Norrænir orgel- risar á Íslandi HÖRÐUR ÁSKELSSON ORGANISTI Leikur á fyrstu tónleikum Alþjóðlega orgelsum- arsins í Hallgrímskirkju á morgun. Myndlistarsýningin Straumar verður opnuð í Listasafni ASÍ í dag kl. 13. Á sýningunni eru verk í eigu safnsins; verk úr stofngjöf safnsins frá Ragnari Jónssyni í Smára ásamt verkum sem safnið hefur eignast á undanförnum árum, en sum þeirra hafa ekki verið sýnd í safninu áður. Verkin spanna hundrað ára skeið í íslenskri listasögu og tengjast ólíkum straumum sem leikið hafa um myndlistina á þessu tímaskeiði. Elstu verkin á sýningunni eru rómantísk lands- lagsverk Þórarins B. Þorláks- sonar frá byrjun síðustu aldar en það yngsta er lágmynd Svövu Björnsdóttur, Lifandi vatn, sem gert er einni öld síðar. Þrátt fyrir hundrað ára aldursmun og ólíka tækni er sameiginlegur kjarni í þessum verkum sem felst í skír- skotun listamannanna til vatns og himinbláma. Í Ásmundarsal safnsins má sjá verk sem tengjast Þingvöllum og hugmyndum um íslenskt þjóðerni eins og þær þróuðust í myndlist upp úr 1930 og fram til dagsins í dag. Í Arinstofu má svo sjá strauma tveggja alda í óhlutbund- inni myndgerð. Á meðal þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni, auk þeirra Þórarins og Svövu, eru Anna Jóelsdóttir, Birgir Andrésson, Eirún Sigurðardóttir, Hreinn Friðfinnsson, Jóhannes S. Kjar- val, Karl Kvaran og Ragnheiður Jónsdóttir. Sýningin stendur til 24. ágúst. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17. Aðgangur er ókeypis. - vþ Straumar hundrað ára YNGSTA VERKIÐ Lifandi vatn eftir Svövu Björnsdóttur. Á sýningunni Þetta vilja börnin sjá!, sem hefur verið haldin árlega í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík frá árinu 2002, má sjá myndskreytingar úr nýútkomnum íslenskum barna- bókum. Markmið sýningarinnar er að beina athyglinni að gildi myndskreytinga í barnabókum. Nokkur hefð hefur myndast fyrir því að sýningin ferðist um landsbyggðina að loknum sýningartíma sínum í Reykjavík. Sýningin sem sett var upp í Gerðubergi í haust var þannig nýverið opnuð í Amtsbókasafninu á Akureyri og stendur þar til loka júlí. Á meðal þeirra listamanna sem eiga myndskreytingar á sýningunni eru Áslaug Jónsdóttir, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Sigrún Eldjárn og Þórarinn Leifsson. - vþ Myndskreyt- ingar ferðast SIGRÚN ELDJÁRN Ein þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni Þetta vilja börnin sjá! menning@frettabladid.is Nýr sýningarsalur sem ber nafnið Skaparinn, líkt og fata búðin forðum daga, var opnaður að Miðstræti 12 í miðbæ Reykjavíkur um síðustu mánaðamót. Það er að sjálf- sögðu alltaf fagnaðarefni þegar nýtt pláss bætist við listsýningar- rýmin á höfuðborgarsvæðinu, enda gera þau mikið til að auðga tilveru bæði listamanna og listunnenda. Fyrst til að sýna verk sín í Skaparanum er Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, myndlistarkona og búningahönnuður. Þórunn hefur verið einn af afkasta- mestu búningahönnuðum landsins og hefur hannað fyrir fjölda leikverka og kvikmynda. Hún hefur tvívegis unnið til Grímuverðlauna fyrir búninga- hönnun sína. Á sýningunni í Skaparan- um má sjá átta ný verk eftir Þórunni. Segja má að myndlist hennar sé í senn hugljómun úr búningaheimi leikhússins, en einnig öguð, spennandi og óvænt myndmótun þess efnis sem hefur heillað hana alla tíð og býr yfir raunverulegri sögu og arfleifð íslenskra kvenna. Þórunn hefur áður haldið tvær einkasýningar á verkum sínum og tekið þátt í ýmsum samsýn- ingum. Skaparinn er opinn mánu- daga til föstudaga á milli kl. 12 og 18, en annars eftir sam- komulagi. - vþ Kl. 17 Sópransöngkonan Hanna Dóra Sturludóttir og píanóleikarinn Kurt Kopecky koma fram á tónleikum á vegum tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið í tónleikasalnum Hömrum á Ísafirði í dag kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna er íslensk og ítölsk tónlist eftir tónskáld á borð við Verdi, Puccini, Þórarin Guðmundsson og Jón Ásgeirsson. ÞÓRUNN ELÍSABET SVEINSDÓTTIR Fyrsti listamaðurinn sem sýnir verk sín í sýningarrýminu nýja Skaparanum. Nýr sýningarsalur í miðbænum > Ekki missa af... Loka-gjörningadeginum á sýningu Karls Holmqvist „Boomtown“ í Nýlistasafninu sem fer fram í dag á milli kl. 12 og 17. Að þessu sinni fremja gjörninga þau Ásmund- ur Ásmundsson, Berglind Ágústdóttir, Hulda Vilhjálms- dóttir, Ingibjörg Magnadóttir og Sara Björnsdóttir. Sviðið er jafnframt opið öllum þeim sem vilja tjá sig á einhvern hátt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.