Fréttablaðið - 21.06.2008, Síða 67
LAUGARDAGUR 21. júní 2008
Sumartónleikaröð Gljúfrasteins
heldur áfram á morgun kl. 16, en
þá koma fram þeir Martin Frewer
fiðluleikari og Steingrímur Þór-
hallsson píanóleikari og leika
verk eftir J.S. Bach, en hann var
einmitt uppáhaldstónskáld Hall-
dórs Laxness.
Martin Frewer útskrifaðist sem
stærðfræðingur frá Oxford-
háskóla, en á sama tíma var hann
í einkatímum hjá fiðlukennaran-
um Yfrah Neaman. Eftir útskrift
hélt Frewer áfram fiðlunámi í
Guildhall School of Music &
Drama í London hjá Neaman og
lærði þá einnig á víólu hjá Nannie
Jaime son. Árið 1983 fluttist
Martin til Íslands til að spila með
Sinfóníuhljómsveitinni. Um alda-
mótin tók hann frí í tvö og hálft ár
og vann þá sem hugbúnaðarhönn-
uður. Núna starfar hann bæði við
hugbúnaðargerð hjá hátækni-
fyrirtækinu Völku og sem
tónlistar maður.
Steingrímur Þórhallsson lauk
píanókennaraprófi frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík og kantors-
prófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar
árið 1998. Haustið 1998 hóf hann
nám við Pontificio Instituto di
Musica Sacra í Róm, sem er
kirkjutónlistarstofnun Páfagarðs.
Þaðan lauk hann mastersprófi í
orgelleik sumarið 2001 undir leið-
sögn Giancarlos Parodi. Stein-
grímur hefur komið fram víða
sem einleikari og sem meðleikari,
meðal annars í Dómkirkjunni í
Reykjavík, Skálholtsdómkirkju,
Kristskirkju, Hallgrímskirkju og
Neskirkju.
Aðgangseyrir að tónleikunum
er 500 kr.
- vþ
Bach, píanóleikari
og stærðfræðingur
JOHANN SEBASTIAN BACH Eftirlætis-
tónskáld Halldórs Laxness.
LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU, 26. STARFSÁR
ALÞJÓÐLEGT ORGELSUMAR, 16. STARFSÁR
KLAISORGELIÐ 15 ÁRA
Alþjóðlegt orgelsumar
í Hallgrímskirkju
F Y R S T U TÓ N L E I K A R
HÖRÐUR ÁSKELSSON
kantor Hallgrímskirkju
TÓNLEIK AR / CONCER TS:
Laugardaga kl. 12:00
Sunnudaga kl. 20:00 (í júní kl. 17:00)
sunnudaginn 22. júní kl. 17.00
DÓMKIRKJAN
Tónleikar í Dómkirkjunni:
fimmtudaga kl. 12:15
Þar koma fram íslenskir
organistar ásamt
gestaflytjendum.NORRÆNI MENNINGARSJÓÐURINN
TÓNLISTARSJÓÐUR MENNTAMÁLARÁÐUNEYTISINS
l ist vinafelag. is