Fréttablaðið - 21.06.2008, Page 68

Fréttablaðið - 21.06.2008, Page 68
40 21. júní 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Marta María Jónasdóttir Ég þekki margar konur sem eiga sínar bestu stundir fyrir framan tölvuna. Með kampavínsglas og vísakort að vopni geta þær eytt heilu kvöldunum einar með sjálfum sér, alsælar. Nei, þær eru ekki að fylgjast með erlendri pólitík heldur hanga inni á eBay eða öðrum glyssíðum til að kaupa sér alls konar vitleysu, en stundum geta þær reyndar verið ljónheppnar. Um daginn sagði kvenkyns vinnufélagi minn frá því að hún hefði boðið í tvo kjóla, frá Veru Wang og Roberto Cavalli, og fengið. Ég sagði henni að hún ætti ekki að búast við of miklu og rifjaði upp söguna af vinkonu minni sem hafði keypt sér tískugallabuxur og Dior-sólgleraugu í einhverju eBay- flippi nokkrum árum fyrr. Þegar sendingin birtist reyndust buxurnar vera „feik“ og sólgleraugun í barnastærð. Stuttu síðar, þegar hún var búin að steingleyma þessu með barnasólgleraun og feikbuxurnar, gerði hún reyfarakaup þegar hún fékk Svaninn eftir Arne Jacobsen á 40 þúsund krónur. Þetta fannst mér vera ígildi þess að vinna í lottói þar sem hefðbundinn Svanur í ullarefni kostar mánaðarlaun kennara. Það runnu þó á hana tvær grímur þegar Svanurinn ógurlegi lenti á landinu, eitthvað hafði hann breikkað við að búa í Ameríku. Geri ráð fyrir að stóllinn hafi frekar verið eftir Barney Jacobs eða einhvern annan snilling. Þegar ég var búin að segja samstarfskonu minni þessar tvær hryllings- sögur þurfti ég að hughreysta hana og vonaði heitt og innilega að Wang og Cavalli myndu standa undir væntingum. Í vikunni mætti ég henni á ganginum og hún var eitt sólskinsbros og tjáði mér að sendingin hefði komið, væri ekta og smellpassaði. Þegar hún dró gersemarnar upp úr töskunni varð ég græn að öfund. Einhvern veginn hef ég aldrei lagt í að kaupa föt á netinu. Það helgast kannski af því að mér finnst svo ógurlega gaman að fara í búðir. Það er einhver sérstök tilfinning sem heltekur konu þegar hún handfjatlar flík, mátar, verður að eignast, lætur vaða og labbar svo alsæl með flíkina út úr búðinni. Ég upplifði þetta sterkt um daginn þegar ég var stödd í Mílanó. Þar heimsótti ég heimsfræga verslun og hnaut um draumatöskuna um leið og ég datt inn um bronsklæddan þröskuldinn. Eftir að hafa skoðað hana á hverjum degi í nokkra daga og hringt ótal símtöl heim til að tékka á genginu (sem var alltaf jafn ókristilegt) lét ég loks vaða. Þegar ég borgaði töskuna varð ég heltekin af vellíðan og ég verð eiginlega að játa að ég er ennþá í sæluvímu. Ætli kaupin hafi þá ekki borgað sig eða að minnsta kosti ef ég nota hana nógu oft? Heltekin af vellíðan Blómakjólar eru afar áberandi í sumar og ekkert lát verður á þeirri tísku þegar tekur að hausta. Banda- rískir hönnuðir eins og Diane Von Furstenberg, Michael Kors og Erin Fetherston og franska tísku- húsið Chloé sýndu ýmsar útgáfur af blómum: síðir draumkenndir kjólar, grafískari mynstur í hippastíl og jafnvel heilu kápurnar alsettar fögrum blómhnöpp- um. Í sumar er líka um að gera að grafa upp fallega blómakjóla enda fátt sem hæfir árstíðinni betur. amb@frettabladid.is TÍSKUPALLARNIR BLÓMSTRA Í ORÐSINS FYLLSTU MERKINGU: Blómarósir KVENLEGT Fallegur siffon- kjóll frá Erin Fetherston fyrir haust/vetur 2008. ÞJÓÐLEG ÁHRIF Skemmtilegur stuttur kjóll með blómamynstri frá Anna Sui. ÁLFAMÆR Gyðjulegur síðkjóll með svörtum toppi frá Erin Fetherston. LILLABLÁTT Ægi- fögur og kvenleg blanda hjá banda- ríska hönnuðinum Michael Kors. Á Sundance-kvikmyndahátíðinni verður hátískuhönnuðurinn Yves Saint Laurent tekinn fyrir sérstak- lega og tvær kvikmyndir sýndar um ævi hans og feril. Hin fyrri heitir Yves Saint Laurent: His Life and Times. Hún er eftir leikstjórann David Teboul og fjallar um uppvöxt þessa merka hönnuðar í Alsír, feril hans hjá Dior og frægðarsólina hjá eigin merki. Seinni kvikmynd- in, einnig eftir Teboul, heitir 5,5 Avenue Marceau 75116 Paris og sýnir Saint Laurent að hanna sína síðustu línu árið 2001. > YVES SAINT LAURENT Á SUNDANCE Guðdóm- lega sexí svarta skó með ökkla- bandi frá Gucci. Fást hjá Sævari Karli. Kynþokka- fullt eldrautt gloss á varirn- ar frá Chanel. Dásamlega sumarlegan og fallegan kjól frá See by Chloé. Fæst í Trilogiu OKKUR LANGAR Í … Opið á sunnudag 13 17 Laugavegur 41a STÓR- MYNSTRAÐ Hressandi rauðrósótt- ur kjóll frá Michael Kors.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.