Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.06.2008, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 22.06.2008, Qupperneq 2
2 22. júní 2008 SUNNUDAGUR Þess ber þó að geta að nemendur í dag búa yfir mikilli þekkingu og kunnáttu á öðrum sviðum sem þeir eldri geta ekki státað af. KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR REKTOR HÁSKÓLA ÍSLANDS flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L U 4 16 84 0 4. 20 08 Kaupa öruggari bókahillur Bókasafnið í Hveragerði hefur fengið samþykkta 470 þúsunda króna aukafjárveitingu til að skipta út þeim bókahillum sem uppfylla ekki öryggis- kröfur. Hvergerðingar urðu illa úti í jarðskjálftanum í lok maí. HVERAGERÐI DUBAI, AP Yfirmaður alþjóðlegu kjarnorkumálastofnunarinnar, Mohamed ElBaradei, varaði í gær við að hernaðaraðgerðir gegn Íran gætu leitt til öflugri kjarn- orkuáætlunar Írana. Þessi ummæli lét ElBaradei falla á arabískri sjónvarpsstöð. Haft var eftir bandarískum embættismönnum í fyrradag að þeir teldu að ísraelskar hernaðar- æfingar hefðu átt sér stað til að sýna fram á að Ísraelar hefðu styrk til að ráðast á kjarnorku- svæði Írana. ElBaradei sendir viðvörun: Æfingar Ísraels gagnrýndar UTANRÍKISMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heimsótti Grænland á þjóðhátíðar- degi heimamanna í gær. Með í för var Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri á Ísafirði. Ingibjörg og Halldór funduðu með Aleqa Hammond, sem fer með utanríkismál í landstjórn Grænlendinga. Ræddu þau samgöngu- og öryggismál og samþykktu að setja á fót vinnu- hóp til að kortleggja möguleika á frekara samstarfi þjóðanna. - sgj Utanríkisráðherra: Sótti þjóðhátíð Grænlendinga ÞJÓÐHÁTÍÐ Ingibjörg Sólrún fylgdist með hátíðarhöldunum ásamt ráð- herrum landstjórnarinnar. SLYS Nítján ára piltur lést eftir umferðar slys á Hafnarfjarðar- vegi á fimmta tímanum aðfaranótt laugardags. Fimm önnur ung- menni voru í bifreiðinni en meiðsli þeirra voru í gær ekki talin alvar- leg. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Tildrög slyssins voru þau að bif- reið með ungmennunum sex innan- borðs var ekið utan í kantstein á Hafnarfjarðarvegi, við Kópavogs- lækinn. Við það tók bifreiðin tvær til þrjár veltur og hafnaði á hjól- unum á eystri akbrautinni. Allir farþegarnir voru fluttir á sjúkra- hús. Bifreiðin sem valt var af gerð- inni Toyota Yaris. Slíkir bílar rúma einungis fimm manns í sæti, og því ljóst að of margir farþegar voru um borð í bílnum. Grunur leikur á að ökumaður- inn hafi verið undir áhrifum áfengis. Lögregla rannsakar málið á þeim forsendum. - kg Sex farþegar í fimm manna bíl sem valt í fyrrinótt: Nítján ára piltur lét lífið í umferðarslysi SÖFNUN „Allir sem að þessu stóðu lyftu grettistaki. Við hjá Krabba- meinsfélaginu erum afar þakklát fyrir þessa samstöðu og velvilja,“ segir Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins. Yfir 35 milljónir króna söfnuðust í beinni útsendingu frá söfnunar- átakinu „Á allra vörum“ á Skjá einum og Rás tvö á föstudags- kvöld. Markmið söfnunarinnar er að afla fjár til að leggja Krabba- meinsfélaginu lið við kaup á nýjum tækjum sem greina brjóstakrabba á frumstigi. Landsþekktar konur skemmtu og tóku við áheitum í gegnum síma. Einnig deildu konur, sem greinst hafa með brjóstakrabbamein, reynslu sinni með áhorfendum. - kg Söfnun gegn brjóstakrabba: Yfir 35 milljón- um safnað MENNTUN Sigurður Líndal laga- prófessor segir að vankunnátta háskólanemenda í íslensku valdi kennurum auknu álagi. „Þeir þurfa í raun að sinna íslensku- kennslu sem ætti að vera löngu lokið,“ segir hann. „Mér finnst áberandi hversu margir nemar í háskóla virðast ekki geta skrifað skilmerkilegan texta eða komið frá sér hugsun svo að heil brú sé í. Auk þess eru allt of margir ágallar á frágangi og stafsetningu. Auðvitað eru margir vel skrifandi en þeim sem ekki getað skrifað skilmerki- legan texta fjölgar stöðugt og þeir eru í meirihluta.“ Hann segir ágóðann af því að fólk skrifi vandaðan texta ekki eingöngu menningarlegs eðlis. „Ég held því nefnilega fram að það að skrifa skýran og skil- merkilegan texta sé gríðarlegt hagræðingaratriði. Ruglings- legur texti tefur náttúrlega mikið fyrir, auk þess getur hann leitt til bollalegginga, ágreinings og jafnvel málaferla sem ekki þyrftu að koma til hefði allt verið skýrt frá fyrstu hendi.“ Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tekur undir þetta. „Ég þekki þetta sjálf frá því að ég var að kenna í lyfja- fræðideild, að nemendur sem jafnvel voru komnir langt í háskólanámi eiga margir hverjir erfitt með að skrifa rétt og gott mál og að segja frá fræðilegum hlutum á góðri íslensku,“ segir hún. „Sem háskólakennari get ég ekki leitt þetta hjá mér. Þetta kemur mér við og að því leyti er ég sammála Sigurði að þetta tekur mikinn tíma frá kennur- um. Ég tel að lausnin á þessu hljóti að felast í því að gerðar verði strangari kröfur um íslenskukunnáttu á fyrri stigum skólakerfisins. Þess ber þó að geta að nemendur í dag búa yfir mikilli þekkingu og kunnáttu á öðrum sviðum sem þeir eldri geta ekki státað af.“ Sigurður segir einnig að þekk- ing margra nemenda á sumum sviðum sé af afar skornum skammti. „Til dæmis í sögu þjóðar vorrar, þar sé ég hörmu- legar villur sem ég man ekki eftir að hafa séð þegar ég byrjaði að kenna í háskóla fyrir um það bil fjörutíu árum,“ segir hann. Þorlákur Karlsson, sem sæti á í Íslenskri málnefnd og er forseti viðskiptadeildar í Háskólanum í Reykjavík, segir nauðsynlegt að efla íslensku á fyrri stigum og tengja hana betur öðrum náms- efnum. jse@frettabladid.is Háskólanemar varla skrifandi á íslensku Lagaprófessor segir vankunnáttu háskólanema aftra kennurum í starfi sínu. Rektor Háskóla Íslands tekur undir það og segir nauðsynlegt að gerðar verði strangari kröfur um íslenskukunnáttu á fyrri stigum skólakerfisins. Guðbjartur, hvað varð um sex & drugs & rock‘n‘roll? „Það dó með Kurt Cobain.“ Lítið ber á rokkstjörnutöktum hjá Paul Simon, sem fer einungis fram á að hafa vatn, kaffi og ávexti baksviðs þegar hann heldur tónleika í Laugardalshöllinni þann 1. júlí. Guðbjartur Finnbjörnsson tónleika- haldari flytur Simon til landsins. CHICAGO, AP Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata, tilkynnti á föstudag að Hillary Clinton, fyrrum keppinautur hans um útnefningu flokksins, ætlaði að leggja sér beint lið í kosninga- baráttunni. Það verður í fyrsta skipti sem þau snúa opinberlega bökum saman eftir átökin um útnefning- una og er liður í því að sameina Demókrataflokkinn á ný. Fyrsta sameiginlega baráttu- fundinn á að halda næsta föstudag. Obama og Clinton ætla að hittast degi áður í Washington ásamt helstu bakhjörlum hennar til að sætta þeirra sjónarmið. - ht Kosningabarátta demókrata: Clinton til liðs við Obama OBAMA OG CLINTON Clinton ætlar að kynna Obama fyrir helstu bakhjörlum sínum á næstu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Lögregla fékk tilkynningu um að maður lægi slasaður á göngubrúnni yfir Kringlumýrabraut seinnipartinn í gær. Sá reyndist hafa dottið af reiðhjóli sínu vegna ölvunar. Hann var fluttur á slysadeild með skurði og bólgur í andliti. LÖGREGLUMÁL Féll ölvaður af reiðhjóli HÁSKÓLANEMAR Sigurður Líndal telur vankunnáttu háskólastúdenta valda kennurum auknu álagi. Þeir eigi erfitt með að láta frá sér skammlausan texta. Undir þetta tekur rektor Háskóla Íslands. MYNDIN ER ÚR SAFNI 12 unglingar tróðust undir Tólf unglingar, þeir yngstu aðeins þrettán ára, tróðust undir þegar lög- reglumenn réðust inn á næturklúbb í Mexíkóborg til að stöðva drykkju fólks undir lögaldri. Um 500 unglingar flúðu staðinn í ofboði, flestir þeirra voru að fagna próflokum. MEXÍKÓ BANASLYS Bifreiðin með ungmennunum sex innanborðs valt þegar henni var ekið utan í kantstein á Hafnarfjarðarvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA LÖGREGLUMÁL „Það er svo hrikaleg hugsun á bak við þetta,“ segir Helgi Sigurðsson dýralæknir, sem í gær hlúði að hvolpi sem göngu- fólk fann grafinn undir grjóti í hrauninu við Kúagerði. Helgi segir hvolpinn vera á að giska fjögurra mánaða gamla tík og vera Doberman-blending. „Þótt hún sé grönn er hún ekki van nærð. Hún er vel haldin og blíð. Hún bæði étur og drekkur en er í með- ferð hjá mér því hún er marin og á erfitt með gang,“ segir Helgi. Litla tíkin nýtur aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal. Helgi segir fjölmarga þegar hafa boðist til að taka hana að sér. „En það er ekki víst að sá sem gerði þetta sé eigandi hundsins og hann gæti átt eftir að gefa sig fram. Það eina sem er öruggt er að sá sem gerði þetta vitandi vits er ekki heill.“ Lögreglan á Suðurnesjum rann- sakar nú mál litla hvolpsins, sem var grafinn þannig undir grjóti að aðeins höfuðið stóð upp úr. Sam- kvæmt uppýsingum lögreglunnar var ekki búið að finna þann, eða þá, sem misþyrmdi dýrinu svo grimmdarlega. Enginn hafði held- ur gefið sig fram og sagst eiga hundinn, sem er ekki örmerktur. Hvolpurinn fannst í hádeginu í gær. „Hundurinn er það vel hald- inn að ég tel öruggt að hann hafi að hámarki verið í prísundinni í sólarhring áður en hann fannst,“ segir Helgi Sigurðsson dýra- læknir. - gar Göngufólk bjargaði hvolpi sem grafinn var lifandi undir grjóti við Kúagerði: Hvolpur átti að svelta til bana LITLI HVOLPURINN Skilinn eftir til að svelta í hel. MYND/LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM KÖNNUN Tæp tvö prósent lands- manna vilja leggja Íbúðalánasjóð niður, samkvæmt nýrri könnun fréttastofu Stöðvar 2 sem birt var í gærkvöldi. Í könnuninni voru þátttakendur beðnir um að taka afstöðu til fjögurra fullyrðinga varðandi Íbúðalánasjóð. Tæp 94 prósent þeirra sem svöruðu vilja óbreytt- an Íbúðalánasjóð, og meirihluti þeirra vill hærri hámarkslán. Könnunin var gerð áður en ríkisstjórnin tilkynnti um hækkun hámarkslána. Könnunin fór fram dagana 12. til 16. júní. Úrtakið var tæplega 1.140 manns. - kg Könnun fréttastofu Stöðvar 2: Vilja óbreyttan Íbúðalánasjóð SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.