Fréttablaðið - 22.06.2008, Síða 13

Fréttablaðið - 22.06.2008, Síða 13
SUNNUDAGUR 22. júní 2008 13 OPIÐ Í DAG frá kl 12: 00 - 18: 00 Eigum gríðalegt úrval af rafmagnspottum! Ásgeir Thor Johnson er nítján ára gamall og útskrifaðist með stúdents- próf af náttúrufræðibraut 23. maí síðast liðinn frá Menntaskólanum í Kópavogi. Haldin var veisla sama dag og útskriftarathöfnin fór fram og er hún Ásgeiri eftirminnileg. „Við ákváð- um að halda veisluna klukkan fimm þó svo að útskriftin væri á föstu- degi og margir enn í vinnu á þessum tíma,“ segir Ásgeir. Fólk sá sér þó fært að mæta og mikið fjör var þegar gamlir vinir og ættingjar komu saman. „Ég skemmti mér konunglega. Bæði komu félagar mínir úr skóla og gamlir kunningjar sem ég hafði ekki séð lengi. Líflegar umræður sköpuðust og mikið var hlegið.“ Veitingar voru léttar og í hollari kantinum, „það var frábært enda er ég mikið heilsufrík og hugsa ætíð vel um heilsuna,“ segir Ásgeir. Seinna um kvöldið fór Ásgeir út að borða með nánustu fjölskyldu. „Mér fannst mjög gaman að geta deilt deg- inum með vinum og ættingjum, en líka að geta svo farið út með mínum nánustu og haldið upp á daginn. Í raun fékk ég allar útgáfur af veislu- höldum sem ég gat hugsað mér og þessi dagur situr eftir í minningunni sem bæði góður og skemmtilegur,“ segir Ásgeir. VEISLAN MÍN: ÚTSKRIFTARVEISLAN MUN LIFA Í MINNINGUNNI Hollustan í fyrirrúmi ÁNÆGÐUR STÚDENT Útskriftarveislan var vel heppnuð að mati Ásgeirs. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fjögur hundruð reiðhjólum var dreift í þrettán sveitarfélögum á landsbyggðinni í gær. Hjólun- um var komið fyrir við sundstaði í hverjum bæ. Þau munu nýtast sem fararkostur fyrir bæjarbúa og ferðafólk í sumar og verða að- gengileg til notkunar þegar sund- laugin er opin. Vodafone á frumkvæðið að verk- efninu. Með því er ætlað að hvetja til hollrar og skemmtilegarar hreyfingar yfir sumar tímann. Tryggingamiðstöðin útvegar reiðhjólahjálma sem verða afhentir í afgreiðslu sund- staðanna. Reiðhjól við sundlaugar VODAFONE GEFUR REIÐHJÓL 400 reið- hjól eru nú við sundstaði víða um land. Úthlutað hefur verið úr minningar sjóði Hjálmars Björns- sonar. Í þetta sinn urðu fyrir val- inu Umhyggja – Samtök lang- veikra barna og Regnbogabörn. Hvort félagið um sig fékk úthlut- að 300.000 krónum. Minningarsjóðurinn var stofn- aður eftir andlát Hjálmars í júní árið 2002. Tilgangur hans var að styðja við bakið á aðstandendum Hjálmars og til styrktar góðum málefnum tengdum börnum. Málefni barna fá styrk úr sjóði Félagsstofnun stúdenta afhenti í gær fimm stúdentum styrk sem nemur 150.000 krónum fyrir fram- úrskarandi lokaverkefni við Há- skóla Íslands. Verðlaunuðu verk- efnin voru fjögur; rannsókn á sálrænum langtímaáhrifum snjó- flóðsins í Súðavík 1995, rannsókn á sprautunotkun fíkla á Íslandi, rannsókn á sprungum í Öskju og rannsókn á stöðu kvenna í Íran. Edda Björk Þórðardóttir var verðlaunuð fyrir rannsókn á tíðni áfallastreituröskunar meðal þol- enda snjóflóðsins í Súðavík. „Þetta var mikill heiður og gaman að fá viðurkenningu,“ segir hún. Niður- stöður hennar benda til að rúmur þriðjungur þolenda þjáist enn af áfallastreituröskun, en einkenni hennar eru stöðug endurupplifun áfalls og kvíði. Brottfluttir íbúar, konur og þeir sem urðu fyrir miklu áfalli voru líklegri en aðrir til að þjást af áfallastreiturösk- un. Edda segir þó að úrtakið hafi verið of lítið til að niðurstöðurnar séu fyllilega marktækar. Hún er á leið í mastersnám í lýðheilsufræði við HÍ og ætlar að halda rannsókn- um sínum áfram þar. Afburðaverk- efni verðlaunuð HÁSKÓLATORG Fimm stúdentum voru afhent verðlaun fyrir lokaverkefni á Háskólatorgi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BÖRNIN STYRKT Minningarsjóður Hjálmars Björnssonar var stofnaður í þágu barna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.