Fréttablaðið - 22.06.2008, Page 14

Fréttablaðið - 22.06.2008, Page 14
14 22. júní 2008 SUNNUDAGUR Það er á svona stundum sem við finnum hve náin við erum. A lp Mehmet er vinmargur maður. Það kemur þeim ekki á óvart sem kynn- ast þessum snaggara- lega manni með suð- ræna útlitið. Þegar blaðamaður mætir á skrifstofuna til hans í sendiráðið við Laufásveg tekur hann á móti manni af þeirri óformlegu, glaðværu hlýju sem hann er þekktur fyrir. Í leðursófann setztir beinist sam- talið að þeim tíma sem Mehmet hefur varið á Íslandi. „Ég hef verið hér í tíð fjögurra ríkis- stjórna allt í allt, að meðtöldum þeim tíma sem ég vann hér í sendiráðinu á árunum 1989-1993,“ rifjar hann upp. Reyndar séu í núverandi ríkisstjórn tveir ráðherrar sem voru líka í stjórn þegar hann kom hingað fyrst, en það eru Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson. Blaðamanni leikur því forvitni á að heyra hvernig breytingarnar sem orðið hafa á íslenzku samfélagi á þessu tímabili, frá árinu 1989 til dagsins í dag, komi honum fyrir sjónir. Tvenns konar breytingar Þær segir hann í höfuðdráttum vera tvenns konar. „Annars vegar eru þær augsýnileg- ustu, það er efnahagsvöxturinn, útþensla höfuðborgarsvæðisins og verklegar framkvæmdir af öllu tagi. […] Hin breytingin er hvernig hugsun- arháttur Íslendinga sjálfra hefur þróazt,“ segir hann. „Ég tel að Íslendingar séu orðnir mun opnari fyrir umheiminum en áður. Þegar ég kom hingað fyrst var Ísland tiltölulega einangrað samfélag þar sem menn kusu að halda umheim- inum í hæfilegri fjarlægð. Nú fara venjulegir Íslendingar í verzlunar- ferðir til London og New York og í frí til Spánar og Flórída. Oft á ári,“ segir Mehmet og heldur áfram: „Með öðrum orðum: Alþjóðavæðing- in hefur náð föstum tökum á íslenzku samfélagi, liggur við án þess að Íslend- ingar yrðu þess varir. Vandinn er sá að það verður ekki aftur snúið, hvað sem manni kann að finnast um hnattvæð- inguna og afleiðingar hennar. Nú er tíminn til að læra að laga sig að hnatt- væðingunni. Það er: að nýta hana Íslandi til framdráttar. Það er það stig sem landið er núna að ganga í gegnum. Fólk er að meðtaka þessar breytingar á tengslunum við umheiminn, en sú innri aðlögun er ekki eins augljós fyrir utanaðkomandi,“ en með því vísar Mehmet til þess skorts á innsýn í þær raunverulegu breytingar sem hér hafa átt sér stað í sumu af því sem erlendir blaðamenn hafa látið frá sér fara eftir stutta Íslandsheimsókn. „En að því sögðu vil ég halda því líka til haga að ég hef á ferðum mínum um landið - sem ég hef gert talsvert af sem sendiherra - orðið þess áskynja, að þótt íbúar landsins hafi að mestu flutzt hingað til suðvesturhornsins hefur það aðeins flutt „höfuðin“ hing- að en hjarta þeirra er enn úti á lands- byggðinni, í sjávarplássinu, í sveit- inni, í hinni stórbrotnu íslenzku náttúru. Að skilja þessi tengsl við upp- runann í sveit og á sjó, sem má rekja allt aftur til Íslendingasagnanna, er mikilvægur þáttur í því að skilja Íslendinga,“ segir Mehmet og bætir við: „Að skilja fólk er flóknara en sumir kunna að telja.“ Hann tekur þó undir að það að til- heyra eyþjóð skapar sterka sjálfs- ímynd. En: „Hvorki Íslendingar, Bretar né Kýpurbúar – þaðan sem ég er sjálfur upprunninn – eru einangraðar eyþjóðir lengur, þótt sjálfsímynd fólks sé vissu- lega mjög mótuð af þessum uppruna.“ Frá þorskastríði til útrásar Það sem er sérstakt við sögu stjórn- málatengsla Íslands og Bretlands frá lýðveldisstofnun er að þau svo gott sem rofnuðu á tímabili. Nú, þegar yfir 30 ár eru liðin frá því þorskastríðun- um lauk, eiga Íslendingar varla í nán- ari tengslum við nokkra aðra þjóð en Breta. Hvernig kemur þessi þróun þér fyrir sjónir? „Þorskastríðin voru vissulega sér- stakur kafli í samskiptum landanna. Íslendingar unnu; við Bretar töpuðum. En mér finnst vert að geta þess að það hvernig Íslendingar fengu sitt fram hafði vissar neikvæðar afleiðingar fyrir þá sjálfa.“ Hér vísar Mehmet til þess sem Henry Kissinger kallaði „the terror of the tiny“, hvernig smáþjóð hefur sitt fram gegn stórþjóð með því að beita ósveigjanleika í samningaviðræðum sem stórþjóðin getur gagnvart almenn- ingsálitinu meðal bandalagsþjóða ekki leyft sér að gera; frekar en að sýnast vera að beita aflsmunar lætur stór- þjóðin undan kröfum smáþjóðarinnar, jafnvel þótt þær þyki ósvífnar. Samn- ingaviðræður Íslendinga og Banda- ríkjamanna um viðbúnað varnarliðs- ins og kostnað hafi iðulega verið með þessum hætti. Mehmet nefnir að lengi hafi svipað háttað til í norræna sam- starfinu; stærri Norðurlandaþjóðirnar hafi látið Íslendinga komast upp með minni framlög þar sem þær vildu allar hafa „litla Ísland“ með. Nú sé hins vegar öldin önnur, enda hafi Íslendingar lagt sig fram um það á síðustu árum að reka af sér það orð- spor að vera bara þiggjendur í alþjóða- samstarfi. Tengslin aldrei nánari Á þessu sama tímabili hafa tengsl Íslands við Bretland þróazt mikið. „Tengslin eru nú nánari en nokkru sinni,“ segir Mehmet og bendir á hið gríðarlega umfang íslenzkra fjárfest- inga í Bretlandi og þau miklu viðskipti sem eiga sér stað milli landanna. „Bretar kaupa enn miklu meiri fisk af Íslendingum en nokkur önnur þjóð,“ nefnir Mehmet sem dæmi um hin nánu viðskiptatengsl. Næststærstu kaup- endur íslenskra sjávarafurða, Spán- verjar, kaupa að hans sögn aðeins um þriðjung af því sem Bretar gera. En tengsl þjóðanna snúast ekki bara um viðskipti. Menning, íþróttir, nám – það er sama hvar borið er niður þá eru tengsl landanna sterk og náin. Enn ein staðfesting þess er að sögn Mehmets samkomulag um sérstakt samráð og samstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála, sem undirrit- að var í síðasta mánuði. „Við munum senda orrustuþotur til að taka þátt í loftrýmiseftirliti NATO hér. Ekki bara til að gera Íslendingum greiða heldur vegna sameiginlegra hagsmuna, okkar, ykkar og bandalagsins alls,“ segir sendiherrann. Í vist hjá eyþjóð sem alþjóðavæddist Alp Mehmet, fráfarandi sendiherra Breta, hefur varið nær fjórðungi starfsævi sinnar á Íslandi. Í viðtali við Auðun Arnórsson segir hann frá því hvernig land og þjóð kemur fyrir sjónir hans glögga gestsauga og hvernig tengsl Íslendinga og Breta hafa þróazt að hans mati. ÍSLANDSVINUR Eftir að hafa starfað hér á landi í alls átta ár er Alp Mehmet orðinn nátengdur landi og þjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Alper (þekktur sem Alp) Mehmet fæddist 28. ágúst 1948 á Kýpur en ólst upp í Lundúnum frá sjö ára aldri. Foreldrar hans eru af kýpur- tyrkneskum uppruna. Eiginkona hans Elaine er frá nágrenni Cardiff í Wales. Þau eiga tvær dætur og sjötta barnabarnið er á leiðinni. Mehmet hóf störf fyrir bresku utanríkisþjónustuna í febrúar 1970. Hann var staðgengill sendiherra í sendiráði Bretlands í Reykjavík á árunum 1989-1993 og tók við sem sendiherra árið 2004. Hann lýkur störfum í utanríkisþjónustunni á sextugsafmæli sínu í lok sumars. Elaine Mehmet hefur verið mjög virk á þeim árum sem hún hefur dvalið hér á landi sem sendiherrafrú. Hún hefur meðal annars lagt samtökunum Barnaheill lið og lagt stund á enskukennslu í sjálfboðastarfi við skóla í Reykjavík. Sendiherrahjónin hafa einnig ferðast víða um landið og lagt sig fram um að eiga góð tengsl við fólk á landsbyggðinni. Alp og Elaine Mehmet Myndum fagna Íslandi í ESB Þegar minnzt er á nám þá er reyndar vert að nefna að það hamlar nokkuð gegn aðsókn íslenzkra námsmanna að háskólanámi í Bretlandi, að Ísland stendur utan Evrópusambandsins, þar sem það veldur því að Íslendingar þurfa að greiða mun hærri skólagjöld en væru þeir ESB-þjóð. Á þessu hefur Mehmet vakið athygli. „Þið eruð aðilar að Evrópska efna- hagssvæðinu, við erum í Evrópusam- bandinu. Hver veit hvað verður,“ segir Mehmet af diplómatískri fagmennsku. En hann bætir við: „Ef þið ákveðið að sækja um aðild, þá munum við taka því mjög vel. Við myndum fagna ykkur í raðir Evrópusambandsþjóða.“ Mehmet tekur enn fremur fram, að Bretar hafi sem fastaþjóð í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna þá ófrávíkj- anlegu stefnu að lýsa aldrei yfir stuðn- ingi við þessa eða hina þjóðina sem sækist eftir kjöri til setu í ráðinu. „En ef þið skylduð ná kjöri myndum við líka fagna því mjög,“ segir hann. Hvalveiðar nær eina ágreiningsefnið Þá berst talið að eina málinu sem vald- ið hefur vissum núningi í samskiptum Breta og Íslendinga á síðustu árum: Hvalveiðum. „Ég hef það að reglu að vekja sjálfur aldrei máls á hvalveiði- deilunni í samræðum við Íslendinga,“ segir Mehmet. „En fyrst þú nefnir það þá hef ég þetta um málið að segja: Þið Íslendingar hafið sterkar skoðanir á hvalveiðum. En þið ættuð líka að skilja að margir í mínu landi hafa það líka. Það sem ég fellst aldrei á er að það sé efnahagsleg skynsemi í hvalveiðum. Það er einfaldlega rangt. […] Enginn segir mér að allt það neikvæða sem hlýzt af því að veiða 40 hrefnur sé þess virði, í nafni einhvers prinsípps. Ég segi bara: vinsamlegast hættið þessu!“ Samkennd er á reynir Til að ljúka samtalinu ekki á þessum núnings-nótum rifjar Mehmet upp eina af ógleymanlegustu stundunum úr sendiherratíð sinni hér, en það var 7. júlí 2005 þegar blóðugar hryðjuverka- árásir voru gerðar í jarðlestum og strætisvögnum í Lundúnum. „Þennan dag vorum við skyndilega áminnt um það hversu nánar þjóðir okkar eru. Við hjónin vorum þá stödd í Skaftafelli, þar sem sendiráðið hafði tekið þátt í að byggja landvarðaskála. Þegar þessar fregnir bárust frá London var ekið með okkur í lögreglufylgd til Reykja- víkur, þar sem boðað hafði verið til samúðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni. Þar tjáði forsætisráðherrann mér að „við værum öll Lundúnabúar“. Við fundum svo sterklega fyrir því hve samúðin, samkenndin var sterk sem Íslendingar sýndu þjóð minni. Það er á svona stundum sem við finnum hve náin við erum.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.