Fréttablaðið - 22.06.2008, Síða 20

Fréttablaðið - 22.06.2008, Síða 20
LEYNIVOPNIÐ „Það yrðu engar kökur til nema hrærivélin mín væri á staðnum,“ segir Dóra Hrönn Gústafsdóttir um leynivopnið sitt í eldhúsinu, sem er forláta hrærivél. Sú er af gerðinni KitchenAid og hvít að lit. Dóra keypti vélina á sínum fyrstu búskaparárum eftir að hafa fengið aðra að gjöf sem stóðst ekki kröfurnar. „Ég sá að marengsinn yrði aldrei góður nema ég fengi almennilega hrærivél,“ segir hún og hlær. „Ég bakaði á hverjum einasta degi fyrst þegar ég fór að búa og nú baka ég allt brauð, kökur og smákökur og læt hrærivélina gera allt fyrir mig. Þetta voru mjög góð kaup. Þegar ég veit að von er á gestum þá skelli ég í eina köku og finnst það lítið mál.“ Dóra er dugleg að prófa nýjar uppskriftir og til- búið kökumix á ekki upp á pallborðið hjá henni. Það eru helst „stubbarnir á heimilinu“ eins og hún nefnir dætur sínar sem fá að spreyta sig á því, en yfirleitt endar afgangurinn í ruslinu. Dóra segir stubbana lítt hrifna af mikilli tilraunamennsku í bakstrinum og vilja bara sína gömlu góðu skúffuköku. Húsbóndinn borði hins vegar allt en hún reyni að eiga alltaf eitt- hvað heimabakað til í frystinum. Smákökusortirnar fyrir jólin hafa farið upp í sextán talsins, en Dóra er hússtjórnarskólagengin. „Það eru tuttugu ár síðan ég gekk í Hússtjórnar- skólann á Hallormsstað og á enn gömlu matreiðslu- bókina mína síðan úr skólanum. Þetta var skemmti- legur tími og ég gæti vel hugsað mér að hitta skólasysturnar aftur. Ég bý enn að þessari reynslu en við mágkonurnar steiktum 750 kleinur um daginn úr átta kílóum af degi,“ segir Dóra og fer að hræra í afmælistertu handa tengdamóður sinni í hrærivél- inni góðu. - rat Á alltaf heimabakað Það yrðu engar kökur til án hrærivélarinnar, segir Dóra Hrönn Gústafsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Blandarinn sem allir eru að tala um! Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er Hnoðar deig Býr til heita súpu og ís Hraðastillir Lífstíðareign! y g 4 matur Sítróna er ávöxtur sem er notaður í bæði mat og drykki. Hún er blend-ingsafbrigði sítrostrés sem er rækt- að á hitabeltinu og á heittempruðum svæðum. Tréð getur orðið allt að sex metrar á hæð en er þó yfirleitt mun minna. Uppruni sítróna er óljós þó að talið sé að hann megi rekja til Kasmír. Sítrónur bárust til Kína fyrir um 4.000 þúsund árum, en Írakar og Egyptar kynntust þeim um 700 eftir Krist. Egyptar gerðu úr þeim safa, sem var vinsæll í heimi Araba og þjóða við Miðjarðarhafið í kringum 1100 eftir Krist. Kristófer Kólumbus kynnti sítrónur fyrir íbúum Ameríku þegar hann sigldi þangað 1492. Spænsku landkönnuðirnir gróður- settu sítrónufræ í Nýja heiminum. Þær voru komnar til Kaliforníu og Flórída á sautjándu og átjándu öld þar sem farið var að nota þær í matargerð. Sítrónur eru svo súrar að erfitt er að borða þær einar og sér. Þær er þó hægt að nota í margs konar rétti og drykki til að bragðbæta og gera ferskari. Sítrónusneiðar eru oft bornar fram með ýmiss konar mat, til dæmis kjötmeti og fiski. Þæru eru einnig vinsælar í drykki eins og til dæmis sangría eða gin og tónik. Sítrónur má líka nota þegar losna á við ýmiss konar bletti sem hafa sest í föt eða dúka. Eins er hægt að losna við fituskán innan úr örbylgjuofnum með því að setja sítrónusneiðar í vatnsskál og inn í ofninn þar sem vatnið er látið hitna vel. Svo nægir að strjúka örbylgju- ofninn að innan með klút, en þá hverfa óhreinindin hratt og örugglega. - mmr N O RD IC PH O TO S/ G ET TY HRÁEFNIÐ: Sítróna Margþætt hlutverk 1. Sítrónur eru fallega sumarlegar. 2. Sitrónur eru góðar út í drykki. 3. Ekki er verra að setja sítrónur í salatið til þess gefa því ferskan blæ. 4. Sítrónusneiðar eru oft notaðar með kjötmeti og fiski. Frostpinni er sumarlegur eftirréttur, sérstaklega vinsæll meðal barna, búinn til úr bragðbættum frosnum vökva í ýmsum litum, sem pinni er festur í. Fyrsti frostpinninn sem sögur fara af var búinn til árið 1905. Frank litli Epperson, ellefu ára gam- all strákur frá San Francisco, skildi glasið sitt eftir úti á verönd yfir nótt. Í glasinu var vatn íblandað sódavatnsdufti eins og vinsælt var á þeim tíma en í því var líka trépinni til að hræra með. Frost var úti og daginn eftir kom Frank að vatninu frosnu. Eftir að hafa látið heitt vatn renna á glasið losnaði klakinn úr og gat Frank þá sleikt pinnann með sódavatninu. Þessi uppfinning var Frank greinilega hugleikin, en sautján árum síðar sótti hann um einkaleyfi á „frosnum klaka á pinna“ undir nafninu Epsicle. Stuttu síðar endur- nefndi hann vöruna Popsicle, sem í dag er eitt þekktasta vörumerki í Bandaríkjunum. Frost- pinni er iðulega kallaður popsicle á ensku, sama frá hvaða fyrirtæki hann kemur. Auðvelt er að búa til frostpinna heima fyrir og fást þar til gerð box víða. Ef fólk vill sleppa við sykurinn er sniðugt að hella hreinum ávaxtasafa í boxin og búa til ávaxtasafafrostpinna, sem eru mjög vinsælir og hollir. - mþþ UPPGÖTVAÐUR FYRIR TILVILJUN Frostpinnar eru vinsælir á meðal barna og fullorðinna. NORDICPHOTOS/GETTY 1 3 4 2 Sítróna

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.