Fréttablaðið - 22.06.2008, Síða 22

Fréttablaðið - 22.06.2008, Síða 22
Í E L D H Ú S K R Ó K N U M 6 matur GÓÐMETI ÚR SÆNUM Fátt er sumarlegra en ilmandi humar á grilli í sólríkum garði. Gestirnir renna á lyktina og vita að ómótstæðileg veisla er í vændum. SKÁL OG ÁHÖLD fyrir salatið og dúkur undir, sem setur sumarlegan svip á borðið. Fæst í Duka í Kringlunni. Skál á 4.900 krónur, áhöld á 1.250 krónur og dúkur á 1.750 krónur. HVAÐ ER BETRA EN ÍS á heitum sumardegi. Þessi einfalda og þægilega ísvél fæst í Kokku á 14.500 krónur. Humar er þægilegur þegar fólk vill gera sér dagamun og hægt er að matreiða hann á margan hátt. Hann er alltaf góður og getur ekki klikkað,“ segir Sæbjörg Rut Guðmunds dóttir, kokkanemi í Humarhúsinu við Amtmannsstíg. Það fer vel á því að stúlka með því nafni sjái um að elda þessa indælu björg úr sænum. Sæbjörg hefur verið á samningi í Humar- húsinu í fjögur ár og kveðst vera búin að matreiða þar mikið af humri. „Hægt er að matreiða humar á margan hátt. Það eina sem þarf að hafa í huga er að elda hann ekki um of því þá verður hann þurr,“ segir Sæbjörg og bætir við: „Humarinn þarf bara nokkrar mínútur á hitanum og er því heppilegur veislumatur þegar naumur tími gefst til undir- búnings. Það kostar auðvitað sitt en þar er greitt fyrir gæði.“ Sæbjörg klippir upp bakið á humrinum og brýtur hann upp, hreinsar og penslar aðeins með olíu eða smyr grillið svo hann festist ekki þar. Síðan skellir hún humrinum á grillið með sárið niður og hefur hann þar í þrjár til fjórar mínútur, snýr honum þá við og hefur hann þannig í eina mínútu. Eftir grillun segir Sæbjörg gott að smyrja humar- inn aðeins með hvítlaukssmjöri, (brætt smjör með hvítlauk út í). „Það er alltaf stemning fyrir hvít- lauk með humri og köld sósa er góð með,“ segir hún og skellir fram léttri skyrsósu með mangó. Einnig ber hún fram lystaukandi salat. - gun Seiðandi og girnilegt „Bara um það bil eina mínútu á seinni hliðinni,“ segir Sæbjörg og mundar grilltöng- ina af miklu öryggi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Kaldar sósur eru ómissandi með humrin- um. Hér er það skyrsósa með mangó sem er í senn fitulítil og frískandi. KARAFLA UNDIR ÍSTE OG AÐRA SVALANDI SUMAR- DRYKKI. Fæst í Duka í Kringlunni á 3.800 krónur. ÍSNÁLAR FYRIR KRAKKANA. Fást í Kokku, Laugavegi 47. Tvær í pakka á 1.250 krónur. KÖLD SKYRSÓSA MEÐ MANGÓ 500 g óhrært skyr 1 hvítlauksgeiri fínt rifinn eða pressaður 1/2 mangó skorið í litla bita 1/4-1/2 chilli kjarnhreinsað og fínt saxað 2 tsk. hlynsýróp 4 lauf mynta, fínt söxuð salt og pipar smá límónusafi Öllu hrært saman í skál og látið standa í ísskáp í klukkutíma. SALAT ruccola appelsínulauf wasabi-baunir brauðteningar shisó-mix salat til skrauts. SÓSA OG SALAT SEM HENTA MEÐ HUMRI „Alltaf góður og getur ekki klikkað,“ segir Sæbjörg um humarinn og mælir með honum sem veislukosti. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Humar er ekki bara ljúffengur og saðsamur heldur líka girnilegur, ekki síst þegar honum er raðað upp á listrænan hátt. A „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.