Fréttablaðið - 22.06.2008, Side 24

Fréttablaðið - 22.06.2008, Side 24
Lautarferð í Sælkeraveisla LÉTTIR RÉTTIR Glatt var á hjalla þegar vinkon-urnar og hönnuð- irnir Sigríður Ásta Árnadóttir, Valdís Harrysdóttir, Kristín Garðarsdóttir og Sonja Bent fóru í lautarferð í Grasagarðinn. Með í för voru gríslingarnir hennar Sig- ríðar Ástu og ömmustelpa Kristínar ásamt tveimur harmóníkum sem notaðar voru til að halda uppi stuði. Listakonurn- ar töfruðu fram gómsætar kræsingar sem útbúnar voru með hollustu í huga og smekklega framreiddar á diskum og ílát- um sem þær hönnuðu og fást í Kirsu- berjatrénu. Einnig brá fyrir fatnaði, skartgripum, spiladósum og öðrum skrautmunum sem þar fást. Þó hönnuð- irnir væru ekki allir á svæðinu voru nokkrir fulltrúar í formi listmuna til að minna á þá sem voru fjarri góðu gamni. Uppskriftir að góðgætinu má finna hér en hönnun og listmuni má berja augum í Kirsuberjatrénu á Vesturgötu 4, en lista- konur þar sérhæfa sig í handunnum íslenskum gjafavörum. - hs Jarðarber standa alltaf fyrir sínu, sæt og safa- rík. Úlfhildur gæðir sér á einu þeirra prýdd háls- festi eftir móður sína Sigríði Ástu. Sigríður Ásta útbjó þessa krúttlegu ullarsokka með dúskum og blómum úr þæfðri ull. Þeir eru fullkomnir til að hlýja litlum tásum úti í móa eða inni í bústað og eru í raun fínustu inniskór. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Laugardalinn Yndislegt er að skella sér í lautarferð með góðgæti í körfu og fjörugan félagsskap sér við hlið. Sú var sannarlega raunin þegar nokkrar vinkonur úr Kirsuberjatrénu hittust í Grasagarðinum í Laugardal. Það var handagangur í öskjunni. Valdís ber hálsmen eftir Huldu Ágústsdóttur en Kristín er með peysu eftir Sigríði Ástu. Kökudiskana í forgrunni hannaði Ólöf Erla Bjarnadóttir og spiladósin er eftir Margréti Guðnadóttur. Sumar og sól 8 matur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.