Fréttablaðið - 22.06.2008, Side 61

Fréttablaðið - 22.06.2008, Side 61
SUNNUDAGUR 22. júní 2008 21 Listnám hérlendis hefur tekið stórstígum framförum síðastliðin ár, þökk sé miklu uppbyggingarstarfi á vegum Listaháskóla Íslands. Skólinn er þó hvergi nærri hættur uppfinningasemi sinni; í haust verður í fyrsta skipti boðið upp á meistaranám innan veggja hans. Um er að ræða meistaranám í tónsmíðum; námið er svokallað rannsóknarnám og er áætlað að taki tvö ár til útskriftar. Kjartan Ólafsson, prófessor í tónsmíðum, segir þessa nýju námsleið byggja á stöðluðu evrópsku námskerfi. „Þetta nám verður alveg í samræmi við Bologna-kerfið sem er afar útbreitt í háskólum víða í Evrópu. Af þeim sökum verður uppbygging námsins sambærileg við það sem gerist erlendis hvað varðar ýmis kjarnafög, en við stefnum þó að því að hafa námið einstaklingsmiðaðra en víða annars staðar. Þannig hyggjumst við byggja á þeirri sérhæfingu sem nú þegar er til staðar í grunnnáminu í tónsmíðum.“ Grunnámið í tónsmíðum við Listaháskólann skiptist upp í fimm brautir. Hægt er að sérhæfa sig í hefð- bundnum tónsmíðum, kvikmyndatónsmíðum, sviðslis- tatónsmíðum, tónsmíðum fyrir nýja miðla og upptöku- stjórn. Þessa miklu námsbreidd má að nokkru leyti þakka góðu samstarfi á milli deilda innan skólans. Þannig vinna tónsmíðabrautirnar fyrir kvikmyndir og sviðslistir mikið með leiklistardeild skólans og nemar í tónsmíðum fyrir nýmiðla starfa með nemum úr myndlistardeild. „Samstarfið á milli deilda hefur skapað tónsmíðanáminu hér á Íslandi vissa sérstöðu enda ekki sérlega algengt að svona mikill samruni á milli listgreina eigi sér stað í grunnnámi. En þetta gerir nemendum okkar kleift að sérhæfa sig sem listamenn sem veitir þeim visst forskot á alþjóðlegum vettvangi,“ útskýrir Kjartan. Meistaranámið kemur til með að gera nemendum mögulegt að vinna áfram með sérhæfingu grunnnáms- ins og þannig þróa sig áfram sem listamenn. „Það mætti segja að smæð samfélagsins vinni að vissu leyti með okkur hér á Íslandi hvað varðar samstarfið á milli námsbrauta. Nemendur Listaháskólans græða mikið á því að vera í skóla þar sem margar listgreinar eru kenndar samhliða og að auki er gott aðgengi hér á landi að samstarfi við atvinnulífið. Þetta gerir það að verkum að nemendur okkar fá að kynnast fleiri hliðum tónlistarsköpunar en stendur til boða í mörgum sérhæfðum tónlistarháskólum,“ segir Kjartan. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér meistaranámið betur er bent á heimasíðu Listaháskólans, www.lhi.is, en þar má finna upplýsingar um námið og umsóknar- ferlið. vigdis@frettabladid.is Listnám til meistaragráðu í fyrsta sinn á Íslandi Myndlistarmaðurinn Sæþór Örn Ásmundsson sýnir um þessar mundir í sýningarrýminu Gall- erí Verðandi að Laugavegi 51, en þetta er þriðja einkasýning Sæþórs. Hann er útskrifaður í videógrafík frá Istituto Europeo di Design á Ítalíu og hefur hann meðal annars sýnt videóverk og innsetningar í Guggenheim í Feneyjum. Verkum Sæþórs á sýningunni í Gallerí Verðandi má lýsa sem strangflatarmynd- um eða geómetrískri abstraks- jón. Hið nýja og spennandi Gallerí Verðandi er í bókabúðinni Skuld að Laugavegi 51, á neðri hæð. Sæþór er fyrsti listamaðurinn sem sýnir í Gallerí Verðandi og stendur sýningin út júní en svo taka nýjar sýningar við í gallerí- inu á mánaðarfresti. - vþ Sæþór í Verðandi LITAGLEÐI Verk eftir Sæþór Örn Ásmundsson. Tónleikaröðinni Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju verður hleypt af stokkunun, annað árið í röð, næst- komandi þriðjudagskvöld kl. 20. Þá koma fram þau Guðmundur Vil- hjálmsson, organisti Þingvalla- kirkju, Margrét Bóasdóttir sópran- söngkona og Einar Jóhannesson klarínettuleikari. Þrennir tónleikar til viðbótar verða í röðinni og fara þeir fram næstu þrjú þriðjudags- kvöld. Á þeim munu koma fram miðaldasönghópurinn Voces Thules, flautuleikarinn Hafdís Vigfúsdóttir og söng- og hljóðfærahópurinn Spil- menn Rikkinis. Kveikjan að tónleikaröðinni er sjóður sem stofnaður var til minn- ingar um Guðbjörgu Einarsdóttur frá Kárastöðum í Þingvallasveit, en hún var organisti við kirkjuna á yngri árum. Sjóðnum er ætlað að styrkja tónlistarstarf við Þingvalla- kirkju. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum en tekið er við frjáls- um framlögum í tónleikalok. - vþ Spilað á Þingvöllum ÞINGVALLAKIRKJA Hýsir tónleikaröð næstu fjögur þriðjudagskvöld. KJARTAN ÓLAFSSON Fer fyrir nýju meistara- námi í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.