Fréttablaðið - 25.06.2008, Page 10

Fréttablaðið - 25.06.2008, Page 10
10 25. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR UMHVERFISMÁL „Við vonum að bændur fari að vakna til lífsins því að neytendur vilja lífrænar vörur,“ segir Dóra Rut, ábúandi á Neðra-Hálsi í Kjós. Dóra hlaut í gær ásamt manni sínum, Kristjáni Oddssyni, árlega viðurkenningu Náttúrulækninga- félags Reykjavíkur fyrir frum- kvöðlastarf í framleiðslu á líf- rænum mjólkurafurðum. Dóra og Kristján stofnuðu fyrir- tækið Biobú fyrir fimm árum sem framleiðir nú fimm tegundir af lífrænni jógúrt. „Okkur hefur lengi langað að prófa að framleiða annað en jóg- úrt en eftirspurnin jókst og við önnuðum ekki fleiru,“ segir Dóra. „Við erum þó að prófa okkur áfram með gríska jógúrt og von- andi smjör og skyr í framtíð- inni.“ Biobú kallar eftir fleiri sam- starfsaðilum til framleiðslu á líf- rænum mjólkurafurðum en Dóra telur að íslenska ríkið þyrfti að styðja betur við bændur sem vilja hefja framleiðslu á lífrænni mjólk, eins og tíðkist erlendis. „Meðan bændur fá enga hvatn- ingu fer bara hugsjónafólk út í lífræna ræktun,“ segir Dóra. „Við gerum þetta ekki til að verða rík heldur vegna þess að okkur þykir vænt um náttúruna.“ - ht Biobú fær viðurkenningu Náttúrulækningafélags Reykjavíkur fyrir lífræna jógúrt: Vilja búa til fleira en jógúrt LEIKIÐ FYRIR KÝRNAR Oddur Goði Jóhannsson, systursonur Kristjáns Odds- sonar á Neðra-Hálsi, heldur konsert fyrir kýrnar. MYND/KRISTJÁN ODDSSON SÓLSTÖÐUR Tónlistarmaður leikur á hljóðfæri nálægt Minsk í Hvíta-Rúss- landi til að fagna sumarsólstöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Ofbeldisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu bíður nú eftir niðurstöðum úr réttarkrufningu á Pólverjanum sem lést af höfuðáverkum á sjúkrahúsi á föstudag, að sögn Sig- urbjörns Víðis Eggertssonar, yfirmanns deildarinnar. Lögreglurannsókn er haldið áfram af fullum þunga. Maðurinn, sem var þrítugur, var fluttur höfuðkúpubrotinn á sjúkra- hús fyrir hálfum mánuði. Tveir Pólverjar sættu gæsluvarðhaldi í kjölfar málsins. Þrír eru nú í sex vikna farbanni. Lögregla rannsak- ar hvort lát mannsins megi rekja til óeðlilegra atvika. - jss Látni Pólverjinn: Beðið eftir rétt- arkrufningu UTANRÍKISMÁL Löggæslu- stofnanir Íslands, Lithá- ens og Evrópu verða að vinna betur saman til að vinna bug á því vandamáli sem felst í skipulagðri glæpastarfsemi og mjög hefur spillt ímynd Litháa í opinberri umfjöllun hér- lendis. Þetta segir Rasa Kairiene, sendiherra Lit- háens á Íslandi með aðset- ur í Kaupmannahöfn, spurð um skoðun sína á því hvað hægt sé að gera til að bregðast við þessu vandamáli. „Samkvæmt því sem við í sendi- ráðinu komumst næst búa og starfa alls um tvö þúsund Litháar á Íslandi,“ segir Kairiene og bend- ir á að það sé ekki lítið með tilliti til þess að heildaríbúafjöldi lands- ins er ekki mikið yfir 300.000. Þær upplýsingar, að nöfn allt að 150 Litháa hafi komist á „svartan lista“ íslenskra lögregluyfirvalda vegna gruns um að vera viðriðnir lögbrot af einhverju tagi, verði líka að skoða í þessu samhengi. Það hafi sýnt sig í Noregi, þar sem um 10.000 Litháar búa, að sú mikla fjölmiðlaumfjöllun í Noregi sem vissir glæpir fengu þar sem Lit- háar komu við sögu, svertu orð- stír Litháa þar í landi umfram það sem ástæða var til, að sögn Kari- ene. Við nánari athugun hafi nefnilega komið í ljós að sem hlut- fall af fjölda landa sinna í Noregi voru Litháar engu tíðar brotlegir við lög en til að mynda Pólverjar, Pakistanar eða ýmsir aðrir hópar. Með þessum orðum vill Kairiene alls ekki gera lítið úr alvöru þess að landar hennar gerist brot- legir í þeim löndum sem þeir hafa kosið að flytjast til, hvort sem það er til skamms eða langs tíma. Hún segist vonast til að með nánara samstarfi löggæsluyfirvalda, ásamt efldu félagsstarfi Litháa sjálfra hér á landi, muni með samstilltu átaki reynast unnt að vinna bug á þessu vandamáli. Vert er enn fremur að minnast þess að glæpastarfsemi af því tagi sem í flestum tilvikum er um að ræða í þessu samhengi, svo sem smygl á fíkniefnum, er skugga- hlið frelsisins sem hefur fært bæði Íslendingum, Litháum og öðrum þjóðum Evrópu ómæld ný tækifæri á síðustu árum. Um dagskrá þúsund ára ríkisaf- mælisársins 2009 og menningar- höfuðborgarinnar Vilníus segir Kairiene að í undirbúningi sé meðal annars að litháísk sinfóníu- hljómsveit sæki Ísland heim, list- sýningar og aðrir menningarvið- burðir. Það hjálpi til í þessu samhengi að í sendiráðinu í Kaup- mannahöfn er nú tekinn til starfa menningarfulltrúi og samhliða því hefur sendiráðið úr meiru að spila til að efla menningartengsl þjóð- anna. audunn@frettabladid.is Menningar- og löggæslu- samstarf eflt Litháar fagna á næsta ári þúsund ára afmæli ríkis síns auk þess sem Vilnius verður menningarhöf- uðborg Evrópu. Íslendingar munu heldur ekki fara varhluta af þessu segir sendiherra Litháens í viðtali. RASA KAIRIENE FRÁ VILNIUS Rasa Kairiene sendiherra Litháens á Íslandi segir að löndin verði að vinna betur saman til að vinna bug á skipulagðri glæpastarfsemi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.