Fréttablaðið - 25.06.2008, Page 19

Fréttablaðið - 25.06.2008, Page 19
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Tryggvi Áki Pétursson nemi í viðskiptafræði hefur ferðast víða um ævina. Tryggvi Áki var landsliðsmaður í borðtennis og hefur ferðast tvisvar sinnum til Kína vegna íþróttarinnar. „Ég hef farið tvisvar sinnum til Kína og voru bæði skiptin mjög skemmtileg. Í fyrra skiptið fór ég til borgarinnar Shijiazhuang í æfingarbúðir í borðtenn- isskóla. Í æfingabúðunum voru strákar sem gerðu fátt annað en að spila borðtennis allan daginn og má segja að markmiðið þar hafi verið að búa til snillinga í íþróttinni,“ segir Tryggvi Áki. Áberandi lítið var um ferðamenn í borginni að sögn Tryggva Áka. „Fólk tók sérstaklega eftir okkur og vorum við myndaðir öllum stundum. Við vorum í matvöruverslun og þar gripu nokkrar konur mynda- vélar og smelltu af okkur myndum. Svo vorum við staddir á McDonalds þegar yfirmaðurinn þar heimt- aði myndatöku og setti myndina af okkur upp á vegg,“ segir hann. Því má segja að Tryggva Áka og félögum hans hafi verið tekið sem stjörnum í Shijiazhuang. Þeir nýttu líka ferðina til að skoða Kínamúrinn mikla. „Í seinni ferðinni fór ég svo með landsliðinu á heimsmeistaramótið í Peking. Á upphafsdegi móts- ins var mikil skrúðganga og ég hef aldrei séð annan eins mannfjölda saman kominn. Borðtennis er eins og allir vita mjög vinsæl íþrótt í Kína og á þessum degi gaf ég örugglega tvö hundruð eiginhandarárit- anir. Ég lenti í öðru sæti í mínum riðli og þetta var mikil reynsla og frábær upplifun. Ég tapaði á móti besta leikmanni Bandaríkjanna en hann er reyndar fæddur og uppalinn í Kína,“ segir Tryggvi Áki sem lítur á heimsóknir sínar til Kína sem mikla reynslu og stórkostlega upplifun í alla staði. mikael@frettabladid.is Voru mjög vinsælir í Kína Tryggvi Áki með húfu sem hann keypti í annari ferð sinni til Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FLOTTUR AÐ INNAN Volvo C30 hlaut nýverið viðurkenningu fyrir hönnun á innréttingum. BÍLAR 2 GISTING Á STRÖNDUM Í Reykjarfirði nyrðri á Ströndum er rekin svefnpokagisting í gömlu íbúðarhúsi og tveimur litlum gestahúsum. FERÐIR 4 Sölustaðir: Járn og gler · Garðheimar · Húsasmiðjan · Egg · Búsáhöld Kringlunni Útilegumaðurinn · Motor Max · Everest · Seglagerðin Ægir · www.weber.is X E IN N J G 5 x1 0 W eb er Q – gasgrill í úti-leguna! Bjóddu henniút að borða) er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.