Fréttablaðið - 25.06.2008, Síða 20

Fréttablaðið - 25.06.2008, Síða 20
[ ] Volvo C30 hlaut nýverið viðurkenningu fyrir hönnun á innréttingum bílsins. Það var bílablaðið Ward‘s AutoWorld sem stóð fyrir viðurkenning- unni. Volvo C30 hlaut nýlega viðurkenn- ingu fyrir hönnun á farþegarými og var þetta ekki í fyrsta skipti sem Volvo hlýtur þessa viðurkenn- ingu því í fyrra hlaut Volvo S80 sömu viðurkenningu. Þetta er vissulega mikil viður- kenning fyrir hönnunarteymi Volvo. Að sögn talsmanna bíla- blaðsins Ward‘s AutoWorld, sem veitti viðurkenninguna, eru ein- kenni hönnunar Volvo C30 skand- inavísk og einfaldleiki, glæsileiki og mikið notagildi fremst í flokki. Volvo hefur tekist afar vel að hanna bíla sem allir hafa aðgang að. Hönnuður Volvo C30 bílsins segir að markmið með hönnuninni sé að færa bíleigendum nýtt útlit. Sætin í Volvo bílum eru fyrir löngu orðin þekkt fyrir góða hönnun og þægindin. Möguleikarnir eru margir og auðvelt að uppfylla kröfur og þarfir kaupandans. - mmr Nýtt útlit Volvo Volvo bílarnir hafa löngum rakað að sér viðurkenningum fyrir hönnun. Um síðustu helgi frumsýndi B&L splunkunýjan smábíl frá Hyundai og heitir hann i10. Það er nýjung hjá Hyundai að fara sömu leið og BMW-verk- smiðjurnar og auðkenna bíla sína eftir stærð og merkja þá með númerum. Hyundai i10 er sá allra nýj- asti og jafnframt sá allra minnsti sem Hyundai býður upp á. Fyrr á þessu ári kom á mark- aðinn millistærðarbíllinn i30 sem hefur vakið mikla athygli. Hyundai i10 er fimm dyra og rúmgóður þrátt fyrir smæð sína. Sala á smábílum hefur aukist að undanförnu og vegur hátt bensínverð þungt í þeim efnum. Bíllinn mengar lítið og fær því ókeypis í gjaldstæði í mið- borg Reykjavíkur líkt og aðrir bílar í þessum flokki. Áhuga- samir eru hvattir til að líta við í B&L og reynsluaka Hyundai i10. - mmr Frítt í stæði Farsímanotkun við akstur er stórhættuleg. Ef ná skal hámarksöryggi við akstur þarf athygli á vegi og umferð að vera stöðug. Þegar talað er í farsíma við akstur beinist athyglin að símtalinu, ekki veginum. Auglýsingasími – Mest lesið Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F .

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.