Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 44
24 25. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 22 Hljómsveitin BluesAkademian kemur fram á tónleikum á Organ, Hafnarstræti 1-3, í kvöld kl. 22. Hljómsveitina skipa þeir Sigurður Sigurðsson, Tryggvi Hübner, Pjetur Stefánsson, Páll Pálsson og Jón Borgar Loftsson. Sérstakur gestur hljómsveitarinnar í kvöld verður Jón „Klettur“ Ólafsson. Aðgangs- eyrir að fjörinu er 1000 kr. Hljómsveitin Bláir skuggar, kvartett saxófónleik- arans Sigurðar Flosasonar, fer í sumar í tólf daga tónleikaferð hringinn í kringum landið. Ferðin hefst með pomp og prakt á tónleikum í Tón- bergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi, í kvöld kl. 20. Aðrir viðkomustaðir á ferðalaginu eru Kirkju- bæjarklaustur, Neskaupstaður, Mývatn, Akureyri, Húsavík, Blönduós, Reykjavík og Stykkishólmur og er því vísast fyrir djassgeggjara í þessum bæjarfélögum að fylgjast vel með tónleikahaldi næstu tvær vikurnar eða svo. Bláir skuggar er nokkurs konar ofurhljóm- sveit í íslenskum djassi, en auk Sigurðar skipa kvartettinn þjóðsagnapersónur í íslenskri tónlist og framverðir elstu starfandi kynslóðar íslenskra djasstónlistarmanna. Það eru þeir Þórir Bald- ursson á Hammond-orgel, Jón Páll Bjarnason á gítar og Pétur Östlund á trommur. Tónlistin sem Skuggarnir flytja er aðgengilegur og skemmti- legur samruni djass- og blústónlistar þar sem spilagleði er í fyrirrúmi. Á innan við ári hafa Bláir skuggar sent frá sér tvo diska; Blátt ljós og Bláa skugga, sem báðir hafa fengið frábæra dóma og selst vel. Þess má geta að Sigurður Flosason hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem djasstón- listarflytjandi ársins nú í vor. - vþ Skuggarnir skekja landið í sumar BLÁIR SKUGGAR Framvarðasveit íslenskra djassara heldur í tónleikaferð um landið. > Ekki missa af... Sýningunni Augliti til auglitis við Kína, en hún stendur yfir til 29. júní í Listasafninu á Akureyri. Þar má sjá málverk og skúlptúra eftir níu kínverska samtímalistamenn, þeirra á meðal Chen Qing Qing, Fang Lijun og Liu Ye, sem vakið hafa alþjóðlega athygli og sett hvert sölumetið á fætur öðru í uppboðshúsum heimsins. Ljóðaþýðingar Hallbergs Hall- mundssonar eru lofsvert framtak og það er slægur í Bukowski á íslensku. Hann er „auðþýðanlegur“ að því leyti að málfar hans er einfalt og alþýðlegt, hann er frásagnar- skáld, viðfangsefni hans er veru- leikinn fremur en skáldskapurinn – það sem orðin vísa til, ekki orðin sjálf. Hann yrkir mest um sjálfan sig (að eigin sögn) og vistin er honum hugstæðari en listin. Ljóðin eru úthverf þótt þau séu mjög per- sónuleg og margræðni þeirra er fólgin í heimssýn skáldsins og ver- aldarvisku fremur en orðfæri og talsmáta. Hallberg velur enda þá leið að þýða fremur „hrátt“ – orð sem lýsir stíl Bukowskis raunar nokkuð vel – snarar nánast línu fyrir línu og skil- ar þannig ærlegum Bukowski þótt stundum sé þá ansi grunnt í ensk- una, dæmi; „...ég hataði þig þegar tekið hefði minna hugrekki að elska“ (28). Þetta er vitaskuld ekki góð íslenska (þó þetta sé fín viska) og kafnar hér undir frumtungunni – en þá ber að hafa í huga að Bukowski er ekki fagurkeri og skrifar ekki alltaf „góða“ ensku, stundum bein- línis „ranga“ og kauðska, oft vísvit- andi „óskáldlega“ og þvert á kröfur kúltúrlöggu (elítu) sinnar tíðar. En þótt Bukowski liggi á margan hátt vel við höggi er þetta vandrötuð leið sem Hallberg velur og sam- keppnin við frumtextann er þá firnahörð, það freistar við lestur bókarinnar að snara ljóðunum aftur á ensku í huganum, liggur víða (óþarflega) beint við. Mann langar í Karlinn alveg hráan. Sem er vís- bending um að eitthvað hafi þá tap- ast við snörun eða „finni sig ekki“ alveg á nýrri tungu þótt orðin séu sambærileg og tungutakið hliðstætt, líkt og farist hafi fyrir að íslenska andblæinn þótt búið sé að snúa flekknum. Veðrið enn fyrir vestan. Í ljóði á bls. 81 er lýst „undarlegu“ ástandi; „eins og töfrar séu orðnir hversdagslegir“. Sé líkingunni umsnúið fangar hún nokkuð vel „sálina“ í kveðskap Bukowskis; hann gæðir hversdagsleikann huldum töfrum í hráum brag og lætur lesandann þannig finna í návígi fyrir einhverju ónefndu lífs- undri til mótvægis við þindarlausa tómhyggju orðanna ... „ég vildi ég væri að aka fram af helvítishömr- um“ (41) o.s.frv. – þótt bragarháttur- inn sjálfur sé vissulega „alfrjáls“. Það er harðsótt að „þýða“ þetta huldumál þegar snarað er „beint“ (fyrstu gæsalappirnar í þessum rit- dómi eru alltaf að fitna) og sýnilegt að ekki er þá á allt kosið; þýðingin er heiðarleg og nákvæm en ekki and- rík á við frumtextann og „bragur- inn“ ekki eins göldróttur. En þetta er hressilegur skáld- skapur og Bukowski er fjandi gott skáld. Úrval Hallbergs sýnir vel hve Karlinn er miklu klassískari en bítn- ikarnir, sækir sér viðfang í banda- rísku gullöldina, síðrómantíkina (og uppgjörið við hreintrúnaðinn) sem m.a. einkennist af lúmskri siðhrörn- un (dekadentisma); Poe, Hawthorne, Melville, Emerson, Whitman, Dick- inson. Frá þeim er ættaður (a) gluggagægir (voyeurismi) Bukow- skis, hið ýga auga, (b) hlutgerving hans á fólki – sem byggist á því að lífið er list og lifandi fólk því list- munir, (c) iðrafíkn hans – líkams- hlutar með eigin tilveru og hvatir, (d) föðurgeðflækjan og (e) ástar- haturs-sambandið við sársaukann og dauðann. Hver segir að hann yrki bara um sjálfan sig? En áhrifin angra götuskáldið ekki neitt og röddin er alveg sjálfstæð. Góður Bukowski en betri á frum- málinu. Sigurður Hróarsson Veðrið fyrir vestan Tónleikar til styrktar munaðarlausum börnum í Kongó fara fram í Aðventkirkjunni í Reykjavík, Ingólfsstræti 19, annað kvöld kl. 21. Flytjendur á tónleikunum eru söngkonurnar Hlín Pétursdóttir Behrens og Nanna María Cortes, en píanóleikari er Krystyna Cortes. Á efnisskrá eru dúettar eftir Purcell, Brahms og Mozart auk íslenskra sönglaga. Að tónleikunum loknum verður tónleika- gestum boðið upp á léttar veitingar. Allur ágóði af tónleikunum rennur til uppbyggingar barnaþorps í Kongó á vegum Alþjóðlegu barnahjálparinnar, ICC, sem rekur barnaþorp á Idjwi-eyju í Kongó. Í barnaþorpinu býr nú 171 barn við góð lífsskilyrði. Börnin ganga í skóla og búa í fjölskyldueining- um þar sem innfædd hjón hugsa um þau og komast þannig hjá ofbeldisógninni sem enn er við lýði í þessu fyrrum stríðshrjáða landi. - vþ Sungið til styrktar börnum HLÍN PÉTURSDÓTTIR BEHRENS Önnur tveggja söngkvenna sem kemur fram á styrktartónleikum annað kvöld. Sumarið er ótvírætt tími tónlistar- hátíða og tónleikaraða. Á morgun verður hádegistónleikaröð, sem haldin er í samvinnu Félags íslenskra organleikara og Alþjóð- legs orgelsumars, hleypt af stokk- unum í Dómkirkjunni í Reykjavík. Næstu sjö fimmtudaga munu íslenskir organistar ásamt ein- söngvurum og einleikurum koma þar fram á slaginu kl. 12.15 og bjóða tónleikagestum upp á fagra tóna í erli miðborgarinnar. Það er formaður Félags íslenskra organleikara, Guðmundur Sigurðs- son, sem kemur fram á þessum fyrstu tónleikum raðarinnar ásamt fiðluleikaranum Hjörleifi Vals- syni. Á fyrri hluta efnisskrár tón- leikanna eru sannkölluð öndvegis- verk, Vorið eftir Vivaldi og Söngur Indíu eftir Rimsky-Korsakov. Síð- ari hluti efnisskrárinnar er íslensk- ur; á honum rúmast þrjú kirkjulög eftir Jón Leifs og spuni tónlistar- mannanna yfir tvísöngslagið Lifn- ar hugur, hýrnar brá, en lag þetta er ættað úr Skagafirði. Tónleikun- um lýkur síðan á Máríuversi, einu þekktasta lagi Páls Ísólfssonar. - vþ Hádegistónleikaröð hefst GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Kemur fram á hádegistónleikum í Dómkirkjunni á morgun. BÓKMENNTIR Charles Bukowski: Að kveikja sér í vindli og önnur ljóð Hallberg Hallmundsson sneri á íslensku ★★★ Góður Bukowski Charles Bukowski, rithöfundur. 33 SVÆÐA STJÓRNSTÖÐ 2 HREYFISKYNJARARAR 1 SEGULNEMI FYRIR HURÐ 1 FJARSTÝRING INNIFALIÐ Í GRUNNPAKKA VERÐ 83.990 EÐA KR. 6.999 Á MÁNUÐI Í 12 MÁNUÐI VAXTALAUST MEÐ GSM/SMS HRINGJARA VERÐ 59.990 EÐA KR. 4.999 Á MÁNUÐI Í 12 MÁNUÐI VAXTALAUST MEÐ FASTLÍNU HRINGJARA Ein fullkomnasta stjórnstöð sem völ er á fyrir heimili, sumarhús og fyrirtæki EINKA ÖRYGGISKERFI OG ÞJÓFAVARNARKERFI MEÐ ÍSLENSKU TALI OG TEXTA www.sm.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.