Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 64
24 29. júní 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabla- FH vann Íslandsmeistara Vals 0-1 í dramatískum risaslag umferðarinnar þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.FH endurheimti þar með toppsætið en ekkert virðist ætla ganga upp hjá Hlíðarendaliðinu sem var betri aðilinn lengst af í leiknum. Keflvíkingar féllu niður í annað sætið með 1-2 tapi gegn nýliðum Fjölnis sem unnu þar með sinn fimmta leik og eru farnir að setja smá pressu á toppliðin. Það gerði Fram einnig með 2-1 sigri sínum á Breiðabliki en Safamýrarliðið hefur enn fremur fengið fæst mörk á sig í deildinni. KR-ingar fóru á kostum og hreinlega slátruðu lánlausum HK-ingum sem eru eftir sem áður á botni deild- arinnar í virkilega vondum málum. Grindvíkingar náðu í þrjú mikilvæg stig þegar þeir unnu Fylki 0-1 og hífðu sig upp um tvö sæti í botnbaráttunni og skildu Skagamenn, sem urðu að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Þrótti, eftir í fallsæti. 8. UMFERÐ LANDSBANKADEILDAR KARLA: KEFLVÍKINGAR MISSTIGU SIG: FH-ingar endurheimtu toppsætið TÖLURNAR TALA Flest skot: 27, KR Flest skot á mark: 17, KR Fæst skot: 3, HK Hæsta meðaleink.: 6,9 Fjölnir Lægsta meðaleink.: 4,3 HK Grófasta liðið: 18 brot, HK Prúðasta liðið: 9 brot, Grindav. Flestir áhorf.: Valur-FH, 1.774 Fæstir áhorf.: Fylkir-Grindv., 742 Áhorfendur alls: 6.436 > Besti dómarinn: Kristinn Jakobsson hlaut hæstu einkunn fyrir áttundu umferð hjá Frét- tablaðinu. Hann fékk 9 í einkunn fyrir að dæma viðureign Vals og FH á Vodafonevellinum. Hannes Þór Halldórsson Tommy Nielsen (4) Árni Thor Guðmundsson (2) Auðun Helgason (2) Gunnar Már Guðmundsson (2) Scott Ramsay (4) Kristján Hauksson (3) Ingvar Þór Ólason Rafn Andri Haraldsson Ólafur Páll SnorrasonGuðjón Baldvinsson (3) FÓTBOLTI Nýliðar Fjölnis hafa komið skemmtilega á óvart í Landsbankadeild karla í sumar og eru sem stendur í fjórða sæti deildarinnar. Gunnar Már Guð- mundsson eða „herra Fjölnir“ er vitanlega sáttur með stöðu mála en hann er uppalinn Fjölnismaður og hefur fylgt liðinu upp úr neðstu deild og alla leið í úrvalsdeildina. „Það er náttúrulega ólýsanlegt að vera að spila með Fjölni í efstu deild, þar sem ég er búinn að vera hjá félaginu frá því ég byrjaði að skríða. Það er líka gaman að sjá hvernig öll umgjörð í kringum félagið hefur breyst með góðu gengi. Meiri áhugi hjá yngri flokk- unum og stuðningsmannafélagið stórkostlegt,“ sagði Gunnar Már sem kvað markmið sumarsins vera skýr í Grafarvoginum. „Við ætlum að sjá til þess að Fjölnir festi sig í sessi í efstu deild. Við vissum alveg hvað við myndum geta gert í sumar og þetta gengur ljómandi vel enn sem komið er. Deildin er reyndar mun jafnari en ég bjóst við og allir virðast geta unnið alla og menn verða því að mæta klárir í hvern einasta leik ef ekki á illa að fara,“ sagði Gunnar Már sem telur að lykillinn að góðu gengi liðsins sé öflugur liðs- styrkur sem Fjölnir fékk fyrir tímabilið sem bættist í raun og veru ofan á sterkan grunn. „Við fengum nátt- úrulega nýtt miðvarð- arpar fyrir sumarið, Kristján Hauksson og Óla Stefán Flóventsson, auk þess sem Ágúst Gylfason kom inn á miðjuna hjá okkur og það munar um minna. Það var sterkur kjarni fyrir í liðinu en það voru ekki marg- ir leik- menn með reynslu af því að leika í efstu deild og Óli Stef- án og Gústi eru hvor um sig með næga reynslu fyrir heilt lið, þannig að það hefur reynst okkur vel. Annars finnst mér liðið vera að bæta sig með hverjum leik sem við spilum og menn eru alltaf minna stressaðir í hvert sinn sem þeir fara út á völlinn,“ sagði Gunn- ar Már sem telur enn fremur að góður liðsandi hafi skilað liðinu þangað sem það er nú í dag. „Við þekkjumst allir mjög vel og þjálfarinn sér til þess að það sé mjög gaman á æfingum hjá okkur. Eru menn ekki annars í þessu til að hafa gaman? Ég held að það sé fyrst og fremst ástæðan fyrir því að menn eru með hérna í Grafar- voginum að minnsta kosti. Það eru alla vega ekki miklir peningar í spilinu,“ sagði Gunnar Már í létt- um dúr. omar@frettabladid.is Fjölnir bætir sig með hverjum leik Fjölnismaðurinn Gunnar Már Guðmundsson er leikmaður 8. umferðar Landsbankadeildar karla í fótbolta hjá Fréttablaðinu en hann átti góðan leik fyrir nýliðana þegar þeir skelltu þáverandi toppliði Keflavíkur. ÖFLUGUR Gunnar Már Guðmundsson hefur stimplað sig hressilega inn í Landsbankadeildinni í sumar og hefur skorað fjögur mörk í níu leikjum með Grafarvogsliðinu. VÍKURFRÉTTIR/ÞORGILS > Atvik umferðarinnar Dramatískur 0-1 sigur FH á Íslandsmeisturum Vals á Vodafonevellinum. Markið skoraði Arnar Gunnlaugsson úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Barry Smith hafði handleikið knöttinn á klaufalegan hátt inni í vítateignum. > Ummæli umferðarinnar Willum Þór Þórsson er ekki hrifinn af frammistöðu dómara í sumar ef marka má ummæli hans við Fréttablaðið eftir tap Vals gegn FH. „Ég kalla eftir því að þið fjölmiðlar sinnið ykkar hlutverki og farið faglega yfir það hvernig dómarar eru að standa sig.“ FÓTBOLTI Einn allra reynslumesti dómari landsins, Hvergerðingur- inn Ólafur Ragnarsson, mun ekki dæma leiki á næstunni eftir að hafa kvartað undan verkjum í brjósti eftir að hann dæmdi leik Fylkis og Grindavíkur í Lands- bankadeild karla á miðvikudag- inn. Ólafur hefur gengið í gegnum ýmislegt á þessu tímabili og nú er mikil óvissa um hvort hann geti dæmt meira í sumar. Frétta- blaðið bar málið undir Birki Sveinsson starfsmann dómara- nefndar. „Ég veit að hann kvartaði undan miklum brjóstsviða í lok leiksins og svo fór hann á sjúkra- hús á eftir. Við vitum meira um málið eftir helgi en ég held að þetta sé nú eitthvað meira en brjóstsviði,” sagði Birkir raunsær. „Við erum búnir að taka hann úr nokkrum leikjum. Hann átti að dæma í deild- inni um þessa helgi og í bikarnum í næstu viku. Við byrjuð- um á því og svo ætlum við Óli að tala saman eftir helgi um fram- haldið,” sagði Birkir. Ólafur sjálfur vildi ekkert ræða við Frétta- blaðið þegar blaðamaður leit- aði eftir viðtali við hann í gær. Þetta er enn eitt áfallið fyrir dómarastéttina sem hefur þurft að horfa á eftir mörgum af sínum allra bestu dómurum á síðustu árum. Ólafur Ragn- arsson er á sínu nítjándi ári sem dómari í efstu deild og dæmdi sinn 125. leik á Fylk- isvellinum á miðvikudags- kvöldið. Það er enginn dóm- ari í deildinni búinn að dæma lengur í efstu deild og aðeins Kristinn Jakobs- son hefur dæmt fleiri leiki. - óój Dómaranefnd KSÍ hefur tekið Ólaf Ragnarsson dómara úr leikjum á næstunni: Kvartaði undan verk í brjósti 125 LEIKIR Ólafur Ragnarsson er annar leikjahæsti dómarinn sem er enn að dæma í efstu deild. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Fréttablaðið fékk þjálfarana tólf til þess að spá fyrir um hvernig Evrópukeppni landsliða myndi spilast. Aðeins einn þeirra spáði rétt um hvaða lið spila til úrslita en það var Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Ólafur spáði síðan Spánverjum sigri í úrslita- leiknum. Sex þjálfarar eiga enn mögu- leika á að spá rétt fyrir um Evrópumeistarana því Guðjón Þórðarson (íA), Kristján Guð- mundsson (Keflavík), Gunnar Guðmundsson (HK) og Gunnar Oddsson (Þróttur) spáðu allir Þjóðverjum sigri en Ólafur og Heimir Guðjónsson (FH) spáðu aftur á móti Spáni titlinum. - óój Spá fyrir Fréttablaðið um EM: Ólafur með rétt lið í úrslitum GETSPAKUR Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Það má búast við mörkum á Kaplakrikavelli í dag þegar topplið FH fær Fram í heimsókn en leikurinn er í 9. umferð Landsbankadeildar karla og sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikir þessara liða hafa verið miklir markaleikir í gegnum tíðina en alls hafa verið skoruð 45 mörk í síðustu 10 leikjum þeirra í Landsbankadeildinni eða 4,5 mörk í leik. 24 af þessum mörkum hafa komið í síðustu fimm leikjum liðanna á heima- velli FH í Kaplakrikanum. Af þessum 24 mörkum, sem gera rétt tæplega fimm mörk í leik, hafa FH-ingar skorað 15 en Framarar 9. Í fyrra skildu liðin jöfn, 3-3, þar sem Jónas Grani Garðarsson tryggði Fram stig með tveimur síðustu mörkum liðsins en hann er nú hjá FH. -óój FH fær Fram í heimsókn: Alltaf miklir markaleikir FÓTBOLTI Þróttarar taka í dag klukkan tvö á móti Valsmönnum á Valbjarnarvelli í Landsbankadeild karla en Íslandsmeistarar Valsmanna sækjast eftir sínum fyrsta útisigri á tímabilinu. Þrótturum hefur gengið afar illa með Valsmenn á heimavelli í efstu deild en Valur hefur unnið fimm útileiki í röð gegn Þrótti og Þróttarar hafa ekki skorað hjá þeim í 394 mínútur í Dalnum. Valsmenn hafa unnið fjóra síðustu leiki liðanna í Laugardaln- um með markatölunni 9-0 en þeir hafa allir farið fram á aðalleik- vanginum. Þróttarar skoruðu síðast hjá Val á heimavelli í 1-2 tapi 20. ágúst 1984 en sá leikur fór einmitt fram á Valbjarnarvellin- um en Þróttur vann síðast heimaleik gegn Val 1983 á gömlu Hallarflötinni 10. júní 1983. Þróttur hefur hins vegar unnið tvo síðustu leiki liðanna á Hlíðarenda og hefur ekki tapað þar síðan 1985. - óój Þróttarar í efstu deild: Gengur illa með Val heima FIMM TÖP Í RÖÐ Þróttur hefur ekki unnið heimaleik gegn Val í 25 ár FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.