Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.07.2008, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 03.07.2008, Qupperneq 70
50 3. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Það kom mér á óvart þegar ég mætti í Laugardalshöllina um átta- leitið á þriðjudagskvöldið að hún var stútfull af fólki. Miðasalan á tónleika Paul Simon fór hægt af stað og um tíma var útlit fyrir að hætta yrði við þá, en þjóðin hefur greinilega tekið við sér og fjöl- mennti tímanlega í Höllina. Nokkr- ar mínútur yfir átta gengu Paul og meðspilararnir hans sjö inn á svið- ið og hófu leikinn með tveimur lögum af Graceland-plötunni, Gumboots og Boy in the Bubble. Stemningin í salnum var strax góð og greinilegt að tónleikagestir voru komnir til að skemmta sér. Næst kom lagið Outrageous af nýjustu plötunni, Surprise og svo kom sérlega ryþmísk og skemmti- leg útgáfa af Simon & Garfunkel- slagaranum Mrs. Robinson. Það eru greinilega frábærir hljóðfæraleikarar sem skipa hljómsveit Paul Simon – auk tveggja gítarleikara, bassaleikara, trommuleikara og ásláttarhljóð- færaleikara spiluðu meðlimir hennar á harmonikku, saxófóna, trompet, flautu og hljómborð. Útsetningarnar báru nokkurn keim af hljómsveitinni, ryþminn var í aðalhlutverki í flestum lag- anna, en undantekningarnar voru eftirminnilegar, til dæmis The Sound of Silence sem Paul söng einn með kassagítarinn. Umgjörð- in var einkar stílhrein og klassísk; – hvítt ljós á sviðinu og einlitt tjald fyrir aftan það. Paul spilaði góða blöndu af gömlu og nýrra efni á tónleikun- um, en hæst reis stemningin þegar smellir eins og Duncan og Me and Julio... og Graceland fengu að hljóma. Tónleikarnir í Höllinni voru þeir fyrstu á yfirstandandi tónleikaferðalagi og það heyrðist að bandið var ekki alveg búið að spila sig saman. Á köflum var þetta næstum því eins og að vera á opinni æfingu, Paul gaf merki og stjórnaði sveitinni með handapati og augngotum. Eftir átján laga dagskrá sem endaði með smellinum Diamonds on the Soles of Her Shoes fór sveit- in af sviðinu, en tók þrjú til viðbót- ar eftir mikið uppklapp og kom svo á svið þriðja sinni og bætti tveimur lögum við. Stemningin náði hámarki í fyrra uppklappinu þegar Still Crazy After All These Years og You Can Call Me Al hljómuðu og salurinn söng og dansaði með. Á heildina litið voru þetta fínir tónleikar. Paul Simon kann greini- lega þá list að búa til tónleika- stemningu. Hann á glás af flottum lögum og setur metnað í flutning og útsetningar. Trausti Júlíusson Opin æfing fyrir stóran túr TÓNLEIKAR Paul Simon Laugardalshöll 1. júlí ★★★★ Þrátt fyrir að tónleikar Paul Simon í Höllinni hafi borið þess merki að þetta voru fyrstu tónleikarnir á tón- leikaferðalaginu voru þeir skemmti- legir og karlinum tókst að magna upp einstaka stemningu meðal tónleika- gesta. PAUL SIMON Í LAUGARDALSHÖLL Frábært band spilaði sig saman á skemmtilegum tónleikum á þriðjudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Frú Norma frumsýndi barnaleik- ritið Soffía mús á tímaflakki eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur við tónlist Báru Sigurjónsdóttur í byrjun júní. Sýnt er í Sláturhús- inu, menningarhúsi á Egilsstöð- um. Músin mun þó ferðast um Vestfirði í sumar. „Sýningin fjallar um stúlku sem á sér mús og vegna þess að það er aldrei tími til neins leggja þær af stað í leit að tímanum,“ sagði Guðjón Sigvaldason, leikstjóri og leikari. Auk hans leika Halldóra Malín Pétursdóttir, Jón Vigfússon og Pétur Ármannsson í sýningunni. Auk mýslunnar Soffíu eru þrjár íslenskar frumsýningar fyrirhugaðar í sumar fyrir austan. Í byrjun júlí á að sýna Ventlasvín, tilraunakennda „devised“ sýningu í anda leik- húss fáránleikans. Um miðjan júlí verður dansleikhússýningin 3GM sýnd, eftir texta Jónasar Reynis Gunnarssonar, en hún er unnin með unglingum á vinnu- skólaaldri. Loks fer nýtt verk eftir Guðjón, Ég froskur, á fjalirnar, í leikstjórn Halldóru, í ágúst. Óhætt er að segja að aldrei hefur gróskan verið meiri í leik- listarlífi Austurlands. Guðjón segir fyrsta atvinnuleikhús Austur lands ganga vel: „Við erum smátt og smátt að stækka.“ Frú Norma er á þriðja starfsári sínu. - kbs Fjögur ný íslensk leikverk METNAÐUR FYRIR AUSTAN Barnaleikritið Soffía mús á tímaflakki er meðal nýrra frumsýninga. MYND/FRÚ NORMA ...alla daga Allt sem þú þarft... Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins og það eina sem kemur út alla daga vikunnar. Lesendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir opna Fréttablaðið. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 200 8 FYLGIRIT FRÉT TABLAÐSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA. ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS KUNG FU PANDA M/ÍSL. TALI kl. 8 L HANCOCK kl. 8 - 10 12 INCREDIBLE HULK kl. 10 12 KUNG FU PANDA M/ÍSL. TALI kl. 4D - 6D L KUNG FU PANDA M/ÍSL. TALI kl. 4 - 6 VIP KUNG FU PANDA M/ENSKU kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 L HANCOCK kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 12 HANCOCK kl. 8 - 10:10 VIP WANTED kl. 5:30 - 8 - 10:20 - 10:40 16 NARNIA 2 kl. 5 - 8 7 INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10:20 12 WANTED kl. 8:30D - 10:50D 16 KUNG FU PANDA M/ÍSL. TALI kl. 6:30D L NARNIA 2 kl. 6D 7 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 14 THE BANK JOB kl. 9 - 11:10 16 KUNG FU PANDA M/ÍSL. TALI kl. 6 L WANTED kl. 8 - 10 12 NARNIA 2 kl. 6 7 THE BANK JOB kl. 9 16 HANCOCK kl. 8 - 10:10 12 KUNG FU PANDA M/ÍSL. TALI kl. 8 L WANTED kl. 10:10 16 DIGITAL DIGITAL DIGITAL ÞAÐ ER KOMINN NÝR HROTTI Í FANGELSIÐ...AF MINNI GERÐINNI! HEIMSFRUMSÝNING NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 12 12 12 10 HANCOCK kl. 6 - 8 - 10 BIG STAN kl. 8 THE HAPPENING kl. 10 síðasta sýning 12 7 16 HANCOCK D HJÓÐ & MYND kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 HANCOCK LÚXUS D HJÓÐ & MYND kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 KUNG FU PANDA D HJÓÐ & MYND kl. 3.45 - 5.50 ÍSL. TAL BIG STAN kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE INCREDIBLE HULK kl. 5.30 - 8 - 10.30 ZOHAN kl. 8 - 10.30 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 12 14 HANCOCK kl. 6 - 8.30 - 10.30 KUNG FU PANDA kl. 6 - 8 -10 ENSKT TAL BIG STAN kl. 5.40 - 8 - 10.20 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 5% 5% SÍMI 551 9000 12 16 7 14 10 12 THE INCREDIBLE HULK kl. 5.30 - 8 - 10.30 HAPPENING kl. 8 -10.10 MEET BILL kl. 5.50 - 8 SEX AND THE CITY kl. 7 - 10 ZOHAN kl. 5.30 INDIANA JONES 4 kl. 10.20 SÍMI 530 1919 Jack Black sannar að hann er einn af fyndnustu grínleikurunum í heiminum í dag. - bara lúxus Sími: 553 2075 HANCOCK kl. 4, 6, 8 og 10.10(D) 12 KUNG FU PANDA kl. 4 og 6 (D) L WANTED kl. 8 og 10.10 16 NARNIA: PRINCE CASPIAN kl. 5 7 SEX AND THE CITY kl. 10.10 14 M Y N D O G H L J Ó Ð M Y N D O G H L J Ó Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.